Spássían - 2013, Blaðsíða 61

Spássían - 2013, Blaðsíða 61
61 um hjálp, þar sem Enheduanna dregur upp sterka mynd af þjáningu sinni og óréttlætinu sem hún er beitt. Verk Enheduönnu bera sterk höfundareinkenni sem sjást vel í einstakri (fyrir hennar samtíma) notkun á blæbrigðaríku og lýsandi myndmáli. Eitt af mörgum góðum dæmum er í öðru ljóði, „Inanna og Ebih“, sem segir frá baráttu gyðjunnar við fjallið Ebih sem neitar að lúta valdi hennar: Inanna barn Mánaguðsins brum sem blómstrar senn drottningarskikkja hennar hylur grannan stilkinn á slétt enni sitt málar hún eldstungur og ógnvekjandi leiftur festir karneól blóðrautt og glóandi um háls sinn … og hún fer út hvítsindrandi, geislandi í kvöldhiminsins dökku hvelfingu gengur stjörnum prýddum skrefum í gegnum hlið undranna.3 Hér lýsir Enheduanna því þegar Inanna býr sig undir að fara á fund föðurs síns. Hún dregur upp sterka mynd af gyðjunni, hún á greinilega að vera ung þar sem henni er lýst sem barni og hefur enn ekki blómstrað. Þó vekur gyðjan ugg í brjóstum manna, með eldsloga og leiftur á enni sínu og blóðrauða steina um hálsinn. Samspil andstæðna eru líka áhugaverðar, við sjáum skýrt fyrir okkur hina hvítgeislandi gyðju ganga yfir svartan himinn. Þriðja ljóðið hennar er oft kallað „Frúin hugdjarfa“ og er eins konar samansafn af sálmum til dýrðar Inönnu en hefur ekki söguþráð eins og hin ljóðin tvö. Þegar við lítum yfir ferilskrá Enheduönnu getur maður ekki annað en spurt sig „hvers vegna?“. Hvers vegna er Gilgameskviða óðum að verða eins þekkt og Hómerskviður en menntafólk við háskólana veit varla hver Enheduanna er? Akademískar deilur um höfundarstöðu hennar eiga ekki að hafa nein áhrif á útbreiðslu verka hennar. Það veit enginn hver Hómer var en samt eru verk eignuð honum lesin enn þann dag í dag. SAFFÓ Það leið síðan töluvert langur tími þar til næsta kona komst á spjöld bókmenntasögunnar en hún gerði það líka svo um munaði og fékk bragarhátt nefndan eftir sér. Þessi kona hét Saffó, og eftir henni er nefnt saffóarlag. Hún er ein af þekktustu höfundum Forn-Grikkja og jafnframt frægasta konan sem ég fjalla um í þessari grein. Það má með sanni segja að hún sé Strympa þessa hóps, þar sem hún er eina nafnið sem almennt ber á góma þegar umræðan snýst um skáldkonur til forna. Saffó, frá grísku eyjunni Lesbos, var uppi í kringum 600 f.Kr, og auk ljóða sinna er hún einna frægust fyrir að hafa kennt stúlkum á fyrrnefndri eyju. Eins og glöggir lesendur vita er orðið „lesbía“ dregið af nafni eyjunnar vegna þess að skáldkonan er upprunnin þaðan, en talið er að Saffó hafi jafnt átt ástkonur og elskhuga. Það er dagljóst að Saffó hefur haft gríðarleg áhrif á vestræna menningu, nafni hennar hefur verið hampað meðal skálda allt frá samtíma hennar fram til dagsins í dag. Hún var svo vinsæl á Grikklandi að hún var kölluð tíunda listagyðjan, þar sem hún veitti óteljandi skáldum innblástur, og gerir enn. Því miður er mikill hluti verka hennar horfinn, og flest ljóðin sem hafa varðveist eru í brotum. Bjarni Thorarensen þýddi ljóð eftir hana sem hann titlar „Eftir Saffó“. Ljóðið sýnir fegurð skáldskapar hennar, en hún notaði fyrstu persónu í ljóðum sínum og einblínir á ást en ekki hernað, líkt og venjan var hjá samtímamönnum hennar. Brot úr ljóðinu, úr bók Kolbrúnar Ingólfsdóttur, Merkiskonur Sögunnar, hljóðar svo: Hefi ég þá í huga mér svo harla margt að segja þér, en orð frá vörum ekkert fer, því eitthvað málið hindrar. […] Sem blossa nálgast flugan fer, mig færa vil ég nærri þér, brátt hitinn vex en böl ei þver, ég brenn mig fyrr en varir.4 Áhugi fólks í dag á þessari hæfileikaríku konu virðist þó frekar beinast að kynhneigð hennar en verkum. Vangaveltur um samkynhneigð ástarsambönd hennar komu fyrst upp í kringum nítjándu öld, enda var það á þeim tíma sem hin fræðilega skilgreining á gagnkynhneigð og samkynhneigð kom fram. Áður beindist áhuginn að hinum frumlega bragarhætti hennar og efnistökum. Talið er að markvisst hafi verið reynt að eyða verkum hennar, en það var ekki hægt að skrifa Saffó út af spjöldum sögunnar vegna þess hve margir nefndu hana í verkum sínum, tileinkuðu verk sín henni og líktu eftir stíl hennar langt fram eftir öldum. Verkum hennar var meira að SAFFÓ Nafni hennar hefur verið hampað meðal skálda allt frá samtíma hennar fram til dagsins í dag. Hún var svo vinsæl á Grikklandi að hún var kölluð tíunda listagyðjan, þar sem hún veitti óteljandi skáldum innblástur, og gerir enn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.