Spássían - 2013, Blaðsíða 20

Spássían - 2013, Blaðsíða 20
20 séu of flegin í leiknum og er því strax breytt. Forræði Hildar yfir eigin líkama er þannig styrkt í gegnum spunann auk þess sem hún myndar ný sambönd byggð á jafnréttisgrundvelli. Í gegnum leikina stígur hún fleiri skref í eigin þroska því hún lærir að vinna fantasíuna inn í daglegt líf án þess að vera ofurseld firringu hennar. Í stað þess að reyna að nota fantasíuna til þess að fegra fjötrað líf sitt, líkt og hún gerði áður en hún þurfti að standa á eigin fótum, eignast fantasían sitt eigið skilgreinda rými í gegnum spunaspilin. Fantasían er þannig upphafin og sett á stall, og gefið umfangsmikið en vel skilgreint rými. Í gegnum nördamenninguna finnur Hildur sjálfa sig og endurskilgreinir þá þætti lífs síns sem iðkaðir voru í einrúmi baðferða. Með því að viðurkenna mátt og virkni fantasíunnar á eigið líf og breyta úrvinnslu sinni á henni, finnur Hildur sinn innri styrk og stuðlar þannig að auknu sjálfstæði sínu og hamingju. Ákveðin vandkvæði má þó greina, í lok myndar er Hildur farin að slá sér upp með Degi, leiknum af Snorra Engilbertssyni. Þrátt fyrir að hún kynnist honum á forsendum vináttu og jafnréttis verður ekki litið framhjá því hvernig fantasía ástarsögunnar markar samband þeirra. Sem dæmi má nefna að Dagur kemur henni til bjargar á hvítum hesti þegar Jolli rænir henni og að hann leigir Hildi risíbúð í húsinu þar sem hann býr en hún leggur mikla áherslu á að fá að greiða húsaleigu. Hvort það er meðvitaður leikur með minni ævintýranna að hafa Hildi í táknrænum turni fyrir ofan hinn góðhjartaða Dag eða dæmigerður póstfemínískur gjörningur þar sem sjálfstæði konunnar er mælt í getu hennar til þess að greiða fyrir neyslu og húsaskjól, verður að liggja milli hluta. Frásögnin í Romancing the Stone er felld að söguheimi Astrópíu og fantasíu fyrri myndarinnar gefið framhaldslíf í þeirri nýju. Með því að viðurkenna mátt og virkni fantasíunnar á eigið líf og breyta úrvinnslu sinni á henni, finnur Hildur sinn innri styrk og stuðlar þannig að auknu sjálfstæði sínu og hamingju. „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.