Spássían - 2013, Page 20

Spássían - 2013, Page 20
20 séu of flegin í leiknum og er því strax breytt. Forræði Hildar yfir eigin líkama er þannig styrkt í gegnum spunann auk þess sem hún myndar ný sambönd byggð á jafnréttisgrundvelli. Í gegnum leikina stígur hún fleiri skref í eigin þroska því hún lærir að vinna fantasíuna inn í daglegt líf án þess að vera ofurseld firringu hennar. Í stað þess að reyna að nota fantasíuna til þess að fegra fjötrað líf sitt, líkt og hún gerði áður en hún þurfti að standa á eigin fótum, eignast fantasían sitt eigið skilgreinda rými í gegnum spunaspilin. Fantasían er þannig upphafin og sett á stall, og gefið umfangsmikið en vel skilgreint rými. Í gegnum nördamenninguna finnur Hildur sjálfa sig og endurskilgreinir þá þætti lífs síns sem iðkaðir voru í einrúmi baðferða. Með því að viðurkenna mátt og virkni fantasíunnar á eigið líf og breyta úrvinnslu sinni á henni, finnur Hildur sinn innri styrk og stuðlar þannig að auknu sjálfstæði sínu og hamingju. Ákveðin vandkvæði má þó greina, í lok myndar er Hildur farin að slá sér upp með Degi, leiknum af Snorra Engilbertssyni. Þrátt fyrir að hún kynnist honum á forsendum vináttu og jafnréttis verður ekki litið framhjá því hvernig fantasía ástarsögunnar markar samband þeirra. Sem dæmi má nefna að Dagur kemur henni til bjargar á hvítum hesti þegar Jolli rænir henni og að hann leigir Hildi risíbúð í húsinu þar sem hann býr en hún leggur mikla áherslu á að fá að greiða húsaleigu. Hvort það er meðvitaður leikur með minni ævintýranna að hafa Hildi í táknrænum turni fyrir ofan hinn góðhjartaða Dag eða dæmigerður póstfemínískur gjörningur þar sem sjálfstæði konunnar er mælt í getu hennar til þess að greiða fyrir neyslu og húsaskjól, verður að liggja milli hluta. Frásögnin í Romancing the Stone er felld að söguheimi Astrópíu og fantasíu fyrri myndarinnar gefið framhaldslíf í þeirri nýju. Með því að viðurkenna mátt og virkni fantasíunnar á eigið líf og breyta úrvinnslu sinni á henni, finnur Hildur sinn innri styrk og stuðlar þannig að auknu sjálfstæði sínu og hamingju. „

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.