Spássían - 2013, Blaðsíða 39

Spássían - 2013, Blaðsíða 39
39 Fundum þeirra tveggja fjölgar og það hitnar sífellt meira í kolunum og í lok hvers fundar fær Patrice að launum hráan, óslípaðan demant. Hann skiptir demöntunum fyrir reiðufé hjá skartgripasala og fær dágóða summu að launum og virðist lítið kippa sér upp við að Mirabelle skuli bera í hann demanta (103). Eiginmaður Mirabelle er einkennilega meðvitundarlaus um samband konu sinnar og vikapiltsins og þau verða sífellt djarfari í leikjum sínum. Samfarasenurnar eru vissulega fleiri en í hefðbundnum ástarsögum en þær eru - eins og demantarnir - ansi óslípaðar, þrátt fyrir tilraunir höfundar til skáldlegra tilþrifa eins og sjá má undir lok þessarar senu: Ég þurfti ekki hvatningar við og reið henni harkalega þar til hún fékk fullnægingu. Kipptist til og öskraði eins og hún væri ein í veröldinni. Ég gerði slíkt hið sama en rétt áður en ég fékk’ða tók ég typpið út og runkaði mér yfir henni og sprautaði yfir magann á henni. Hún lyfti höfðinu til að fylgjast með og ég sá tunglið speglast í augum hennar (362). Undir lok sögu virðast svo öll sund vera lokuð: Sambandið við Mirabelle virðist hafa verið ein svikamylla og fyrrverandi eiginkona Patrice fullyrðir að dóttir þeirra sé ekki raunveruleg dóttir Patrice. Uppfullur af sorg og sút lufsast hann í skólann en þar bíður engin önnur en Mirabelle, eins og frelsandi engill á eldrauðum sportbíl. Hún býður Patrice sæti, lyftir pilsinu upp fyrir mið læri og brunar af stað. Þegar Patrice spyr hvert förinni sé heitið svarar hún: „Græna ljósið leiðir okkur á vit ævintýranna“ (393). Ljóst er að það er von á fleiri ástarleikjum - en líka ást því samband þeirra er, eftir allt saman, alls ekki eingöngu líkamlegt. „RAUNVERULEGAR“ FANTASÍUR ÍSLENSKRA KVENNA Eftir því sem segir í formála bókarinnar Fantasíur er þar að finna 51 af tæplega 200 fantasíum sem íslenskar konur sendu inn til birtingar og er með bókinni verið að „fagna kynferðislegum fantasíum kvenna og upphefja þær” (7). Allar sögurnar eru birtar undir nafnleynd, aðeins nafn ritstjórans, Hildar Sverrisdóttur, kemur fram á bókarkápu. Sögurnar eru stuttar og snúast fyrst og fremst um kynlífið, enda lítið rými fyrir djúpa persónusköpun eða flókna sögufléttu. Nokkrar sögurnar eru afskaplega spartanskar, sú á síðu 181 er til að mynda ekkert nema tvær gæsalappir og önnur saga er aðeins tvö orð: „Brad Pitt” (171). Flestar innihalda sögurnar aðeins tvær aðalpersónur, karl og konu, en í sumum er konurnar tvær, í öðrum tvær konur og einn karl. Vitanlega eru sögurnar misvel skrifaðar, misfrumlegar og misgrófar. Hér er ágætt dæmi um afskaplega pena fantasíu úr mjög stuttri sögu: … alltaf sama hugsunin sem kveikir neistann, alltaf sama byrjunin. Ég stend við vaskinn og er að vaska upp (ég er ekki með uppþvottahanska). Maðurinn minn kemur heim úr vinnunni en ég verð hans ekki vör. Hann fer hljóðlega úr jakkanum og gengur rólega að mér. Stendur fyrir aftan mig, án þess að segja neitt. Tekur utan um brjóst mín, kreistir þau og kyssir mig aftan á hálsinn (Fantasíur, 25). Aðrar sögur eru mun opinskárri og oft eru gerðar tilraunir með myndlíkingar, sem verður að viðurkennast að takast misvel: Ég hagræði mér og hann tekur á móti mér, aðskilur varirnar svo að ég get sökkt sköpum mínum upp í hann eins og ég sé að troða upp í hann safaríkum ávexti. Hann smjattar á mér, finnur sætt bragð löngunarinnar (Fantasíur, 12). Ávextir koma við sögu í fleiri fantasíum, til dæmis mjög opinskárri sögu um karl og konu sem njóta erótísks kvöldverðar saman. Þegar allt er komið á suðupunkt, svo vægt sé til orða tekið, neyðist maðurinn til að viðurkenna að það sé möguleiki að hann sé með klamidíu og geti ekki sængað hjá konunni, sem er orðin svo viðþolslaus að hún beinlínis ræðst á hann og „löngunin í leggöngunum“ (111) æpir á hana. Og þá. Og þá krýpur hann fyrir framan hana og réttir henni banana: Ég fæ rafstuð í heilann. Hann horfir yfirvegað á mig og án þess að segja orð setur hann smokk á bananann og réttir mér. Réttir mér lausn. Þetta er svo æsandi að ég tek strax við banananum úr hendi hans og sting honum að blautu leggangaopinu og nudda hann upp við bleytuna (Fantasíur, 111-112). En þetta er ekki búið. Áður en sögu lýkur hafa þau leikið sér með hindber og kampavín og má fullyrða að báðir aðilar stíga frá borði mettir og fullnægðir. Allar sögurnar í Fantasíum enda vel - með kynferðislegri fullnægju þeirra sem við sögu koma og að sama skapi enda erótísku skáldsögurnar einnig vel, en þó með öðrum hætti. Christian og Anastasía eru hamingjusamlega gift, netnjósnir hafa leitt það í ljós að allar líkur séu á að Gideon og Eva verði það einnig í lok þriðju bókarinnar, hið sama mun væntanlega eiga við um Cassie og Will í L.E.Y.N.D.-bókunum og vitaskuld bruna Mirabelle og Patrice út í sólarlagið á rauðum sportbíl. Það sem öllu skiptir, þegar allt kemur til alls, er ástin - ást karls og konu í gagnkynhneigðum heimi - og að þessu leyti eru hinar „nýju“ erótísku ástarsögur nýrrar aldar í engu öðruvísi en sögur Barböru Cartland, Danielle Steel, Noru Roberts eða annarra drottninga ástarsagnageirans. Eini munurinn er raunar sá að í nýju sögunum eru fleiri og opinskárri kynlífslýsingar en lesandi hefðbundinna ástarsagna á að venjast - og vissulega er óvanalega mörgum tólum beitt í sumum tilvikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.