Spássían - 2013, Blaðsíða 21
21
pphaf bókaflokksins má rekja til ársins
1977 þegar Henning Kure, sem þá var
teiknimyndasagnaritstjóri Interpresse, fékk
ungan teiknara, Peter Madsen, til að vinna að fyrirhugaðri
bókaröð um norrænu guðina. Auk þess fengu þeir
textahöfundana Hans Rancke-Madsen og síðar Per
Vadmand til liðs við sig. Frá og með sjöundu bókinni,
Ormen i dybet (1991), varð Kure hins vegar aðalhöfundur
sagnanna. Madsen var eftir sem áður eini teiknarinn og
bókaflokkurinn er oft kenndur við hann.
Árið 1978 birtist sköpunarverk þeirra fyrst á prenti,
sem framhaldsteiknimyndasaga í Billedbladet og ári síðar
kom fyrsta bókin, Úlfurinn bundinn (Ulven er løs), út. Á
næstu þrjátíu árum komu út fjórtán bækur til viðbótar
um guðina og ævintýri þeirra og hafa þær hlotið margar
viðurkenningar og alls verið þýddar á ellefu tungumál. Að
auki var gerð teiknimynd í fullri lengd sem bar einfaldlega
Eftir Kolfinnu Jónatansdóttur
GOÐSÖGUR OG GOÐSÖGULEGT
EFNI HAFA OFT OG TÍÐUM VERIÐ
LISTAMÖNNUM INNBLÁSTUR
OG ALLS KYNS SKÖPUNARVERK
HAFA ORÐIÐ TIL ÚR GOÐSÖGUM, SVO
SEM BÓKMENNTAVERK, KVIKMYNDIR
OG MYNDLISTAVERK. Í ÞESSARI
GREIN VERÐUR FJALLAÐ UM DÖNSKU
TEIKNIMYNDASÖGURÖÐINA VALHALLA
EÐA GOÐHEIMA, EINS OG HÚN HEITIR
Í ÍSLENSKRI ÞÝÐINGU, OG HVERNIG
HÖFUNDAR HENNAR HAFA NÝTT SÉR
EFNI ÚR NORRÆNNI GOÐAFRÆÐI SÉR TIL
INNBLÁSTURS OG ÖÐRUM TIL YNDISAUKA.
U
goð, menn og
myndasögur