Spássían - 2013, Blaðsíða 57

Spássían - 2013, Blaðsíða 57
57 andalín og Mundi í Leynilundi er önnur bókin um vinina Randalín og Munda. Í þetta sinn fara börnin í nokkurra daga pössun til Adams og Þrastar, sem eru vinir pabba Randalínar og búa fyrir utan borgina í gömlum sumarbústað sem kallast Leynilundur. Margt í Leynilundi er ólíkt daglegu lífi barnanna í miðborg Reykjavíkur, þar er matjurtagarður og mögulegt að veiða í vatninu. Sturtan er úti, hægt er að klifra í kaðalstiga utan á húsinu og liggja í hengirúmi í garðinum. Einnig kynnast þau sérkennilegu fólki sem býr í nágrenninu. Sagan er hversdagsævintýri sem snýst að mestu um að rekja upplifanir barnanna í nýju umhverfi og viðbrögð þeirra við þeim.  Sagan er sögð út frá sjónarhóli Randalínar og Munda. Randalín er skemmtilega þenkjandi og uppátækjasöm stúlka, skrifar dagbókina sína fyrirfram, kaupir minjagripi frá stöðum sem hún hefur aldrei komið á og segir það sem henni dettur í hug. Mundi verður hálflitlaus og hikandi í samanburði við hana. Af fullorðna fólkinu fá gestgjafarnir Adam og Þröstur mest pláss. Þeir eru eins og oft hendir fullorðið fólk í barnabókum fremur einvíðir, og hlutverk þeirra felst aðallega í því að leiða börnin áfram um þennan nýja heim og svara spurningum.  Það var lengi vel algengt þema í íslenskum barnabókum að borgarbörn væru send í sveit og lærðu þar um aðra lifnaðarhætti en þau voru vön. Sveitalífið var oft upphafið í þeim bókum og borgarlífinu fremra. Þrátt fyrir að Leynilundur sé ekki hefðbundin sveit má finna vissan samhljóm með lýsingunum. Auk þess kemur margt þeim Randalín og Munda nýstárlega fyrir sjónir og dvölin verður þeim lærdómsrík líkt og borgarbörnum fortíðarinnar.  Sagan er vel skrifuð og áferðarfalleg. Höfundur lýsir mörgu í Leynilundi á skemmtilegan hátt og margbreytileiki persónanna og sögusviðið lofa góðu, en það hefði mátt nýta það mun betur. Úrvinnsla á hugsanlegum spennuþáttum, svo sem afdrifum strokufangans og kristalskúlunni, er einnig fremur endaslepp.  Bókin er fallega myndskreytt og falla einfaldar myndirnar vel að sögunni. Þær bæta við frásögnina án þess að yfirgnæfa hana. Faldar og skart er falleg bók þar sem saman hefur verið safnað miklum fróðleik og upplýsingum um áhugaverðan þátt í sögu okkar, sögu íslenska faldbúningsins, ekki síst í formi ljósmynda, teikninga og málverka. Þetta myndefni er vel framsett og bætir miklu við textann, sem er fullur af alls konar fróðleik og nokkuð skemmtilegur aflestrar en ekki nógu markvisst uppbyggður til að gefa heildstætt yfirlit um sögu íslenska faldbúningsins. Útkoman verður frekar samansafn merkilegra heimilda, til dæmis fjölda lýsinga á þjóðbúningum úr ferðasögum útlendinga af Íslandi, sem gaman er að fletta í og skoða og gæti nýst framtíðar fræðimönnum í frekari rannsóknum á þessu sviði. Það er ekki síst hið stórmerkilega höfuðfat, faldurinn, sem íslenskar konur báru bæði hversdags og spari um aldalangt skeið sem vekur athygli og furðu, og við lesturinn vaknar sú spurning hvers vegna í ósköpunum það taldist eðlilegt og óhjákvæmilegt að bera slíka strýtu á höfðinu alla daga og hylja með henni hár sitt algjörlega. Þeirri spurningu er því miður ekki svarað í þessari bók, ef til vill vegna þess að hún liggur einfaldlega ekki á lausu. Eftir situr að faldbúningurinn er hluti af stórmerkilegri sögu íslenskra kvenna sem sjaldan er dregin fram í dagsljósið á jafn veglegan hátt og hér er gert. Eftir Kolfinnu Jónatansdóttur Þórdís Gísladóttir. Randalín og Mundi í Leynilundi. Þórarinn M. Baldursson myndskreytti. Bjartur. 2013. Eftir Auði Aðalsteinsdóttur Sigrún Helgadóttir. Faldar og skart. Faldbúningurinn og aðrir íslenskir þjóðbúningar. Heimilisiðnaðarfélagið og Opna. 2013. hversdags- ævintýri í sveitinni merkilegar heimildir um klæðaburð R F
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.