Spássían - 2013, Blaðsíða 62

Spássían - 2013, Blaðsíða 62
62 segja safnað saman á fornöld og þau gefin út í níu bindum, sem þó hafa að mestu glatast. Papýrus handrit með verkum hennar fundust í Egyptalandi á nítjándu öld og þar með eru til yfir 600 ljóðlínur frá Saffó, þó það sé bara brot af heildarverkum hennar. Saffó var ekki eina konan sem samdi ljóð á hinum klassísku tímum, hún er ekki einhver undraverð undantekning heldur frekar dæmi um það hvernig sagan hefur nálgast konur; ein sem þykir standa uppúr er valin og restin hunsuð. Ljóðskáldin og nöfnurnar Sulpicia I og Sulpicia II voru til dæmis Forn-Rómverjar og sömdu um ást, þó á ólíkum forsendum. Sulpicia I samdi ástarljóð til elskhuga síns og Sulpicia II erótísk ljóð um hjónaást. Það tók þó fræðimenn langan tíma að viðurkenna þær sem höfunda verka sinna, ýmist þóttu ljóðin of djörf til að vera ort af konum eða of vel skrifuð. Þetta eru rök sem eru oft notuð á nútímaskáldkonur til að gera lítið úr afrekum þeirra, eins og Joanna Russ sýnir fram á í bók sinni How To Suppress Women‘s Writing (1983). Þar segir Joanna að þegar skáldkonur dirfist að fjalla um efni sem talið er fara út fyrir svið þess sem þykir kvenlegt og við hæfi kvenmanna sé tilhneiging til þess að afneita höfundinum eða reyna að gera lítið úr efninu og höfundinum: Ástæður fyrir höfnuninni eru margar; venjur, leti, traustið sem lagt er á söguna eða aðferðafræði sem er þegar spillt, fáfræði (sem auðveldast er að afsaka), óttinn við að hrófla við þægindunum sem fylgja fáfræðinni (sem er ekki eins auðvelt að afsaka), [...] þægindin sem fylgja því að halda sig innan klúbbs sem samþykkir bara hvíta karlmenn, sama hverjir gallarnir eru, og stundum er það hið skýra viðhorf að ef utanaðkomandi er hleypt inn í klúbbinn [...] truflar það hið óbreytta ástand sem heldur téðum klúbbi gangandi.5 HRÓÐSVÍTA Frá tímum Forn-Grikkja færum við okkur yfir til miðalda en þar er um auðugri garð að gresja. Strax á 10. öld var uppi nunna sem hét Hrotsvitha frá Gandersheimi (en í námskeiðinu Latneskar miðaldabókmenntir við Háskóla Íslands leyfðum við okkur að þýða nafnið hennar sem Hróðsvíta og held ég mig við það). Þau verk hennar sem hafa varðveist samanstanda af átta helgisögum, sex leikritum, stuttu ljóði og tveimur söguljóðum (sem eru sama bókmenntagrein og Hómerskviður teljast til). Hún er fyrsta kristilega leikskáldið, og þar með einnig fyrsta konan sem samið hefur leikrit, auk þess að vera fyrsta skáldið af saxneskum uppruna. Fyrir utan þetta allt saman var hún ansi gott skáld. Þessi upptalning á afrekum Hróðsvítu virkar samt sem afsökun til þess að hleypa henni í klúbbinn góða sem Joanna Russ nefnir hér að ofan. Þessi ofuráhersla á að konur þurfi að afreka eitthvað stórkostlegt, umfram það að vera góð skáld, er þreytandi og gerir lítið úr getu skáldkvenna. Jafnan heyrast þær gagnrýnisraddir að ekki eigi að hampa konu sem semur, fyrir þær sakir einar að hún hafi skrifað eitthvað, en það eru forréttindi sem hvítir karlkyns rithöfundar hafa notið um áratugaskeið. Kannski er kominn tími til að setja meiri kröfur á þann hóp, og jafnframt líta um öxl. Mætti kannski grisja mesta forréttindahópinn til þess að koma að hæfileikaríkum skáldum úr minnihlutahópum, til dæmis þeim sem eru kvenkyns, með annan hörundslit eða kynhneigð? En víkjum nú aftur að skáldinu Hróðsvítu, sem setti verk sín upp á mjög úthugsaðan hátt, og lét kyn persónanna kallast á í gegnum verkin. Karlmenn eru drifhjól helgisagnanna á meðan leikritin snúast um konur. Þemu verkanna eru fjölbreytt, nokkur fjalla um fall aðalpersónanna og trúskipti í kjölfarið, nokkur um píslarvætti dýrlinga og einnig kemur til guðlegt réttlæti þar sem illmennum er refsað að ofan og hinir hjartahreinu verðlaunaðir. Hróðsvíta gerir ekki upp á milli kynja þegar hún fjallar um mannlega bresti, eins og Kathrina Wilson bendir á í inngangi að þýðingu sinni á Hróðsvítu, en þar er fall karlmanna jafnan falið í því að þeir selja sál sína djöflinum, á meðan konur selja líkama sinn karlmönnum.6 HRÓÐSVÍTA Fyrsta kristilega leikskáldið, fyrsta konan sem samið hefur leikrit og fyrsta skáldið af saxneskum uppruna. Mætti kannski grisja mesta forréttindahópinn til þess að koma að hæfileikaríkum skáldum úr minnihlutahópum, til dæmis þeim sem eru kvenkyns, með annan hörundslit eða kynhneigð? „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.