Spássían - 2013, Page 18

Spássían - 2013, Page 18
18 upphafsatriði myndarinnar sést glæsipían Hildur, sem leikin er af Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, sitja varnarlaus í húsi í villta vestrinu og bíða elskhuga síns, sem leikinn er af Davíð Þór Jónssyni. Skyndilega brýst glæpamaður inn til hennar og ætlar að nema hana á brott en í sömu andrá kemur unnustinn henni til bjargar. Atriðið er skopstæling rómantískrar fantasíu ástarsagna en í raunveruleikanum liggur Hildur í nútímalegu baðkari og les bókina sem hún staðsetur sjálfa sig og fantasíuna í. Atriðið er einnig gott dæmi um marglaga framsetningu fantasíunnar í Astrópíu. Auk þess að draga fram hið ímyndaða sem grundvallarþátt á áhugasviði Hildar þá vísar atriðið til kvikmyndarinnar Romancing the Stone frá árinu 1984 - en í henni er einnig unnið meðvitað með rómantísku fantasíuna. Þar sjá áhorfendur ástarsagnahöfundinn Joan Wilder (Kathleen Turner) í sams konar atriði lifa sig inn í bók sem hún er sjálf að skrifa, en henni er einnig bjargað af elskhuga á ögurstundu. Tengslin milli myndanna tveggja eru styrkt enn frekar þegar Hildur nefnir Joan Wilder sem einn þeirra höfunda sem hún lesi hvað mest. Frásögnin í Romancing the Stone er þannig felld að söguheimi Astrópíu og fantasíu fyrri myndarinnar gefið framhaldslíf í þeirri nýju. LJÚFT ER AÐ LÁTA SIG DREYMA KVIKMYNDIN ASTRÓPÍA Í LEIKSTJÓRN GUNNARS B. GUÐMUNDSSONAR VAR FRUMSÝND ÁRIÐ 2007. Í MYNDINNI MÁ GREINA ÁHUGAVERÐAN SAMSLÁTT FANTASÍUNNAR VIÐ SJÁLFA SIG - EN HÚN ER BÆÐI VIÐFANGSEFNI SÖGUÞRÁÐAR OG ÞEMATÍSKT EINKENNI Á FRÁSÖGNINNI. Í Eftir Helgu Þóreyju Jónsdóttur Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir í hlutverki sínu í Astrópíu AF KVENFRELSI, NÖRDISMA OG FANTASÍU Í ASTRÓPÍU

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.