Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Blaðsíða 9
Valgerður Á. Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi Karl Steinar Valsson yfirmaður mið- lægrar rann- sóknardeildar lögreglunnar Þá hafi eftirspurn eftir am- fetamíni stóraukist og verðið snarhækkað. Verð á grasi hafi staðið í stað. Neysla á amfeta- míni og rítalíni hefur að hans sögn stóraukist og segir hann að „veikustu fíklarnir hafi mikið leitað í rítalínið“. Hann segir veikustu fíklana „redda sér einhverjum fráhvarfs- lyfjum eða bensó-lyfjum, en eru annars bara svakalega veik. Það er það sem þau fara í, þau sem eru háð kóki,“ en bensó-lyf eru róandi lyf. Hann segir kókaín „rosa- lega vinsælt“ meðal allra hópa samfélagsins, rétt eins og gras. „Allar stéttir þjóð- félagsins nota kókaín, allt frá útigangsmönnum upp í stjórn- málamenn. Háttsett fólk í at- vinnulífinu notar það mjög reglulega.“ Hann segist ekki hafa orðið var við meiri hörku í inn heimtu. „En það er meiri harka núna á meðal fíkla, þar sem þeir eru að ræna og svíkja hver annan fyrir það sem er til.“ Enginn lens Annar söluaðili innan fíkni- efnaheimsins segir í samtali við DV að nóg sé til af kóka- íni á landinu. Hækkun verðs sé tilkomin vegna þess að: „menn eru að nýta sér ástand- ið og gera það þangað til menn koma að þolmörkum. Menn sem voru tómir eru allt í einu komnir með nóg aftur. Ástandið er ekki eins slæmt og fólk heldur fram. Á annarri viku eftir sam komu- bann voru menn að tala um að allt væri tómt. Auðvitað verður ekki allt tómt á ann- arri viku. Menn eiga kannski ekki mikið, en ég veit að það er enginn lens. Þessi mark- aður hreinsar sig eins og allt annað.“ Mest af góða kókinu búið Þriðji aðili innan fíkniefna- heimsins sem DV ræddi við segir hina svokölluðu „smá- sala“ helst finna fyrir ástand- inu. Mest af „góða“ kókaíninu sé búið. Á hann þar við hreint kókaín. Fjórði aðilinn sem DV ræddi við, sem tengst hefur undir- heimunum í fjölda ára, segir stöðuna á markaðnum í dag vera misjafna. „Það fer eftir hver þú ert og hvern þú þekk- ir. Það er minna um kókaín í dag en var fyrir veiru. En samt alveg nóg til að menn haldi sínum tekjum gangandi enn sem komið er. Í dag eru að koma mun stærri sending- ar en bara fyrir fimm árum árum síðan og flestallt kemur sjóleiðina. Leifsstöð er fyrir amatöra sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessu eða menn sem hafa ekki efni á að gera þetta vel og almennilega.“ Hann segir að það muni ekki verða skortur á amfeta- míni eða grasi á landinu, þar sem það sé framleitt hérna. „Framleiðsla á amfeta- míni á sennilega bara eftir að aukast þegar kókið mun verða dýrara. En þar sem þetta kemur mest sjóleiðina þá efast ég um að það muni verða einhver svaka skortur á þessu hérna. Eftirspurnin er búin að aukast þar sem fleiri eru orðnir atvinnulausir og þar með auðveldara að fara í dag- neyslu en ella.“ Langflestir í blandaðri neyslu Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segist ekki hafa orðið vör við miklar breytingar hvað varðar inn- lagnir eða neyslumynstur, en bendir á að meðferðarstarfið á Vogi hafi raskast mikið undanfarnar vikur vegna fjarlægðartakmarkana og samkomubanns. Það sé því möguleiki á öðru landslagi þegar fram líða stundir. „En þeir sem hafa verið að koma til okkar hafa verið að tala um skort á stuðningi og meiri einangrun en áður, allar þessar breytingar sem hafa verið í gangi. En ég hrædd um að við eigum eftir að sjá afleiðingar af atvinnuleysi seinna meir, þegar uppsagn- arfresturinn rennur út eftir nokkra mánuði.“ Hún segir að langflestir sem leita á Vog séu í blandaðri neyslu, það er að segja, bæði á áfengi og öðrum vímuefnum. Hún segir umræðuna um skort helst litaðan af því að það sé ákveðinn, lítill hópur, sem hefur það verra en áður. „En það á ekki við um flesta sem eru í neyslu. Þeir sem eru að drekka og neyta áfengis í miklum mæli virðast hafa alveg nóg af efnum. Það er ekki skortur, eins og lögregl- an hefur tekið fram. Það eru engar breytingar á tölum sem fólk segist borga fyrir lyfin. Það kemur ekki endilega fram í heildartölum þó að einhver einn afmarkaður hópur hafi versnað. Þessi hópur er háður ákveðnu framboði, það eru ákveðnir einstaklingar sem hafa það verra út af þessu. Það er mikilvægt að hafa puttann á púlsinum næstu mánuðina.“ Aðeins lítill hluti notast við flugið „Ef þú ert söluaðili þá er auð- vitað voða fínt að geta sagt að það sé skortur, og kýla upp markaðsverðið,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar, í samtali við DV. FRÉTTIR 9DV 22. MAÍ 2020 Eftirspurnin er búin að aukast þar sem fleiri eru orðnir atvinnulausir og þar með auðveldara að fara í dagneyslu en ella. „En við höfum ekki beint verið að sjá þetta og Vogur er að segja það sama. Þeir sem eru að koma inn á Vog eru ekki að tala á þessum nótum. Það hafa verið að koma tíma- bil þar sem eitthvað er um skort, helst þá skort á kóka- íni, en það er ekki langvar- andi. Það hefur aldrei verið viðvarandi ástand. Menn fara þá að framleiða amfetamín í staðinn, þó að það sé kannski ekki fyrir minnstu neyslu- hópana,“ segir hann. „Þeir sem eru að notfæra sér skemmtanahaldið til að ná sér í efni eins og kókaín, sem er hluti af neyslumódelinu, það getur vel verið að þeir eigi ekki kost á því núna þeg- ar skemmtistaðir hafa verið lokaðir. Það er kannski hægt að tala um skort á efnum að því leyti. Það þýðir ekki að það sé skortur á efnum almennt. Það er aðgengis- skorturinn sem hefur breyst. Þeir sem eru í stöðugri neyslu á til dæmis kókaíni eru nátt- úrulega með sína tengiliði, tengiliði sem hafa leiðir til að útvega efni,“ segir Karl Steinar jafnframt. Hann bendir á að síðasta ár hafi verið óvenjulegt að því leyti að þá komu upp óvenju mörg mál á Keflavíkurflug- velli, þar sem verið var að smygla inn miklu magni í einu. „Venjulega eru burðardýr að koma inn með nokkur hundruð grömm en á seinasta ári komu upp nokkur mál á Keflavíkurflugvelli þar sem einstaklingar voru að flytja inn efnin í kílóatali.“ Karl Steinar segir stærstu birgjana nota sjóleiðina til að koma efnum til landsins. Það sé aðeins „að hluta til“ sem efni komi inn til landsins með flugi, það er að segja, með burðardýrum. Mörg stærstu smyglmál síðustu ára hafa tengst komu Norrænu. Hann segir 90 prósent af öllum efnum sem fara milli Suður- Ameríku og Evrópu fara sjó- leiðina. „Þeir sem eru mest í inn- flutningi á fíkniefnum og eiga mesta magnið, eru að nota aðrar leiðir heldur en flugið. Flugið er yfirleitt reddingar. Þeir sem eru með magninn- flutninginn, þeir halda áfram að nota sömu leiðir og áður. Þannig að flugið er ekki að hafa stórvægileg áhrif á þá. Þetta er einnig að koma fram í nýjustu skýrslum Europol. Yfirleitt er sjóleiðin grund- völlur að öllu. Tækifærin til að fela efnin eru miklu meiri en í flugi,“ segir Karl Steinar jafnframt, en hann vill þó ekki svara því hvort eftirlit sé meira með skipunum nú en áður. „Það er bara sama og áður, það er mikil samvinna á milli lögreglu og tollyfir- valda. Það er okkar hlutverk að gera það sem við getum til að stöðva innflutning.“ n MYND/EYÞÓR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.