Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Blaðsíða 21
Nánari upplýsingar má nálgast á jensenbjarnason.is Ármúli 31, 108 Reykjavík Sími: 588-7332 Tölvupóstfang: i-t@i-t.is Opið alla virka daga frá 9–18. Lokað á laugardögum í sumar. INNRÉTTINGAR OG TÆKI ERU MEÐ LAUSNIRNAR FYRIR SUMARHÚSIÐ Sumarbústaðir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Furan var áberandi í húsasmíð- inni á tímabili en fær nú að víkja fyrir nýtískulegri efnum, svo sem steypu og gleri. Litapallettan hefur sömuleiðis breyst og víkur nú krómið og hvíti liturinn fyrir möttum, gráum og svörtum litatónum. „Tískan í hreinlætistækjum er virkilega spennandi í dag, hvort sem á við sumarhús eða bara heimili almennt. Litir eru að koma sterkar inn og fjöl- breytnin er mikil,“ segir Íris Jensen, sem rekur fyrirtækið með eiginmanni sínum, Grétari Þór Grétarssyni. Sérvöruverslunin Innréttingar og tæki byggir á eldri grunni, frá því þegar umboðs- og heildsöluversl- unin Jensen, Bjarnason & Co var stofnuð árið 1945. „Frá árinu 1993 höfum við sérhæft okkur í sérvörum, smáhlutum, innréttingum og hrein- lætistækjum fyrir baðherbergið frá Spáni og Ítalíu. Þá seljum við mikið til einstaklinga og iðnaðarmanna sem og fyrirtækja og stofnana, enda er vöruúrvalið afar breitt og við erum með umboð fyrir ýmis spennandi merki. Þá eigum við meðal annars frábært úrval af bæði innréttingum og hreinlætistækjum fyrir sumar- húsaeigendur.“ Vinsælir sturtuklefar Innréttingar og tæki er með fjölda hentugra sturtuklefa fyrir sumar- húsið. „Við byrjuðum að flytja inn glæsilega matta, svarta sturtuklefa í desember í fyrra sem seldust upp á einni viku hjá okkur. Þessi týpa hefur verið mjög vinsæl í bæði Sví- þjóð og Noregi. Nú er von á stórri sendingu hjá okkur af þessum fal- legu sturtuklefum. Einnig eigum við gott úrval af öðrum sturtuklefum á breiðu verðbili sem henta sérlega vel í sumarbústaði af öllum stærðum og gerðum.“ Spænskir gæðasturtubotnar Vinsældir Gala sturtubotnanna frá Innréttingum og tækjum fara hvergi þverrandi. „Þetta er virkilega flott og stílhrein lausn fyrir þá sem hafa úr aðeins meira plássi að moða. Um er að ræða sterkbyggða og endingar- góða sturtubotna úr granít/stonex/ resin-efni. Botnarnir koma í fimmtán litum og eru sérstaklega gerðir fyrir opnar sturtur sem hægt er að ganga inn í. Botnarnir eru afar einfaldir og þægilegir í uppsetningu og koma til- búnir í einu stykki með innbyggðum halla. Þá er til dæmis sérlega einfalt að setja þá upp á trégólfi sem prýðir margan bústaðinn. Engin þörf er heldur á fúgu þar sem engar flísar eru, sem einfaldar öll þrif til muna. Botnarnir eru þaktir stamri gelkvoðu sem gerir þá að stöðugu undirlagi fyrir fólk að ganga á og athafna sig. Þá eigum við líka mikið úrval af glerveggjum í ýmsum stærðum og gerðum, sem passa með sturtubotn- unum góðu. Við erum til dæmis með fasta glerveggi með lausum væng fyrir minni rými svo þau nýtist til fullnustu.“ Forláta handklæðaofnar sem prýða Undanfarin ár hafa dúkkað upp skemmtilegar nýjungar í hönnun baðherbergja og er verslunin Innrétt- ingar og tæki ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að spennandi og fallegum baðherbergislausnum. „Við eigum til að mynda mikið úrval af flottum handklæðaofnum sem ganga fyrir rafmagni og henta sér- staklega vel í sumarhús á landi þar sem heitavatnsrennsli er af skornum skammti. Þeir fást í öllum litum af Ral litakortinu, allt frá látlausum gráum eða króm upp í appelsínugulan og jafnvel bleikan.“ n Íris Jensen tók við rekstri fyrirtækisins ásamt eiginmanni sínum árið 2014. MYND/VALLI Mattur og svartur sturtuklefi er flott viðbót í sumarbústaðinn. Litskrúðugir handklæðaofnar, skemmtilegir í sumarbústaðinn. Gala sturtubotnarnir eru vinsælir. SUMARHÚS KYNNING SÉRBLAÐ 3 DV 22. MAÍ 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.