Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Blaðsíða 2
Þið eruð bölvaðir plebbar! Hvað er að frétta?“ hugs-aði Svarthöfði í síðustu viku þegar Ekki-Júró- gleðin svonefnda hófst á RÚV. Hvers konar gúrkutíð er í gangi í samfélaginu okkar þegar við erum farin að halda upp á að það sé ekki Eurovis- ion-keppni? Þarna fékk þjóðin að kjósa um hvaða lag hefði fengið 12 stig frá Íslandi, hefði Euro- vision-keppnin verið haldin, og að sjálfsögðu var rukkað fyrir hvert atkvæði. Þetta hlýtur að vera nýtt met í plebbaskap. Til að kóróna þetta allt grenjuðu landsmenn sig svo í svefn, því Daði okkar og Gagnamagnið unnu viðlíka plebbakeppni á öðrum Norð- urlöndum. Um ókomna tíð verður 2020 minnst sem ársins þar sem Ís- land hefði átt að vinna Euro- vision. Enginn mun sannfæra okkur um neitt annað. Ætli RÚV fari að gera þetta með fleiri hluti? „Hringdu inn þitt atkvæði til að kjósa um hvern þú hefðir kosið ef það væru Alþingiskosningar í dag.“ „Hringdu inn þitt at- kvæði um hver hefði átt að fara heim í nýjasta þættinum af Bachelor.“ „Hringdu inn þitt atkvæði ef þú vilt styrkja ríkisrekinn fjölmiðil um 150 krónur af því bara.“ Svart- höfði gæti vel hugsað sér að eigna sér álíka gullgæs: „Hringdu inn þitt atkvæði um hvaða skyndibita Svarthöfði ætti að fá sér, ef hann væri svangur.“ Annar plebbaskapur var biðröðin fyrir utan sundlaug- arnar þegar klukkan sló mið- nætti þann 18. maí. Frábær hugmynd, Íslendingar. Troðið ykkur í smithættu í þéttri bið- röð til að troða ykkur saman í sameiginlegar sturtur og sameiginlegt sýklabað. Eru til lyf við svona vit- leysu? Það getur ekki verið svona nauðsynlegt að fara í sund, að fórna megi þar heilsu samfélagsins fyrir að liggja í klórmettuðu bleyti í hálftíma, er fólk ekki almennt með bað- kar eða sturtu heima hjá sér? Það er eina skýringin sem Svarthöfði gæti sætt sig við, ef þessir plebbar í sundröð- inni höfðu beðið í tvo mánuði eftir alþrifum. Svo verða líkamsræktar- stöðvarnar opnaðar eftir helgi og Svarthöfði getur rétt ímyndað sér maníuna sem mun eiga sér stað þar. Sem er sjúklega fyndið því áður en samkomu bannið var hert í það form sem það hefur verið undanfarið var árið bara rétt byrjað. Þá mátti varla sjá hræðu í ræktinni því allir voru að tapa sér úr hræðslu. Núna hins vegar, í nánast sambærilegu samkomubanni, því það er jú enn samkomu- bann, þá eru allir bara svo sjúklega graðir í gamla lífið sitt að þeir eru tilbúnir að nánast hanga á hestbaki á næsta manni í þéttri röð til að lyfta lóðum upp úr svita annarra. Getum við ekki bara fokkin tjillað og haldið áfram að hamast með ketilbjöllurnar og jógadýnurnar sem við hömstruðum hérna í upphafi samkomubannsins, aðeins lengur? Svona áður en við dröslum þeim í Góða hirðinn og höldum áfram að slefa í hnakkann á næsta manni. Ekki vera plebbi! n SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Nálægðin við aftökusveitina D V birtir oft umdeildar fréttir. Það er hluti af starfi okkar. Að gelta þegar grunsamleg lykt berst. Kalla til at- hygli og athugunar. Við slíkar fréttir logar oft athugasemdakerfið. Oft svo að ritstjórnin lokar fyrir komm- entakerfið, til að koma í veg fyrir ómálefnalegar og níðandi athugasemdir. Það er magnað að fylgjast með sýrunni sem vellur upp úr fólki á kostnað annarra. Eins og það gleymist að það er frekar líklegt að sá sem hatursorðræðan beinist gegn lesi hana. Vegalengdirnar eru engar á veraldarvefnum. Eitt klikk og sjálfsmyndin getur mölv ast við lestur athugasemda, sé fólk ekki með breitt bak eða undirbúið undir árás. Samfélagsmiðlarnir eru annað dæmi um þessa ná- lægð. Ég man þegar ég sá komment við mynd af mér á Facebook, en undir henni stóð: „Oj. Mér finnst hún alltaf svo skrítin. Er hún kynskiptingur?“ Ég starði lengi á athugasemdina. Það toguðust alls konar tilfinningar á í mér. Er ég oj? Skrítin, já. Kynskiptingur, nei. Og af hverju er kynskiptingur niðrandi? Ég lækaði athugasemdina til þess að minna höfundinn á að ég er líka með internet, þó að ég sé oj. Fyrir stuttu sá ég umræðu um mig þar sem spurt var: „Er hún ekki í fangelsi fyrir að kúga Sigmund Davíð?“ Ahh, elsku Ísland með hálfu sögurnar sínar. Það fer mjög mikill tími okkar blaðamanna í að elta hálf- sagðar sögur á borð við þessar, þar sem ég er kynskiptingur á leið í fangelsi fyrir að kúga ráð- herra. Fyrir nokkrum árum fékk ég svo símtal frá fjölmiðli þar sem mér var óskað til ham- ingju með að vera ólétt eftir þekkt an, giftan fjölmiðlamann. Það fannst mér fyndið. Eigin- maður minn hló mikið og sagðist skyldu ala barnið upp sem sitt eigið. En sjáðu til, að taka símtalið er svo þakk látt. Eðlilegt að spyrja, ef hugsanleg frétt er að baki. Það er þessi nálægð við aftökusveitina í gegnum sam félagsmiðla og athugasemdakerfi sem þarf að hafa í huga. Þegar síminn er ekki tekinn upp og málin rædd, heldur lyklaborðið hamrað með hálfsagðar sög- ur í fingrunum. Athugasemdakerfið er góð viðbót við fjölmiðil og þar á að geta blómstrað umræða, uppbyggileg og gagn rýnin. Skítkast er afþakkað. Skítadreifarar verða bann aðir með tilheyrandi „block“ aðferðum, sem gera þeim ókleift að taka þátt í athugasemdakerfinu. Gangi það ekki verður kerfinu lokað. Það er synd og skömm að fullorðið fólk geti ekki stillt sig um að fá opinberlega hatursuppköst. Aðgát skal höfði í nærveru sálar. n UPPÁHALDS ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Ruth Bergsdóttir, ruth@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing | DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. MYND/GETTY Svala Björgvinsdóttir tón- listarkona er um þessar mundir að klára EP-plötuna sína sem kemur út í sumar og er að undirbúa útgáfu og myndband fyrstu smáskíf- unnar af plötunni. „Þetta er í fysta sinn sem ég gef út frumsamið efni á íslensku, en ég hef alltaf samið áður á ensku.“ Hún deildi með DV fimm uppáhaldsveitingastöðunum sínum á Íslandi. 1 Austur-Indíafjelagið „Ég bara elska indverskan mat og þessi staður hefur alltaf verið í miklu uppháldi hjá mér. Ég hef borðað ind- verskan mat úti um allan heim og Austur-Indía nær alltaf að vera besti matur- inn. En á eftir að ferðast til Indlands og borða þar, býst við að þar sé besti indverski maturinn, lol. 2 Fabrikkan Ég verð að viðurkenna að mér finnst hamborgarar og franskar alltaf mega-gott. Stórir djúsí borgarar með frönskum og jarðarberja- sjeik er alveg draumur. Ég er með minn eigin hamborg- ara á Fabrikkunni sem heitir Svalan og hann er sjúllað góður þó svo ég segi sjálf frá. Fíla líka hvað maður fær matinn fljótt og starfsfólkið er dásamlegt. 3 Fjallkonan Mér finnst þessi staður æði, kósí og skemmtilegt vibe þarna og góður matur. Ég er mikil eftirréttakona og Fjall- konan er með svo girnilega og góða eftirétti. Elska að fara þarna með hópi af vin- konum og borða saman og hafa gaman saman. 4 Sushi Social Einfaldlega besta sushi á Íslandi! Ét alltaf yfir mig þegar ég fer þarna. 5 Tapas barinn Þessi staður hefur lengi verið í uppáhaldi, elska smá- rétti og finnst gaman að geta pantað alls konar mat saman, fisk og kjöt. Þessi staður er líka bara orðinn svo klass- ískur og mikill partur af matarmenningu á Íslandi.“ VEITINGASTAÐIR 2 22. MAÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.