Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Blaðsíða 38
26 FÓKUS 22. MAÍ 2020 DV
G rill mokseljast nú eins og loka eigi fyrir raf-magnið á landinu og
grill séu eina leiðin til að
tryggja afkomu þjóðarinnar,
sem er gott og blessað. Það
er nefnilega nánast allt betra
sé það grillað, hvort sem um
er að ræða pítsu eða fisk. En
ertu að grilla af snilld eða
bjóða upp á hrátt og brennt til
skiptis?
Þrífðu grillið með lauk
Hljómar of einfalt en er í raun
upphaf og endir alls. Skítugir
teinar með viðbrenndum tægj-
um á geta ýtt undir að það sem
þú ert að grilla brenni frekar
fast og það má auðveldlega
eyðileggja matinn með því
að reyna að grilla á teinum
sem eru ekki hreinir. Best er
að hita grillið, þrífa það með
grillbursta og jafnvel pensla
teinana með olíu ef þarf. Gott
er að skera lauk í sundur og
nudda sárinu ofan á teinana til
að undirbúa þá fyrir notkun.
Laukurinn skilur ekki eftir
sig neitt bragð. Þetta ráð hefur
verið sannreynt margoft og er
snilld, ef þú ert til dæmis í bú-
stað og ekki með grillbursta
eða aðrar græjur.
Silíkonmotta eða
net undir fisk
Klassískt drama er að grilla
fisk eða til dæmis kjúkling
með maríneringu sem kvikn-
ar í og grillast eða hreinlega
brennur að utan. Fiskurinn
á það til að detta í sundur
og verður hálfgerður við-
brenndur plokkari fyrir rest
hjá mörgum, með viðeigandi
sjálfsímyndarniðurbroti hjá
grillaranum. Sérgerðar grill-
mottur og net fást víða, til
dæmis í Húsasmiðjunni og
Byko, og gera lífið töluvert
auðveldara. Mottan fer svo
bara í uppþvottavélina – og
nei, það verður ekki minna
grillbragð af matnum þó að
hann sé grillaður á slíkri
mottu eða neti.
Rétt hitastig á hráefninu
Kjöt skal vera við stofuhita,
en fiskur tekinn beint úr kæli.
Sé kjöt tekið beint úr kæli er
það lengur að grillast og getur
tapað hluta safans við eldun.
Best er að láta stórar steikur
hvíla aðeins eftir grillun áður
en þær eru skornar, til að þær
tapi safanum síður.
Þrífið öll áhöld á milli
Það er ekki sjarmerandi að
bjóða fólki í mat og senda alla
heim með magaverk vegna
óþrifnaðar. Gætið þess að
þrífa alltaf tengur, bakka og
annað sem snertir hrátt kjöt,
áður en það er notað til að
meðhöndla eldað kjöt.
Kjöthitamælir
Algengustu mistökin við að
grilla, er að grillmeistarinn
sé alls enginn meistari og of-
eða vaneldi hráefnið. Til þess
að sleppa við slíkt drama og
vera ekki sífellt að skera í hrá-
efnið til að sjá hvort það sé til-
búið, er kjöthitamælir málið.
Hann auðveldar lífið og gefur
grillaranum færi á að fá sér
einn kaldan og njóta lífsins ör-
lítið meira. Það er fátt leiðin-
legra en að bjóða upp á hráan
kjúkling, eða bringu sem búið
er að skera tólf sinnum í til að
athuga miðjuna á. n
RÁÐIN SEM GERA ÞIG AÐ BETRI GRILLARA
BÆKURNAR Í BÚSTAÐINN
Hnýttu nú á þig svuntuna, settu
upp lesgleraugun og sláðu í gegn
með þessum einföldu ráðum.
Þorbjörg
Marinósdóttir
tobba@dv.is
Þetta þarftu að muna
Kjarnhiti hráefnis – fyrir kjöthitamæli
Nautakjöt – rautt | rare ..........................................................................................................................................55–60°C
Nautakjöt – meðalsteikt | medium ...................................................................................................60–65°C
Nautakjöt – gegnsteikt | well done ..................................................................................................65–68°C
Kjúklingur og kalkúnn – gegnsteiktur ...................................................................................................70°C
Svínakjöt – meðalsteikt | medium .................................................................................................................. 65°C
Svínakjöt – gegnsteikt | well done ................................................................................................................75°C
Lambakjöt – meðalsteikt | medium ................................................................................................................70°C
Þorskur – meðalsteiktur | medium ..................................................................................................................55°C
Lax – meðalsteiktur | medium ....................................................................................................................45–50°C
Laukur er snilld til að þrífa grillteina. MYND/TM
Eftir samkomubannsáhorfstryll-
inginn er ágætt að slökkva á sjón-
varpinu og taka sér bók í hönd.
Fyrir spennufíklana
Dimmuborgir
Höfundur:
Óttar Norðfjörð
B ó k m e n n t a -
rýnirinn Elmar
Arnarsson er
búinn að loka sig
af með kettinum sínum, stafla af
jólabókum og kaffi í lítravís þegar
honum berast óvænt nýjar upplýs-
ingar um andlát besta vinar síns, 25
árum fyrr. Elmar hefur alla tíð verið
sannfærður um að Felix hafi verið
myrtur og nú verður hann heltekinn
af því að komast að sannleikanum.
En leitin að morðingjanum á eftir
að snúa tilveru þessa hlédræga
manns gjörsamlega á hvolf.
F ó r n a r l a m b
2117: Deild Q #8
Höfundur: Jussi
Adler-Olsen
Í meira en ára-
tug hefur hinn
leyndardóms-
fulli Assad verið lykilmaður í Deild
Q og fátt getað komið honum úr
jafnvægi. En fréttamynd af látinni
flóttakonu á strönd Miðjarðarhafs-
ins vekur upp slíka fortíðardjöfla, að
Assad rambar skyndilega á barmi
taugaáfalls og þá reynist sam-
starfskonan Rose honum haukur í
horni. Í kjölfarið hefst þrettán daga
taugatrekkjandi niðurtalning, að
hryllilegum hamförum í hjarta Evr-
ópu þar sem Ghaalib, miskunnar-
lausi böðullinn frá Írak, heldur um
stjórntaumana.
Á sama tíma þarf Deild Q að
kljást við truflaðan, ungan mann
sem undirbýr fjöldamorð. Með ótal
mannslíf í húfi og sálarheill Assads
að veði, kasta Carl Mørck og félag-
ar sér beint út í hringiðu skelfilegra
atburða.
Jussi Adler-Olsen er langvinsæl-
asti glæpasagnahöfundur Dana og
á fjölda aðdáenda um allan heim.
Fórnarlamb 2117 er áttunda bókin
um Carl Mørck og Deild Q en gerðar
hafa verið kvikmyndir eftir þessari
vinsælu bókaseríu.
Barna- og
unglinga bækur
Hryllilega
stuttar
hrollvekjur
Höfundur:
Ævar Þór
Benediktsson
Þ es sa bók
lest þú á eigin ábyrgð! Hryllilega
stuttar hrollvekjur geymir tuttugu
smásögur sem eru hver annarri
hræðilegri.
Dularfulla
símahvarfið
Höfundur:
Brynhildur
Þórarinsdóttir
Eitthvað dular-
fullt er á seyði í hverfinu. Símar
hverfa og finnast ekki af tur.
Katla kemst á sporið og fær Hildi
systur sína og Bensa vin hennar
í lið með sér. Saman reyna þau að
komast til botns í málinu.
Fyrir rómatíkusana
Tvö líf
Höfundur:
Lydia Bird
Heillandi saga
um krossgöt ur
l í fsins, er f ið-
leika, ást og
ham i ng ju le i t .
Josie Silver skrifar rómantískar og
fjör ugar skáldsögur með alvarlegum
undirtón. Lydia Bird og Freddie
Hunter hafa verið óaðskiljanleg frá
unglingsárum, alltaf saman, alltaf
ástfangin. Þar til á 28 ára afmælis-
degi Lydiu – þegar Freddie lætur
lífið í slysi. Líf Lydiu er í rúst, allt
virðist óhugsandi án Freddies. Við
tekur átakanleg og falleg atburða-
rás. Bókin kemur út 28. maí.
Á fjarlægri
strönd
Höfundur:
Jenny Colgan
Lorna er skóla-
stjóri á li t lu
skosku eyjunni
Mure, f r ið -
sælum stað þar sem allir hjálpast
að. En staðarlæknirinn er kominn
á aldur og enginn fæst til að taka
við af honum. Í fjarlægum flótta-
mannabúðum gerir Saif að sárum
ungs drengs. Saif er sýrlenskur
flóttamaður, en hann er líka læknir,
sem er einmitt það sem íbúar Mure
þurfa á að halda. Saif er boðinn
velkomin til Mure en getur hann
fundið þar frið?