Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Blaðsíða 8
00000 www.veidikortid.is Gleðilegt veiðisumar! Fæst hjá N1 - OLÍS og veiðiverslunum Staðan á Íslandi er ekki góð. Það byrjaði að votta fyrir kókaínskorti snemma á árinu, fyrir COVID. Svo þegar COVID skall á var það fljótt að klárast. Verðið hefur tvöfaldast síðan um áramót. Kókaín er allavega af mjög skornum skammti og verður það fram eftir sumri.“ Þetta kemur fram í samtali DV við einstakling sem er um- svifamikill á íslenskum fíkni- efnamarkaði. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægr- ar rannsóknardeildar lög- reglunnar, segir að um tíma- bundið ástand sé að ræða. Til samanburðar má nefna að á síðasta ári lagði lög- reglan hald á mun meira af sterkum fíkniefnum á fyrstu 10 mánuðum ársins, en allt árið 2018. Met var slegið í kókaíninnflutningi til lands- ins. Á síðasta ári hafði verð á kókaíni lækkað frá 2017 og innlögnum á Vog vegna kóka- ínfíknar fjölgað. Sífellt fleiri háðari kókaíni Í maí greindi DV frá því að innflutningur kókaíns til Ís- lands færi ört vaxandi, efnið væri sterkara en oft áður og tölur gæfu til kynna að neysla þess færi vaxandi. Þá kom fram að greiningum kókaín- fíknar hefði fjölgað hratt hjá íslenskum meðferðaraðilum. Talið væri að erlendir glæpa- menn væru stórtækir á ís- lenskum kókaínmarkaði. „Upplýsingar frá því í janúar 2019 gefa til kynna að neysla kókaíns fari vaxandi á Íslandi. Verð á efninu lækkaði árið 2018, um allt að fjórðung frá árunum þar á undan,“ kom fram í skýrslu greiningar- deildar ríkislögreglustjóra. Á öðrum stað í skýrslunni segir: „Aukinn hreinleiki efna á markaði felur í sér hættu, þar eð neytendur fá þá sterk- ari efni en þeir eru vanir og taka því inn of mikið magn.“ Í september í fyrra komu þriðjungi fleiri á bráðamót- töku Landspítalans vegna fíkniefnaneyslu, en gera í venjulegum mánuði. Í sam- tali við RÚV sagði yfirlæknir bráðalækninga að aukin kókaínneysla væri áberandi og hún væri ekki bundin við neinn einn þjóðfélagshóp. Þá sagði Víðir Sigrúnarson, læknir á Vogi, í samtali við Vísi í fyrra: „Þegar framboðið er mikið þá lækkar verðið, þá komast fleiri í þetta. Það eru sífellt yngri að nota þetta og fólk sem hefði aldrei notað þetta ef það væri ekki verið að bjóða þetta alls staðar. Fólk fer á klósettið á skemmtistað, þá er fólk þar með kókaín í lyklinum að bjóða hvert öðru. Þegar verðið er að lækka þá geta krakkar með litlar tekjur allt í einu haft efni á að kaupa kókaín.“ Meiri harka á meðal fíkla Einstaklingur sem DV ræddi við, sem þekkir vel til í fíkni- efnaheiminum, segir mikinn skort á morfínskyldum lyfjum á landinu, eins og oxycodone. 8 FRÉTTIR 22. MAÍ 2020 DV LEIFSSTÖÐ ER FYRIR AMATÖRA SEM ERU AÐ STÍGA SÍN FYRSTU SKREF COVID-19 faraldurinn hefur haft mikil áhrif á kókaínneyslu í landinu, en á síðasta ári fjölgaði mjög innlögnum vegna kókaínfíknar og met var slegið í innflutningi á efninu. Myndatexti- mynd af Karli Steinari. Karl Steinar segir að skortur sé á aðgengi en ekki sé hægt að tala um skort á efninu sjálfu. Myndatexti- mynd af Valgerði. Valgerður segir mikilvægt að hafa puttann á púlsinum næstu mánuðina. Dóp mynd 1: Á seinasta ári fór neysla kókaíns ört vaxandi hér á landi og að efnin væru sterkari nú en áður Dóp mynd 2: Einn viðmælandi DV sagði smásala innan fíkniefnaheimsins finna helst fyrir ástandinu þessa dagana. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Allar stéttir þjóðfélagsins nota kókaín, allt frá úti- gangsmönnum upp í stjórn- málamenn. Háttsett fólk í atvinnulífinu notar það mjög reglulega. Á síðasta ári fór neysla kókaíns ört vaxandi hér á landi og efnin eru sterkari nú en áður. MYND/HARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.