Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Blaðsíða 11
Landspítalans þegar hann
flutti heim eftir sérnám, en
þar var ekki laus staða. Úr
varð að honum var boðið starf
á lyflækningadeild.
„Sigríður Þórdís Valtýs
dóttir vildi fá mig á almennu
lyflækningadeildina. Hún er
besti yfirlæknir sem ég hef
haft. Hún er mögnuð. Hún er
rosalegur nagli. Saman erum
við búin að gera allan fjárann.
Við erum búin að opna bráða
lyflækningadeild, setja upp
sýklalyfjamóttöku þar sem
fólk getur komið við og fengið
sýklalyf í æð. Við höfum end
urbætt ýmislegt verklag og
gert margt ótrúlega spenn
andi. Þetta hefur verið rosa
lega gaman.“
Ragnar skiptir tíma sínum á
milli Landspítalans og Klíník
urinnar í Ármúla sem hann
starfar á, en þar sinnir hann
gigtlækningum.
Í byrjun COVIDfarald
ursins voru Ragnar og fjöl
skylda sett í sóttkví, þar sem
þau höfðu verið í Austurríki
á skíðum. „Ég ætlaði að nýta
tímann í að skrifa uppskriftir
og elda eitthvað gott en þá
hringdi Ólafur Guðlaugsson,
yfirlæknir sýkingavarnadeild
ar, og spurði hvort ég væri til
í að taka að mér að hringja í
sjúklinga sem voru í sóttkví.
Ég var á launum og gat ekki
sagt nei,“ segir Ragnar léttur,
lagði frá sér nautasteikina
og tók upp símann. Nokkrum
dögum síðar var hann orðinn
yfirlæknir á COVIDgöngu
deild Landspítalans.
„Þetta var 10. mars og það
voru kannski 60 veikir og bara
örfáir starfsmenn í verkefn
inu. Þetta er á miðvikudegi.
Daginn eftir er talan komin
upp í 90 og þar á eftir 120. Þá
er ég búinn að hringja í al
veg rosalega margt fólk. Það
kveikti fjölda hugmynda og
ég fór að senda út tölvupósta
til formanns farsóttarnefndar,
framkvæmdastjóra lækninga
og fleiri aðila og við förum að
kasta á milli okkar hugmynd
um um hvernig væri best að
framkvæma þetta.
Við ákváðum þá frá byrjun
að gera þetta mjög skipu
lega. Allir voru strax áhættu
flokkaðir, einkennin vigtuð
og hannað var staðlað form
sem reyndist okkur mjög dýr
mætt til að safna miklum upp
lýsingum.“
Símtölin voru lykillinn
„Við sáum bara strax að það
var þarna gífurlegt tækifæri
fólgið í því að hringja í fólk.
Þú heyrir þegar því versnar.
Þá er nauðsynlegt að gera eitt
hvað. Við vissum bara ekki
hvað þetta „eitthvað“ var.“
Ragnar tekur við COVID
göngudeildinni á sunnudegi.
„Á mánudegi er búið að stofna
níu manna stýrihóp, það eru
40 hjúkrunarfræðingar mætt
ir til vinnu sem hjálpa okkur
að hringja. Við það bætast 30
læknar og á miðvikudeginum
er búið að ákveða að búa til
nýja göngudeild. Sú deild var
standsett á viku í Birkiborg,
sem var innréttuð á mettíma
af iðnaðarmönnum Landspít
ala.
Þetta var í raun alveg galið.
Heil deild var byggð á átta
dögum. Símaverið var í gangi
á meðan og var opið allan
sólarhringinn. Við þróuðum
líka snjallforrit sem var til
búið fyrir páskana, þar sem
sjúklingar voru beðnir um að
skrá einkenni og fengu einnig
leiðbeiningar um hvað ætti að
borða, drekka, leiðbeiningar
Það hefði verið glatað að
sitja uppi sem föðurlegur
fantur úr Grey’s Anatomy.
Á milli vakta er læknirinn vinnusami mikill nautnaseggur og leggur mikið upp úr vönduðu víni og góðum mat. Smjör og rjómi eru millinafn hans enda er hann annálaður fyrir
lystisemdir í eldhúsinu. MYND/ANTON BRINK
FRÉTTIR 11DV 22. MAÍ 2020