Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Blaðsíða 37
J óhannes Haukur Jóhann­esson er einn farsælasti leikari Íslands og hefur leikið á móti ótal stórstjörn­ um. Hann fer með aðalhlut­ verk í Sápunni, nýrri leikinni seríu á Stöð 2. En hvað ætli leikarinn borði á venjulegum degi? „Það hefur nú ekkert venju­ legt verið við dagana síðustu mánuði. Verkföll og samkomu­ bann hafa litað dagana þann­ ig að ég hef bara verið heima alla daga að gefa börnunum okkar þremur og vinum þeirra að éta. Ég veit ekki hvað ég er búinn að framreiða margar máltíðir síðustu vikur. Finnst ekkert betra núna en að fara bara einn og kaupa mér tilbúinn mat,“ segir Jóhannes Haukur. Hann fylgir engu ákveðnu mataræði. „Ég borða bara mat. Allan mat. Reyni að keyra ekki fram úr hófi í sykur neyslu og þessum helvít­ is kolvetnum. Þessum bragð­ góðu, ljúffengu, andskotans einföldu kolvetnum.“ Forðast eldhúsið eins og heitan eldinn Ef þú spyrð börn Jóhannesar Hauks þá er eldamennska ekki hans sterka hlið. Þrátt fyrir það hefur hann eytt óhóflega miklum tíma í eldhúsinu. „Ég hef verið nánast bara í eldhúsinu í samkomubann­ inu. Eftir að skólar og leik­ skólar fóru á fullt þá reyni ég að forðast það. Eins og heitan eldinn. En jú, jú, maður hendir í morgunmat og stöku máltíð­ ir. Ef þú spyrð börnin mín þá er ég ömurlegur kokkur. Það er nánast sama hvað maður reynir að bjóða þessum börn­ um upp á, það er ekkert nógu gott,“ segir hann. „Þau halda ekki vatni yfir Sigga kokki sem eldar ofan í þau í skólanum. Þannig að eitt­ hvað þykir þeim gott. Ég þarf bara að halda áfram að reyna. Dropinn holar steininn. Ég sé fyrir mér að þau muni ausa mig lofi og þökkum á sextugs­ eða sjötugsafmælinu mínu. Þá mun ég sitja við háborðið og sýna uppgerðarlítillæti.“ Uppáhaldsmáltíð „Morgunmaturinn er uppá­ haldið. Byrjunin á deginum. Maður gerir allt rétt og ætl­ ar sér að hafa daginn full­ kominn. Enginn sykur í dag. Engin kolvetni. Svo bara fer þetta ósjaldan allt til helvítis hægt og rólega. En í morgun­ matnum er allt gott og rétt. Bara strangheiðarlegur hafra­ grautur. Hafrar, vatn og smá­ salt,“ segir hann og deilir upp­ skriftinni með lesendum. n Ef þú spyrð börnin mín þá er ég ömurlegur kokkur Hafragrautur Einn bolli haframjöl Kranavatn eftir fíling Dass af salti Allt sett í pott. Hita að suðumarki. Láta malla í 10 sekúndur. Svo beint í skál og borða með skeið. Búið. Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Matseðill Jóhannesar Hauks Morgunmatur Hafragrautur. Kaffi. Millimál nr. 1 Skyr. Hrökkbrauð. Kannski epli. Meira kaffi. Löngunin í viðbjóð byrjar að láta kræla á sér. Hádegismatur Helst taílenskur búrrító á Serr- ano. Eða kjúklingaréttur með sætum á Ginger. Dýrka það. Borða alltaf það sama. Rótera þessu tvennu mjög mikið. Reyni að kaffæra sykurfíknina með heilli máltíð. Millimál nr. 2: Hér byrjar stundum að halla undan fæti. Núggat-súkkulaði- djöfullinn frá Rapunzel verður oft fyrir valinu. Helvítið á því. Eða súkkulaðihúðaðir bananar. Fell stundum fyrir því líka. En suma daga stenst ég mátið. Suma daga. En aðra ekki. Bara alls ekki. Kvöldmatur Helst vildi ég fá mér búrrító á Serrano eða Ginger-kjúkling í kvöldmat. En maður þarf víst að borða heima hjá sér líka. Mér finnst gott að fá mér silung, eða maríneraðan kjúkling með ofn- steiktu rótargrænmeti. Jóhannes Haukur byrjar daginn á strangheiðarlegum hafragrauti. MYND/STEFÁN Jóhannes Haukur reynir eftir fremsta megni að borða hollt og forðast sykur. Hann byrjar dag- inn á strangheiðarlegum hafra- graut en svo fer þetta yfirleitt til helvítis hægt og rólega. MATUR 25DV 22. MAÍ 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.