Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Blaðsíða 36
24 MATUR 22 MAÍ 2020 DV
Una í eldhúsinu
Pitsusnúðar
Pitsusnúðar eru alltaf góðir og
gott að eiga þá til í frysti og grípa
með í nesti á morgnana, nú eða í
útileguna. Skemmtilegt er að leyfa
börnunum að hjálpa til og velja sitt
álegg til að setja í sína snúða.
12 dl hveiti
1 bréf þurrger
4 dl mjólk (volg)
3 msk. ólífuolía
½ tsk. salt
Fyllinguna er svo gaman að hafa
sem fjölbrey t tasta, ég saxa
gjarnan ólífur, pepperóní, sveppi
og fleira gott með. Góð pitsusósa,
óreganó og rifinn ostur eru lykilat-
riði og svo getur hver og einn út-
fært sína fyllingu.
Byrjið á því að blanda saman þurr-
gerinu og volgri mjólk. Setjið ólífu-
olíuna út í ásamt saltinu.
Setjið nánast allt hveitið saman við
(gott að halda smáhveiti eftir til að
hnoða með) og vinnið deigið vel.
Ég nota hnoðara á hrærivélinni
minni og læt deigið hnoðast í um
5 mínútur. Látið deigið hefast á
hlýjum stað í að minnsta kosti 30
mínútur, oft gott að setja rakan klút
eða stykki yfir hrærivélarskálina á
meðan deigið er að hefa sig.
Þegar deigið er búið að hefa sig
er það lagt á borð og munið að
strá hveiti á borðið svo að deigið
festist ekki við. Hnoðið deigið vel
saman, skiptið því í 2-3 hluta og
fletjið út í aflanga hluta. Setjið
góða pitsusósu, rifinn ost og allt
það hráefni sem ykkur langar að
hafa yfir deigið, rúllið svo upp og
skerið hverja rúllu í um 10-12 bita.
Leggið bitana á bökunarpappír /
ofnplötuna, stráið óreganókryddi
yfir og bakið við 220 gráður í 10-12
mínútur.
Vanillu-muffins með bláberjum
Þessar fersku og góðu bláberja-
muffins eru alltaf góðar, einfaldar
í framkvæmd og smakkast alltaf
vel. Mér finnst mjög þægilegt að
baka þær í miklu magni og eiga
í frysti þegar sumarnámskeiðin
fara að byrja hjá dætrum mínum
og það flýtir fyrir á morgnana að
geta gripið í tilbúið, gott og heima-
gert nesti.
250 g hveiti
300 g sykur
3 tsk. lyftiduft
1½ tsk. vanilludropar
½ tsk. salt
4 egg
100 g smjör, mjúkt
2½ dl mjólk
Fersk bláber
Hitið ofninn í 180 gráður. Blandið
saman hveiti, sykri, salti, lyftidufti,
smjöri, mjólk og vanilludropum og
þeytið í hrærivél í nokkrar mínútur.
Bætið eggjunum í og þeytið sam-
an við. Setjið fersk bláber ofan á
hverja muffinsköku, 3-4 stykki.
Setjið í pappaform og bakið í um
15 mínútur.
Eldhúsdíva DV skellir í skemmti-
legan fjölskyldubakstur sem til-
valið er að hafa ríflegan til að
eiga í frysti, enda fátt betra en
að kippa snúðum og muffins
með í ferðalagið í sumar.
Una og dætur hennar Alexandra og Andrea við bakstur. MYNDIR/AÐSENDAR