Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Blaðsíða 44
32 STJÖRNUFRÉTTIR 22. MAÍ 2020 DV Þetta eru raddir Íslands Á hverjum degi dynja á okkur auglýsingar í útvarpi og sjónvarpi sem segja okkur hvað við eigum að kaupa, hvert við eigum að fara og hvað við eigum að gera. Og það er ekki sama hverjir það eru sem þylja upp slagorðin. Sumar raddir þekkjum við strax, en aðrar ekki. Þetta eru andlitin á bak við raddirnar. BJÖRGVIN HALLDÓRSSON „Kóngurinn“ Björgvin Halldórsson hefur verið einn dáðasti tónlistar- maður Íslands í áratugi. Það er ekki gó fyrr en Bó segir gó, eins og sumir segja. Hann er rödd Stöðvar 2 og hefur gegnt því hlutverki í áraraðir. ARNAR JÓNSSON Ferill Arnars Jónssonar spannar hátt í sex áratugi. Hann hefur lesið inn á auglýsingar fyrir verslunina Betra bak, og eflaust selt ófáar Tempur-heilsudýnur með sinni djúpu og seiðandi röddu. Hann hefur auglýst páskaegg um árabil með setningunni: Bíðið eftir mér! ÓLAFUR DARRI Ólafur Darri Ólafsson hefur skap- að sér sess sem einn vinsælasti leikari þjóðarinnar. Rödd hans getur selt hvað sem er. Áskrifend- ur heyra rödd hans hljóma milli dagskrárliða Sjónvarps Símans. SVEINN ÓLAFUR Þeir sem hafa séð auglýsingar Póstsins ættu að kannast við rödd Sveins Ólafs Gunnarssonar leikara, sem meðal annars sló í gegn í sjónvarpsþáttaröðinni Pabbahelgar á síðasta ári. DAVÍÐ GUÐBRANDSSON OG ATLI ÞÓR ALBERTSSON Davíð Guðbrandsson leikari hefur selt ófáa hamborgara og samlokur með því að lesa inn á auglýsingar Grill 66 á Olís. Á meðan hefur Atli Þór Albertsson leikari, sem á sínum tíma kom fram í Strákunum á Stöð 2, séð um auglýsa Domino’s-pitsur. JÓHANNA VIGDÍS Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona hefur verið ein aðalstjarna Borgarleikhússins undanfarin ár og farið með fjölmörg burðarhlutverk. Hún leysti þulurnar á RÚV af hólmi og hefur undanfarin ár séð um að kynna sjónvarpsdagskrána fyrir landsmönnum. EGILL ÓLAFSSON Egil Ólafsson þarft vart að kynna, en hann er einn dáðasti tónlistar- maður þjóðarinnar. Það er ekki ofsögum sagt að rödd Egils er eins og blautt gull. Hann hefur lesið inn á auglýsingar Toyta og verið glæsilegur fulltrúi bílafram- leiðandans. SALKA SÓL Söngkonan Salka Sól Eyfeld hefur verið áberandi í ís- lensku tónlistar- og leikhúslífi og er hæfileikarík með eindæmum. Hún les inn á auglýsingar fyrir Subway og gætir þess að Íslendingar séu með það á hreinu hver bátur mánaðarins er hverju sinni. HALLDÓRA GEIRHARÐS Halldóra Geirharðsdóttir er í hópi virtustu leikkvenna landsins og hefur hlotið mikið lof gagnrýn- enda, ekki síst fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Kona fer í stríð. Halldóra, eða Dóra Wonder eins og hún er stundum kölluð, er rödd Kringlunnar. ÆVAR ÞÓR BENEDIKTSSON Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöfundur, hefur átt stóran þátt í að efla áhuga yngstu kyn- slóðarinnar á lestri, vísindum og leikhúsi og er einnig þekktur sem Ævar vísindamaður. Þess á milli hefur hann lesið inn á auglýsingar fyrir Öryggismiðstöðina. BJÖRN HLYNUR HARALDSSON, VALUR FREYR OG GÍSLI ÖRN Björn Hlynur Haraldsson leikari hefur notið mikillar velgengni undanfarið en hann fer meðal annars með hlutverk í þáttunum Witcher á Netflix og leikur í Eurovision-kvikmynd Wills Ferrell. Hann er einnig eigandi raddarinnar sem hljómar í auglýsingum Íslandsbanka, sem þykir með eftirsóttari „giggum“ í bransanum. Annar íslenskur leikari, Valur Freyr Einarsson, er síðan röddin sem svarar þegar hringt er í þjónustuver bankans. Björn Hlynur er ekki eini íslenski leikarinn sem ljær fjármálafyrirtæki rödd sína, en kollegi hans úr leiklistinni og mágur hans, Gísli Örn Garðarsson, hefur lesið inn á auglýsingar fyrir Landsbankann. MYND/ANTON BRINK MYND/SIGTRYGGUR ARI MYND/AÐSEND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.