Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Blaðsíða 18
Sumarhúsahönnun kallar á andstæðu við heimilið Með bærilegra hitastigi fara sumarhúsaeigendur að rífa fram pallaolíuna og hlýraboli, en margir hverjir hyggja á að breyta og bæta, eða jafnvel byggja. Innanhússhönnuð- urinn Arna Þorleifsdóttir kemur hér með skotheld ráð fyrir huggulegra sumarhús. Arna Þorleifsdóttir lærði innanhússhönnun í KLC School of Design í London og útskrifaðist árið 2009. Hún vann meðal ann- ars fyrir hönnunarstofurnar London Design Group Ltd. og Mdesign London, áður en hún flutti heim til Íslands árið 2012. „Verkefnin voru mörg en toppurinn var að vinna í teymi að hönnun W hótelsins við Leicester Square,“ segir Arna sem í dag tekur að sér hin ýmsu verkefni bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. „Með árunum hef ég sérhæft mig í eldhúsum og baðher- bergjum og ásamt því að vera sjálfstætt starfandi vinn ég líka hjá Eirvík og teikna þar sérsmíðaðar innréttingar frá bulthaup og Häcker.“ Hlaða varð að hönnunarparadís Arna segist reyna að sam- eina það klassíska og djarfa, „hönnun sem endist en er um leið djörf“. The Barn er verk- efni sem Arna kom að og í því kristallast einmitt þetta stórkostlega jafnvægi á milli klassíkur og töffaraskapar. „Einn eigandi The Barn, Ás- geir Einarsson, bað mig um að hanna konsept fyrir ný- byggingar sem þeir stefndu á að opna árið 2017 og hlutu nafnið Black Beach Suites. Það var unnið út frá bygginga- teikningum Birkis Kúld í BK hönnun. Litlar einbýlis-svítur með útsýni yfir Reynisfjöru. Þetta var virkilega skemmti- legt verkefni – við vildum ein- falt umhverfi, stílhreint og þægilegt. Útsýnið skipti öllu. Innréttingar voru svo sér- smíðaðar í hvert horn.“ „Í framhaldi ákváðu eigend- urnir að auka umsvifin og var ákveðið að endurbyggja stóra hlöðu á jörðinni. Hún var hrá og falleg, með ekta íslenska steinsteypta veggi, sem fengu að njóta sín. Sett var milli- loft og húsið klætt með lerki – ásamt því að gluggarnir voru gerðir svartir. Unnið var með hugmyndina „poshostel“, eða glæsi-farfuglaheimili, með kojurýmum og einkaher- bergjum. Hostelið fékk nafnið The Barn. Það kom ótrúlega skemmtilega út og hafa við- brögð gesta verið mjög góð.“ Sumarhúsahönnun – pottþétt ráð Hafandi hannað slíka glæsi- gistingu úti á landi, hefur Arna góða innsýn í hönnun sumarhúsa. Hún segir ytri stíl hússins og smekk eigenda spila stórt hlutverk og að al- gengt sé að fólk sækist annað- hvort eftir notalegum sveita- stíl, eða eftir stílhreinu og heldur mínímal ísku húsi. „Í sumarhúsum þykir mér oft koma vel út að fara í and- stæðu við heimili sitt. Mér finnst sumarhús verða að vera tilbreyting frá heimilinu. Eitt- hvað sem hjálpar þér að slappa af og kúpla þig út. Til dæmis, á meðan þú vilt kannski hafa allt einfalt heima, hafa fáa hluti og vel flokkaða – gæti verið sjarmerandi að hafa það hrárra í bústaðnum. Til dæmis opna skápa, hangandi potta og pönnur og sleifar í krús. Antík, teppi og skraut- lista.“ Arna segir fólk mega vera óhrætt við ólík efni sem gefi mismunandi upplifun. Svo er það praktíkin sem þarf að hafa í huga. „Mikil- vægt er að hafa góða skápa í eða út frá forstofu, þar sem hægt er að geyma klæðnað fyrir mismunandi veðráttu – þannig að það þurfi ekki endilega að ferja allt á milli heimilis og sumarhúss í hvert skipti.“ Í stofunni skiptir svo sköpum að hennar sögn að hafa mjög þægilegan sófa sem umvefur fjölskylduna og góð- an hægindastól fyrir lestur og prjónaskap. Má panellinn lifa? Mörg íslensk sumarhús eru klædd viðarpanel að innan, sem fólk hefur hamast við að mála samkvæmt nýjustu tísku, en er sú tíska á undan- haldi? „Ég elska íslenskan 80’s sumarhúsapanel. Mér finnst stundum mjög flott að leyfa honum að vera upprunalegum. Mála gluggana dökka, skella upp PH 5 Paulsen ljósi og skapa danska og hráa stemm- ingu. Kamelbrúnt leðursófa- sett, fullt af góðum bókum og praktískt eldhús. Sleppa þess vegna of miklum skraut- munum. Á hinn bóginn getur líka komið virkilega vel út að mála hann í fallegum lit og glugg- ana hvíta. Taka loftin þess Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is Arna innanhússhönnuður segir það góða hugmynd að hanna sumarhús sitt sem andstæðu við heimilið. MYND/ERNIR 18 FÓKUS 22. MAÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.