Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR 22. MAÍ 2020 DV frá sjúkraþjálfara um öndun- aræfingar og annað slíkt.“ Ragnar segist ekki vita til þess að slíkt hafi verið gert annars staðar í heiminum. „Allir sem greindust færðust rafrænt inn í COVID-göngu- deildina, þar sem hópur lækna og hjúkrunarfræðinga tók á móti þeim. Fólk var litakóðað eftir áhættustigi og þeir sem voru með hátt áhættustig voru kallaðir inn eða fengu símtal á hverjum degi, á meðan aðrir fengu kannski símtal á fjög- urra daga fresti.“ Sjúkling- arnir gátu alltaf náð í COVID- teymið í gegnum síma eða app. Frelsi til að gera „Það hefur enginn núlifandi stjórnandi eða stjórnmála- maður tekist á við slíkan heimsfaraldur. Þarna fengu læknarnir og hjúkrunarfræð- ingarnir að gera þetta eftir sínu höfði. Ef við stungum upp á því að við þyrftum 60 hjúkrunarfræðinga, þá voru þeir mættir daginn eftir.“ Engin stjórnsýsla hægði á starfi COVID-teymisins, þar sem ákvarðanir voru teknar og þeim hrint í framkvæmd af fagfólkinu sjálfu. Spurður um innri átök segir hann þau hafa verið lítil sem engin. „Þarna er heimsfaraldur og enginn veit í raun hvað á til bragðs að taka. Upp- lýsingarnar eru að verða til á hverjum degi og allir eru auðmjúkir fyrir því að við vitum ekki í raun hvað við eigum að gera, en við kunn- um þessa stöðluðu læknis- fræðilegu nálgun. Aðferða- fræðin er 4.000 ára gömul og hún virkar. Þetta var líka ótrúlega góður hópur og það er eiginlega lygilegt, maður þurfti eiginlega aldrei að karpa við neinn.“ Ragnar segir uppskriftina að velgengni í baráttunni við COVID vera einfalda. „Vandamálin væru færri ef fólkið á gólfinu væri bara spurt: Hvernig er nú best að gera þetta? Þekkingin er á staðnum. Það þarf að styðja við hugmyndir starfs- fólksins. Það var það sem var gert. Við fengum að stýra ferðinni.“ Færri hjartaáföll „Landspítalinn er stærsta stofnun Íslands með yfir 6.000 starfsmenn. Það eru gríðarlega mörg síló úti um allt. Það er mikil innri pólit- ík, en þarna hvarf hún. Það var allt sett til hliðar. Fólk var líka að halda í sér með að koma á bráðavaktina. Þetta er í raun ótrúlegt. Í þrjár vik- ur fékk fólk færri hjartaáföll. Við vorum einmitt að velta fyrir okkur hvar allir nýrna- og gallsteinarnir væru. Hvar er allt þetta fólk?“ Ragnar segir að þegar faraldurinn fór að dvína hafi fólk mætt aftur á bráðamóttökuna. „Það biðu mín 160 tilvís- anir þegar ég kom til baka á stofuna mína. Ég startaði 20-30 manns á krabbameins- lyfjum í síðustu viku. Fólk hefur haldið í sér og ekki kvartað.“ Hann segir erfitt að hugsa til þess að fólk hafi verið sárkvalið heima. Ragnar er óhræddur við eftir- köstin. Hann segir óumflýjan- legt að faraldurinn blossi upp í einhverri mynd aftur. „Það er óumflýjanlegt, en við erum með skothelda uppskrift sem virkar. Það er ekkert sem segir að hún muni ekki virka ef við beitum henni með sama hætti.“ Opna landið þó að enn sé ósamið Ragnar viðurkennir að sér hafi brugðið við að heyra að landið yrði opnað 15. júní. „Ég sagði að þau tíðindi væru eins og þruma úr heiðskíru lofti, en það er kannski fulldjúpt í árinni tekið. Aðallega var ég undrandi. Mér fannst vera svo varfærnislegur tónn í þríeyk- inu fram að þessu. En svo er bara 15. júní dagsetningin, og það er bara eftir mánuð. Ég varð andvaka yfir þessu. Ég velti þá aðallega fyrir mér hvort það hefði ekki verið skynsamlegra að ræða þetta við okkur starfsmennina á spítalanum og í heilsugæsl- unni, smitsjúkdómalæknana og starfsfólk COVID-deildar- innar áður og velta upp spurn- ingunni: Erum við tilbúin í aðra umferð?“ Ragnar segir að 15. júní sé kannski ekkert verri en 15. ágúst, en það þurfi að undir- búa fólk og taka samtalið. Samskipti og samráð sé lyk- illinn að breytingastjórnun. „Vara fólk við og hlusta á áhyggjur þess. Það breytir kannski engu um uppruna- lega áætlun en þeir sem eiga að vinna verkið eru þá tilbúnir. Svo verður bara að segjast eins og er, það situr í mér að það er enn ósamið við alla. Það er ekki búið að semja við hjúkrunarfræðinga, lækna og lögreglumenn. Það erum við sem stöndum í skotgröf- unum.“ Hann segist þó skilja vel að gjaldeyristekjurnar séu að fjármagna þessa starfsemi. „Ég skil þessa dýnamík en það hefði verið auðveldara að fá fólk með sér í lið, hefði verið byrjað á að semja við það.“ Ástin og rjóminn Ragnar er kvæntur æskuást- inni sinni Snædísi og saman eiga þau tvær stelpur og einn dreng. Eftir að Ragnar hafði lokið sérnámi í Lundi í Svíþjóð fluttu þau til Bretlands, þar sem Snædís fór í framhalds- nám í sálfræði. Hann segir að fjölskyldan ætli sér ekki að flytja aftur til útlanda. „Ég hugsa að ég hefði ekki fengið sömu tækifæri í Sví- þjóð. Ég vinn á einni öflugustu deild Landspítalans með frá- bæru fólki. Ég rek mína eigin stofu eins og ég vil. Gleðin og lífshamingjan er í fjölbreytn- inni og því að geta stjórnað eigin örlögum. Þetta er mitt val. Ég væri líklega ekki með sjónvarpsþætti í Svíþjóð og að skrifa bækur á milli.“ Heimilislífið er á köflum strembið enda Ragnar mikið frá vegna vinnu. „Ég vann mik- ið með skóla. Við eignuðumst fyrstu dóttur okkar snemma og keyptum okkur íbúð sem þurfti að borga. Ég hef því allt- af unnið mikið, en er heppinn hvað ég er vel giftur.“ Ragnar segir að vinnusemi hafi alltaf fylgt sér og honum verði mikið úr verki, en hann sé ekki á leið í kulnun því jafn- vægið sé til staðar. „Ég kann alveg að slaka á. Held matar- boð og fer til útlanda. Ég fer í skvass tvisvar, þrisvar í viku og vakna útsofinn. Það er málið.“ Ragnar segir markmið sitt í lífinu vera að stjórna eigin ör- lögum og hitt sé að gera konuna sína hamingjusama. Spurður hvernig það sé að búa með sálfræðingi og hvort hún sé ekkert að sálgreina hann yfir fiskibollunum svarar hann: „Jújú. Ég er búinn að vera í stanslausri meðferð í 20 ár. Snædís, er ég ekki batnandi?“ kallar hann þá fram til konunn- ar sinnar sem er að sýsla við kókoskúlur með yngstu dóttur þeirra. „Jújú. Eins og gott rauðvín,“ segir hún hlæjandi. „Mér fer fram,“ segir Ragnar Freyr, samningslaus en merki- lega brattur eftir orrustu lífs síns. n Það situr í mér að það er enn ósamið við alla. Það er ekki búið að semja við hjúkrunar- fræðinga, lækna og lög- reglumenn. Það erum við sem stöndum í skotgröfunum. Ragnar viðurkennir að hafa orðið hræddur þegar tölur yfir sýkta æddu stjórnlaust upp. MYND/ANTON BRINK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.