Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Blaðsíða 14
22. MAÍ 2020 DV
E ftirspurn eftir, og sala á, sumarbústöðum hefur aukist töluvert á
síðustu vikum umfram fyrri
ár, sé miðað við sama árstíma.
Þetta er álit fasteignasala og
er ástæðan rakin til áhrifa
kórónaveirunnar.
Sigurður Gunnlaugsson er
framkvæmdastjóri og eigandi
Torgs fasteignasölu. „Við fáum
yfirleitt sumarhúsafyrir-
spurnir strax í febrúar, og síð-
an eykst áhuginn eftir því sem
nær dregur sumri. Í ár var
annað uppi á teningnum, þá
dró nokkuð úr fyrirspurnum í
mars vegna kórónaveirunnar,
samhliða fækkun þinglýstra
kaupsamninga í aprílmánuði
á almenna íbúðamarkaðnum.
En síðan hefur þetta tekið
kipp. Hvort þessi mikli áhugi
skili sér í kaupsamningum
er ekki hægt að fullyrða um
á þessu stigi, en áhuginn er
vissulega til staðar.“
Aukinn áhugi á lóðum
Þorsteinn Magnússon er lög-
giltur fasteignasali hjá Ár-
borgum fasteignasölu, sem
hefur meðal annars milli-
göngu um sölu byggingarlóða
undir sumarbústaði fyrir
Landsbankann á Suðurlandi
og Vesturlandi, hvar finna má
vinsælustu sumarhúsasvæði
landsins. Hann segir áhugann
fyrir lóðakaupum einnig hafa
aukist hjá sér: „Þetta byrjaði
strax í mars og má færa rök
fyrir því að þetta sé vegna
kórónaveirunnar, það fær
enginn að fara í sumarhúsin á
Spáni og því verður væntan-
lega til aukinn áhugi hér.“
EKKI ALLTAF ÓDÝRARA AÐ BYGGJA
Dýrasta eignin á sumarhúsafasteignavef mbl.is er 170 fermetra hús við Kambsbraut í Öndverðarnesi, en ásett verð er 89 milljónir. MYND/FRETTABLADID.IS
Trausti Salvar
Kristjánsson
traustisalvar@eyjan.is
Verð á sumarbústöðum hefur
ekki hækkað síðastliðin ár, en nú
gæti orðið breyting þar á þegar
eftirspurnin eykst sökum tak-
markana á utanlandsferðum.
14 EYJAN