Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Blaðsíða 4
1 Jóhanna er látin: „Góða ferð, fallegi engill“ Jóhanna Erlings- dóttir, sem rak Dillonshús í Árbæjar- safni, lést þann 14. maí eftir ellefu ára baráttu við krabbamein. 2 Lögreglan varar við ákveðinni tegund af svindli Lögreglan á Suðurnesjum varar við svindlurum sem þykjast selja farsíma, taka við greiðslu, en afhenda aldrei vöruna. 3 Sunneva er þakklát fyrir stuðninginn – „enginn sann- leikur á bak við þetta“ Sunneva Einars áhrifavaldur var gagnrýnd fyrir að borða of lítið eftir að hún birti mynd af mat sínum á Insta gram. Töldu einhverjir að myndin ýtti undir óheilbrigt samband við mat. Íþrótta- konan og þjálfarinn Edda Falak kom henni til varnar. 4 „Mér leið eins og ég væri lítið ljótt leyndarmál sem enginn mátti komast að.“ Dagbjört Rúriks, söngkona og áhrifavaldur, sigraðist á ofbeldi og hóf að byggja heilbrigða sjálfsmynd á ný. 5 Þetta eru dýrustu hótel landsins – enn lokuð og enginn afsláttur Helgarblað DV tók saman dýrustu hótel landsins sem eru lokuð sökum COVID-19 ástandsins. 6 Lagleg á lausu – Anna Lilja og Grímur hætt saman Athafna- konan Anna Lilja Johansen og Grímur Alfreð Garðarsson eru hætt saman. 7 Er þetta raunverulega ástæðan fyrir hörkunni í kjaraviðræðum Icelandair? Hækkandi einingakostn- aður gæti átt þátt í þeirri hörku sem Icelandair beitir í kjaraviðræðum við flugfreyjur. 8 Hættan á smiti í sundi er þessi að mati vísindamanns Sökum þess að fólk er ekki alveg ofan í vatni í sundi er enn um smithættu að ræða, jafnvel þótt klór sé í laugum. 9 Málið sem skekur Svíþjóð – dularfullt hvarf 17 ára stúlku Wilma Anderson hvarf sporlaust þann 17. nóvember. MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Fyrirspurnir um fyrirspurnir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur feng- ið nóg af fyrirspurnaflóðinu á Alþingi frá Birni Leví Gunnars- syni, þingmanni Pírata. Vegna þessa hefur Brynjar lagt inn fyrirspurnir á Alþingi um kostnað vegna fyrirspurna Björns sem hann telur nema milljónum, auk þess að vera við það að sliga starfsmenn ráðuneyta og stofnana sökum álags. Pipar kærir Ríkiskaup Auglýsingastofan Pipar hefur kært Ríkiskaup vegna ákvörð- unar stofnunarinnar um að taka tilboði bresku auglýsinga- stofunnar M&C Saatchi í markaðsátakið „Ísland – saman í sókn,“ sem stjórnvöld ætla að ráðast í til að markaðssetja Ís- land til ferðamanna. Pipar átti næstbesta tilboðið í verkið og hefur nú farið fram á að ákvörðun Ríkiskaupa um að semja við M&C Saatchi verði felld úr gildi og verkefnið úthlutað Pipar. Meðal raka Pipars fyrir þessari kröfu er að breska auglýs- ingastofan sé nú til rannsóknar hjá breska fjármálaeftirlitinu sökum gruns um rangfærslur í bókhaldi fyrirtækisins. Því geti stofan varla uppfyllt skilyrði útboðsins. Icelandair hafnar ásökunum Mikil harka er í kjaraviðræðum Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) við Icelandair. Í fréttum vikunnar kom fram að Icel- andair væri farið að líta til möguleikans á að ráða inn flug- freyjur sem ekki eru í FFÍ. Icelandair hefur hins vegar þver- tekið fyrir þær ásakanir og segja þær fréttur uppspuna. Kynbundinn launamunur hjá Stjörnunni Samkvæmt ársskýrslu Stjörnunnar er sláandi launamunur á þjálfurum kvenna og karla hjá félaginu. Konurnar í meistara- flokki fá aðeins brotabrot af því sem karlarnir fá. Harpa Þor- steinsdóttir, fyrrverandi leikmaður félagsins og bæjarfulltrúi í Garðabæ, segir sláandi að sjá launamuninn svart á hvítu með viðlíka hætti og í skýrslunni. Myrkur og meinlegir skuggar yfir efnahag Mýrdalshrepps Byggðastofnun vann saman- tekt fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um áhrif COVID-19 faraldursins á efnahag sveitarfélaga lands- ins. Samkvæmt samantektinni munu flest sveitarfélög finna fyrir einhverju höggi, en Mýr- dalshreppur kemur til með að finna hvað mest fyrir því. Þor- björg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að um hamfarir sé að ræða sem enginn hefði getað séð fyrir eða búið sig undir og stjórnvöld verði að bregðast við vanda sveitarfélaganna. Samherjabörnin Eigendur Samherja framseldu nánast allan hlut sinn í félag- inu til barna sinna í vikunni. Börn forstjórans, Þorsteins Más Baldvinssonar, fengu við þetta 43 prósenta hlut í fyrirtækinu. Tilfærslan var rökstudd með fyrirframgreiddum arfi og sölu hlutabréfa. Hefur þessi gjörningur sætt harðri gagnrýni, þá einkum að mögulegt sé að framselja kvóta milli kynslóða með þessum hætti. G Ö N G U K ORT H I K I N G M A P GÖNGUM INN Í SUMARIÐ Göngusérkortin með grænu röndinni sýna leiðir sem síminn þinn veit ekki einu sinni um og koma þér örugglega á áfangastað LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–16 4 FRÉTTIR 22. MAÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.