Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Blaðsíða 28
Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is Þ að eru ýmsar leiðir til þess að borða dýrindis-mat fyrir minna. Gott ráð er að kaupa til dæmis frosið lambaprime í Bónus og láta það marínerast inni í ísskáp í tvo til þrjá daga og fá þá dýrindis grillkjöt fyrir mun minna en ófrosið marínerað kjöt kostar, en alls ekki síðra. Toppurinn er svo að tína unaðslegt, íslenskt blóðberg úti í móa og krydda kjötið með. Undrakrydd sem vex um allt Blóðberg er lágvaxinn smá- runni með litlum lillabláum blómum. Blóðberg er mest áberandi í júní og júlí þegar plantan er í blóma og má þá stundum sjá heilu blóð- bergsbreiðurnar. Plantan hefur öldum saman verið notuð bæði til heilsubótar og sem krydd. Blóðbergste er til dæmis sagt vera gott við flensu, kvefi og ýmsum melt- ingarsjúkdómum. Það er gott krydd, til dæmis á grillað lambakjöt, og minnir bragðið á tímían sem kallast einnig garðablóðberg á íslensku og er af náskyldri plöntu. n LAMBAPRIME – UNAÐSLEGT OG ÓDÝRT HRÁEFNI SEM SLÆR Í GEGN Það er gott og gaman að grilla en dýrindismáltíð þarf ekki að kosta mikið. Frosið kjöt og krydd úr haga er til dæmis algjör bomba sem hægt er að fá fyrir lítinn pening. HEIMILD: FLÓRA ÍSLANDS Lambaprime með villtu blóðbergi og hvítlauk Fyrir 4 800 g frosið lambaprime – látið þiðna í ísskáp yfir nótt 2 msk. blóðberg – helst villt, ís- lenskt, grófsaxað 3 hvítlauksrif 2 greinar rósmarín, gróft saxað 2 dl ólífuolía Skolið kjötið og þerrið með pappír. Setjið í lokað box ásamt hinum hrá- efnunum og látið liggja í tvo sólar- hringa í maríneringu inni í ísskáp. Hristið boxið til að blanda þessu vel saman. Takið út og látið ná stofuhita áður en grillað er. Best er að nota kjöthitamæli og ná 55°C kjarnhita, en almennt er fínt að miða við að grilla á meðalheitu grilli í 10 mínútur. Snúið kjötinu reglu- lega. Saltið og piprið rétt áður en kjötið er tekið af grillinu. Sætkartöflusalat með vorlauk og spínati Fyrir 4 500-600 g sætar kartöflur 150 g spínat 1 dós sýrður rjómi 2 litlir vorlaukar 1 tsk. hunang 1 tsk. dijon-sinnep 2 msk. ferskt kóríander, saxað 2 msk. olía ½ tsk. sjávarsalt Afhýðið kartöflurnar, skerið í teninga og bakið í ofni með smá olíu og salti, uns teningarnir eru mjúkir í gegn. Setjið til hliðar og kælið niður. Hrærið sýrðum rjóma, sinnepi, hunangi og smá salti saman. Skolið spínatið og skerið niður vorlaukinn. Hrærið saman kartöflum, spínati, vorlauk og sósunni. Toppið með kóríander. Villisveppasósa á 5 mínútum 200 g blandaðir sveppir eftir smekk, t.d. kastaníu- og flúða- sveppir 200 ml matreiðslurjómi ½ villisveppaostur ½ piparostur 1 msk. fljótandi kjötkraftur 1 msk. smjör Steikið sveppina upp úr 1 msk. af smjöri. Setjið sveppina til hliðar, skerið ostinn í bita og bræðið við lágan hita í rjómanum. Bætið kjöt- krafti við. Að lokum fara svepp- irnir út í. 10 SÉRBLAÐ SUMARHÚS 22. MAÍ 2020 DV Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Söluskrifstofa - Lynghálsi 2 - 110 Reykjavík Netfang - sala@limtrevirnet.is Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 limtrevirnet.is Bjóðum vætuna velkomna Hjá Límtré Vírnet færðu hinar traustu og fallegu Lindab þakrennur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.