Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Blaðsíða 45
H árgreiðsluhetjan og útvarpssnilling-urinn hann Svavar Örn Svavarsson er fæddur í Fiskamerkinu. Lúna Fírenza,
spákona og tarotmeistari DV, lagði spilin fyrir
hann.
Fiskarnir eru þekktir fyrir að vera innilegir og hlýir.
Þeir gera allt sem þeir geta til að tryggja að fólkið
í kringum þá sé hamingjusamt. Þeir eru líka mjög
listrænir og með mikið hugmyndaflug. Þeir vilja
helst hanga með fólki sem nennir að synda með
straumnum, en veikleiki Fiskanna er að þeir fara
stundum í fórnarlambshlutverkið.
Dómarinn
Lykilorð: Réttlæti, sanngirni, sannleikur, orsök og
afleiðing, lög
Það er fargi af þér létt og þú sérð allt í skýrara ljósi,
þú horfir á allt falla í réttan farveg á ný. Sannleikurinn
mun skína í gegn og með því að vera samkvæmur
sjálfum þér muntu ná þínu fram. Ef einhverjar deilur
hafa verið í gangi, þá mun verða friðsæll endir á því.
Og ef einhverjir hafa verið að reyna að brjóta eða
svindla á þér mun kosmósið sjá um karma þeirra,
múhahaha, ekki eyða þinni orku í þá.
Stafariddari
Lykilorð: Leiðtogi, framtíðarsýn, frumkvöðull, viður-
kenning
Þetta spil merkir að framkvæmdir eru að fara af stað
og að ásetningur þinn mun verða öllum ljós. Jákvæðni
er sterkt tól sem mun styðja þig í þessu verki og
þær hindranir sem þér fannst vera í vegi þínum eru
mun minni en þér fannst í upphafi. Oft er það bara
spurning um að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni og
hugsa í lausnum, þá gerast töfrar!
Sexa í sverðum
Lykilorð: Breytingar, losun á böggum, ný braut
Það eru greinilega spennandi tímar fram undan hjá
þér en þetta spil er táknrænt fyrir nýtt upphaf og
miklar breytingar og þá helst þær innri. Þú þarft að
læra að hlusta á þína innri rödd, þú veist alveg hvað
þú vilt en kannski staldrar ekki nógu lengi við til þess
að spyrja sjálfan þig hvað það er sem þú vilt heldur
ert jafnvel bara á sjálfstýringu. Stoppaðu, íhugaðu og
taktu útreiknuð skref.
Skilaboð frá
spákonunni
Þú mátt dást að sjálfum þér – við gerum það!
STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Svavar Örn Svavarsson
Svona eiga þau saman
Hrútur
21.03. – 19.04.
Þú ert þessi raunsæistýpa sem
trúir ekki stjörnuspánni nema hún
segi eitthvað sem hentar þér!
Þannig að spáin þín þessa vikuna
er að þér mun áskotnast auka-
peningur og ástin mun blómstra
sem aldrei fyrr… Er þetta satt eða
er ég bara meðvirk spákona? Þú
ræður!
Naut
20.04. – 20.05.
Þú ert ekki Naut fyrir ekki neitt
og blæst bókstaflega úr nösum
þegar reynir á! Í guðanna bænum,
hlauptu hringinn í kringum húsið
nokkrum sinnum áður en þú lætur
utanaðkomandi aðstæður bitna á
þínum nánustu.
Tvíburar
21.05. – 21.06.
Kældu kampavínið, taktu út spari-
stellið, rakaðu þig þar sem það
er viðeigandi – eða ekki. Farðu í
sparidressið… „Nú, af hverju?“
spyrðu þig. Og svarið er: „Af því
bara.“ Þegar þú nýtur, þá kallar þú
til þín meiri gleði og aukin tæki-
færi. Hannaðu líf þitt, kæri Tvíburi.
Krabbi
22.06. – 22.07.
Settu á þig ennisbandið, farðu í
æfingafatnaðinn og spilaðu svo
mjög hátt þemalagið úr Rocky-
myndinni. Þessa vikuna ætlar þú
að yfirstíga hræðsluna og gera
það sem gera þarf, horfast í augu
við óttann og taka völdin. Það
mun verða mikill léttir. Koma svo!
Ljón
23.07. – 22.08.
Ljónin eru alltaf svolítið sexí,
hleyptu ljónynjunni út og skvettu
úr klaufunum. Við vitum öll að
þú átt einhverja flík með tígris-
dýra- eða hlébarðamunstri. Ekki
ljúga! Nú er tíminn til þess að fara
í hana. Þessa vikuna mun dýrseðli
þitt taka yfir, hvað sem það nú
þýðir.
Meyja
23.08. – 22.09.
Sjarmi þinn tekur yfir þessa
vikuna. Fólk heillast og laðast að
þér. Nýttu þér orkuna fyrir þína
hagsmuni. Ég mana þig til að biðja
um það sem þú vilt. Það eru allar
líkur á að þú munir fá óskir þínar
uppfylltar.
Vog
23.09. – 22.10.
Your’s truly, spákonan, er Vog.
Því hentar það mér sérlega vel að
skrifa jákvæðustu spána í þessum
dálki. Vogarsystkinin mín græða
líka á því! En þetta verður vikan
sem þú endurheimtir gleðina fyrir
lífinu og framtíðinni. Jafnvægið
kemur í allri sinni dýrð. Njóttu!
Sporðdreki
23.10. – 21.11.
Þú ert svo mikið ástríðumerki að
þú átt það til að vera miskilin/n.
Beindu þessari ástríðu inn á við
og skelltu þér í smá hugleiðslu og
æfingarútínu til þess að ná fókus
og jafnvægi. Þú munt græða á að
jarðtengja þig þessa vikuna. Farðu
úr skónum og andaðu djúpt.
Bogmaður
22.11. – 21.12.
Það er ástæða fyrir því að þú ert
með boga! Þú hittir oftast í mark í
öllu sem þú tekur þér fyrir hendur
en boginn þessa vikuna táknar að
þú þurfir að einbeita þér að einu
skotmarki í einu til þess að ná
þeim árangri sem þú sækist eftir.
Steingeit
22.12. – 19.01.
Þú ert ekki alveg að nenna að
sinna skyldum þínum og finnur
mikla löngun til þess að gera ALLT
annað en það sem þú átt að gera!
En frestunarárátta veldur bara
vítahring kvíða, þannig að við
ráðleggjum þér að klára verkið í
skömmtum. Þú getur þetta!
Vatnsberi
20.01. – 18.02.
Þú varst einn af þeim sem töldu
niður mínúturnar í að sund-
laugarnar opnuðu aftur. Því þegar
einhver segir þér að þú megir ekki
gera eitthvað, þá er það einmitt
það sem þig langar MEST að gera.
Það er svo ekkert víst að þig langi
lengur í sund þegar það má svo!
Fiskur
19.02. – 20.03.
Hættu að væla og komdu að kæla,
gæti verið slóganið þitt þessa
vikuna. Í fyrsta lagi þarftu ekki að
segja já við öllum fyrirspurnum.
Veldu fyrir þig og sinntu sjálfri/
um þér fyrst og þá dettur allt í
réttan farveg. Sjálfsvorkunn fer
þér ekkert sérlega vel… Og ekki
skjóta sendiboðann!
Vikan 22.05. – 28.05.
Kosmósið mun sjá um þeirra karma
Eurovision-par slær í gegn
MYND/SIGTRYGGUR ARI
stjörnurnarSPÁÐ Í
D aði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ás-mundsdóttir hafa slegið í gegn undan-farna viku með hverjum sigrinum á
fætur öðrum í Eurovision-keppnum á inter-
netinu. Parið hefur verið saman í tæplega ára-
tug og á saman eina dóttur. DV lék forvitni á
að vita hvernig þau eiga saman ef litið er til
stjörnumerkjanna.
Daði er Krabbi og Árný er Fiskur. Fiskurinn
og Krabbinn eru bæði vatnsmerki og tengjast
því í gegnum tilfinningar, yfirleitt um leið og
þau horfa hvort á annað. Þetta ástarsamband
er virkilega jákvæður og ástúðlegur hittingur
tveggja sála. Þau eru bæði mjög rómantísk
og tilfinningarík og skilja hvort annað á allt
öðru stigi en flestir. Þau eru stuðningurinn og
stöðugleikinn sem þau bæði þurfa.
Aðaláskorun þeirra er breytileg manngerð
Fisksins, en Fiskurinn þarf að vera óhræddur
við að vera hann sjálfur.
Þó svo að tilfinningabönd Krabbans og Fisks-
ins séu sterk þá eru merkin ekki alltaf sam-
mála þegar kemur að gildum og hvernig eigi að
forgangsraða þeim. Lykillinn er að finna jafn-
vægi á milli spennu og stöðugleika. n
Daði Freyr Pétursson
30. júní 1992
Krabbi
n Þrjóskur
n Hugmyndaríkur
n Traustur
n Tilfinningavera
n Skapstór
n Óöruggur
Árný Fjóla Ásmundsd.
17. mars 1991
Fiskur
n Ástúðleg
n Listræn
n Vitur
n Blíð
n Dagdreymin
n Treystir of mikið
MYND/AÐSEND
STJÖRNUFRÉTTIR 33DV 22. MAÍ 2020