Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR 22. MAÍ 2020 DV R agnar er alinn upp í Hlíðunum í Reykja­vík. Hann á einn yngri bróður, sem er búsettur í Berlín, og er náinn foreldrum sínum. Aðdáunin skín úr aug­ unum þegar hann talar um fjölskylduna. Pabbi Ragnars er Ingvar Sigurgeirsson, pró­ fessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, og móðir hans er Lilja María Jónsdóttir, lektor við sama svið. „Mamma lauk doktorsprófi 64 ára fyrir framan fullan sal af fólki og með Vigdísi Finnbogadóttur á fremsta bekk. Hún gerði það með bravör,“ segir Ragnar. Læknir eða lögfræðingur Ragnar ætlaði sér aldrei neitt sérstaklega að verða læknir. „Ég hefði alveg eins getað orð­ ið kennari eða lögfræðingur. Ég man aldrei eftir að hafa fengið þá hugmynd að verða læknir. Ég man ekki einu sinni eftir að hafa sótt um. Ég hef hreinlega ekki grænan gvend. Mig langaði bara í eitt­ hvert krefjandi nám. Þetta var kannski svona eftir á að hyggja áskorun, að velja erf­ itt nám og sjá hvort ég myndi ráða við það. Ég er í dag mjög feginn að hafa ekki orðið lögfræðingur. Ég held að það hefði ekki dreg­ ið fram mína bestu mannkosti. Ég sé fyrir mér að ég hefði orðið steríótýpan af erfiðum lögfræðingi sem hefði farið í eitthvert brask, enda er ég áhrifagjarn með eindæmum,“ segir hann og brosir. „Ég get líka verið ansi frekur.“ Ragnar þekkir veikleika sína og getur auðveldlega gert grín að þeim. „Ég er svo hrif­ næmur. Ef einhver kemur með einhverja hugmynd til mín, er auðvelt að hrífa mig með og ég verð mjög spenntur. Ætli ég sé ekki stemningsmaður.“ Ragnar viðurkennir að þeg­ ar kom að bókakaupum fyrir læknanámið hafi hann áttað sig á alvöru lífsins. „Ég hugs­ aði bara: Hver fjárinn, hvað er ég að gera hérna? Þetta voru þvílíkir doðrantar. Ég endaði á að þurfa að fara í numerus clausus tvisvar (inntökuönn í læknadeild). Ég kunni ekki al­ mennilega að læra á þessum tíma.“ Notaði sérstaka námstækni Ragnar gekk í Menntaskólann við Hamrahlíð og þar fékk stemningsmaðurinn að njóta sín. Læknirinn tilvonandi rit­ stýrði skólablaði MH, var í kór og lagði stund á leiklist. „Þeg­ ar ég byrjaði í læknanáminu kunni ég ekki almennilega að læra. Ég þurfti að læra að læra. Ég fór meira að segja og talaði við eiginmann frænku minnar sem hafði gefið út bók um námstækni. Ég las bókina hans og þar var fullt af aðferðum sem ég tileinkaði mér og hef nýtt mér síðan. Til dæmis hugsa ég öll kaflaheiti og millikafla sem spurningarmerki og les alla kafla með það að leiðarljósi að svara spurningunni. Það bætir minnið við lestur kafl­ ans. Svo eru það „the 4 r’s“, read, review, recite, recall. Það gengur út á að lesa hratt og skima yfir og velja sérstök orð og talar um þau upphátt og á endanum getur þú lært nánast heilu kaflana utan að.“ Eftir þetta gekk Ragnari vel að læra. Fyrstu þrjú árin voru mikið bóknám. „Svo snýst þetta pínulítið um að ljúga að sjálfum sér að manni finnist vefjafræði og líffæra­ fræði skemmtileg. En svo varð þetta rosalega gaman um leið og klínísku fögin komu. Þá áttaði ég mig líka á því að ég vissi ekkert um hvað læknis­ fræðin snerist. Mín hugmynd um að verða læknir var allt önnur en starfið reyndist vera. Sem betur fer. Ég var ungur og barnalegur og hugs­ aði í steríótýpum. Ég sá fyrir mér að læknir væri föðurleg, yfirgnæfandi týpa. En svo er þetta alls ekki þannig. Þetta er auðmjúkt starf þar sem þú reynir að þjónusta fólk úr öllum stigum samfélagsins. Þetta er þjónustustarf þar sem þú reynir að greiða götu fólks. Læknisfræðin er eitt, en svo er það allt annað að geta talað við fólk – blanda af þessu er læknislistin.“ Ragnar segist feginn að starfið sé ekki eins og hann hafði ímyndað sér út frá sjón­ varpsþáttum. „Það hefði verið glatað að sitja uppi sem föður­ legur fantur úr Grey’s Ana­ tomy.“ Læknirinn ekki alltaf lausnin Gigt er flókið fyrirbæri og alls ekki sá sjúkdómur sem virkar hvað mest aðlaðandi fyrir ungan lækni að sérhæfa sig í. „Fólk hugsar bara um göngu­ grindur og gamalt fólk þegar það er minnst á gigt. Það er þó alls ekki raunin. Stærsti hluti starfs gigtarlæknisins er að fást við sjúklinga sem glíma við liðagigt, hryggikt, sóra­ gigt eða rauða úlfa, til dæmis. Svo eru aðrir sjúkdómar eins og vefjagigt, sem er ekki bólgusjúkdómur heldur verkjaheilkenni. Vefjagigtar­ sjúklingar vilja oft koma til okkar gigtarlækna og vona að við getum gert eitthvað fyrir þá, en sú meðferð sem þeir þurfa er gjörólík meðferðum sem notaðar eru við bólgu­ sjúkdómum og í raun gera læknar ekki mikið gagn fyrir vefjagigtarsjúklinga, nema kannski að veita góð ráð eða stuðning. Lyfjameðferð er oft bara til vansa. Heppilegra er að vera hjá góðum og skilningsríkum sjúkraþjálfara og sálfræð­ ingi, sem getur aðstoðað við andlegu hliðina við að vera að þjást af langvinnum verkj­ um. Læra núvitund og hitta svefnráðgjafa. Meðhöndla þarf alla undirliggjandi geð­ sjúkdóma og styðja þannig við betri líðan.“ Aðgengi er stóra málið Ragnar segir Ísland vera með gott aðgengi að heilsugæslu og sérfræðiþjónustu og þess vegna sé íslenska heilbrigðis­ kerfið í grunninn gott, þó að við borgum minna fyrir það (sem hlutfall af vergri lands­ framleiðslu). „Ástæðan fyrir því að það er gott, er gott aðgengi, sem er lykillinn að góðu kerfi. Ef þú veist að þú kemst fljótt til læknis, að læknirinn talar við þig og passar upp á þig, þá er ekki þetta stressmó­ ment. Ekki þessar vanga­ veltur um það hvort þú kom­ ist til læknis, eða hafir efni á því. Ég held að það sé meðal annars þess vegna sem við komumst upp með að borga 3 prósentum minna af vergri landsframleiðslu í heilbrigðis­ þjónustu en nágrannaþjóðir okkar í Skandinavíu.“ Ragnar er talsmaður sjálf­ stætt rekinnar heilbrigðis­ þjónustu í bland við ríkis­ rekna. „Þetta er líklega besta fjárfesting sem gerð er á Ís­ landi. Þjónustan mín á stof­ unni minni kostar fjórðung af því sem hún kostar í Sví­ þjóð og þriðjung af því sem hún kostar í Bretlandi. 350 læknar á sjálfstætt starfandi stofum sinna 500.000 þúsund læknisheimsóknum á ári – og kosta ekki nema 7 prósent af útgjöldum til heilbrigðismála. Sjálfstæðu stofurnar eru hag­ kvæmur kostur og veita af­ bragðsþjónustu,“ segir hann. Lagði steikinni og tók upp símann Ragnar sóttist eftir læknis­ stöðu á gigtlækningadeild Í þrjár vikur fékk fólk færri hjartaáföll Ragnar Freyr Ingvarsson, gigtar- og lyflæknir, er mörgum kunnur sem Læknirinn í eldhúsinu. Hann hefur gefið út fjölda matreiðslubóka og stýrt vinsælum matreiðsluþáttum. Lífið er þó ekki eintóm veisla hjá þessum harðduglega lækni, sem fór fyrir COVID-19 teymi Landspítalans í miðjum heimsfaraldri. Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.