Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Qupperneq 14
14 31. janúar 2020FRÉTTIR S tefán Eiríksson, fyrrver- andi borgarritari, lögreglu- stjóri, stjórnmála- og fjöl- miðlamaður, hefur verið á vörum allra síðustu daga í ljósi ráðningar hans í stöðu nýs út- varpsstjóra. Hann tekur til starfa 1. mars næstkomandi og mun gegna hlutverkinu næstu fimm árin, en fjörtíu og einn einstak- lingur sótti um stöðu útvarps- stjóra og er hermt að ákvörðun um ráðningu Stefáns hafi verið samhljóða á fundi stjórnar hjá Ríkisútvarpinu. „Ég elska RÚV og hlakka mikið til að takast á við öll þau frábæru verkefni sem þar eru framundan. Ég lofa að gera mitt besta, hlusta, læra, vera virkur og standa vörð um þessa mikil- vægu þjónustu í þágu allra lands- manna,“ sagði Stefán á samfé- lagsmiðlum sínum í kjölfar þess að ráðningin var opinberuð. Marga fjöruna sopið Stefán er fæddur þann 6. júní árið 1970. Hann lauk grunnskóla- prófi frá Haga- skóla í maí 1986 og stúd- entsprófi frá Menntaskól- anum við Hamrahlíð í desem- ber 1990. Hann keppti í Morfís og Gettu betur fyrir hönd MH og var valinn ræðumaður Íslands í úr- slitakeppni Morfís 1989. Síðar meir útskrifaðist hann frá laga- deild Háskóla Íslands, í febrúar 1996. Stefán gerðist blaðamaður á Tímanum við upphaf tíunda áratugarins og síðar á Morgunblaðinu árin 1991–1996 samhliða laganámi. Undir lok námsins var hann ráð- inn sem lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu frá rsbyrjun 1996. Í kjölfarið þess starfaði hann í sendiráði Íslands í Brussel og sinnti þar verkefn- um á sviði dóms- og innanrík- ismála, þar á meðal á vettvangi Schengen-samstarfsins. Hann var skipaður skrifstofustjóri dómsmála- og löggæsluskrif- stofu dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins 1. janúar 2002 og síðar sama ár staðgeng- ill ráðuneytisstjóra. Hann var í stjórn Neyðarlínunnar frá ár- inu 2002 og stjórnarformaður til ársins 2007. Árið 2006 var Stefán skipaður lögreglustjóri á höfuðborgar- svæðinu. Hann var sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar frá 1. september 2014. Á milli verkefna hefur hann sinnt stundakennslu í Há- skóla Íslands og við Háskólann í Reykjavík og kenndi lögfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð samhliða laganámi. Í desember 2016 réð borgarráð Reykjavíkur- borgar Stefán í starf borgarritara. Eurovision-aðdáandi með söngrödd Í bland við árangursríkan og umfangsmikinn feril átti Stefán ýmsa góða daga þegar hann var söngvari hljómsveitarinnar Fyrir- bæris. Hljómsveitin var stofn- uð snemma vors 1985 og starfaði fram á sumar 1986. Fyrirbæri tók þátt í Músíktil- raunum Tónabæjar síðara ár sitt en komst ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar auk Stefáns voru þeir Kristján Eldjárn gítarleikari, Baldur Stefánsson bassaleik- ari, Ingi Ingason trommuleikari og Haraldur Kristinsson hljóm- borðsleikari. Örlygur Smári, sem síðar varð títtkenndur við Eurovision, á einnig að hafa ver- ið í sveitinni á einhverjum tíma- punkti. Þegar Kristján Eldjárn lést úr krabbameini árið 2002 kom sveitin saman og hélt ball til styrktar Krabbameinsfélaginu vegna Mottumars-átaksins það árið. Bróðir Kristjáns fyllti þá skarð Kristjáns og lék á gítar. Stefán hefur verið duglegur að tjá dálæti sitt á Eurovision- söngvakeppninni og telur keppn- ina hafa færst nær hjarta hans með nýju starfi sem útvarps- stjóri. Í viðtali við Síðdegisþátt- inn á K100 í vikunni sagði Stefán á léttum nótum að keppnin hefði verið ástæðan fyrir því að hann sótti um starfið. „ Mér hef ur ekki tek ist að kom ast í úr slita keppni Eurovisi on og það voru tvær leið- ir: Annaðhvort að senda inn lag í keppn ina og ég hugsaði að það væri aðeins minni mögu leiki, ég sæki bara um þetta starf,“ sagði Stefán. „Englafréttir af meirihlutanum“ Íslendingar hafa flestir tekið al- mennt vel í ráðninguna þótt ör- uggt sé að segja að hún þyki einnig umdeild. Algeng kvörtun hefur reynst sú að ráðinn sé karl í umrætt starf. Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar hafa annars vegar sagst óttast að ráðn- ing Stefáns verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Kolbrún Baldurs- dóttir, oddviti Flokks fólksins, gagnrýndi ráðninguna sérstak- lega á dögunum og sagði að nú verði sagðar „bara ein hverjar engla fréttir af meiri hlut anum í borg inn i.“ Í febrúar 2019 ritaði Stefán afar harðort bréf á Facebook-síðu Reykjavíkurborgar sem gríðar- legur fjöldi fólks hefur aðgang að. Þar gagnrýndi hann fram- göngu „fáeinna“ borgarfulltrúa undanfarna mánuði og sagði þá hafa „ítrekað vænt starfsfólk Reykjavíkurborgar um óheiðar- leika og vegið með ýmsum öðr- um hætti að starfsheiðri þeirra.“ Hvatti Stefán starfsfólk borgar- innar til að standa saman, því það Nærmynd af Stefáni Eiríkssyni Músíkalskur lögmaður og Eurovision-aðdáandi n Úr ræðumanni í laganám og lögreglustjórann n Skiptar skoðanir á ráðningu RÚV n Lofar sínu besta „Krabbamein á lögregluna Framhald á síðu 16 Stefán Eiríksson í Morfís.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.