Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Qupperneq 34
34 FÓKUS 31. janúar 2020 Í stríði við fjár- magnsaðila Þegar réttur til endurgerðar er tryggður er það sjald­ an samasemmerki á bratta framleiðslu. Það vakti þó fljótt athygli í kringum jólin 2018 þegar leikkonan og leik­ stjórinn Jodie Foster tryggði sér réttinn á kvikmyndinni Kona fer í stríð frá Benedikt Erlingssyni. Heimild­ ir herma að Foster hafi kolfallið fyrir upp­ runalegu myndinni og hyggst hún leikstýra, framleiða og leika að­ alhlutverkið. Fjár­ mögnun þessa verk­ efnis hefur hins vegar gengið hægar en aðstandendur hafa kært sig um. Verkefnið ku þó enn vera í pípunum hjá Foster og hennar teymi, en biðin gæti orðið lengri en upp­ haflega var ætlað. Þ að er talið vera ákveðinn heiður fyrir kvikmynd­ ir þegar hlutlausir aðilar tryggja sér réttinn til að endurgera verkið fyrir stærri markað. Í íslenskri kvikmynda­ gerð er oft slegist um þennan heiður og hafa ófáar endurgerð­ ir á íslenskum verkum verið sett­ ar á teikniborðið undanfarin ár. Þekktustu dæmin eru sennilega Contraband, Prince Avalanche og Benji the Dove svo dæmi séu nefnd, en til hefur staðið að blása til fleiri endurgerða á vestrænum velli. Skoðum aðeins þetta um­ rædda teikniborð og verkefnin sem eru bæði í vinnslu og limbói. Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt Endurgerðir í limbói Hvar eru Hollywood-endurgerðirnar sem okkur var lofað? Ekki réttur tími Stórrisarnir hjá 20th Century Fox tryggðu sér réttinn á sjónvarpsþáttaröðinni Réttur frá Saga Film. Þróun þessa verkefnis hófst árið 2012 og er í höndum framleiðandans Howards Gordon, sem kom meðal annars að gerð þáttanna 24 og Homeland. Búið var að gefa upp að heiti þáttanna yrði Ritter, en nokkrum árum síðar tók NBC við verkefninu og nefndi þættina Infamous. Sjón­ varpsstöðin gerði prufuþátt og var hann í umsjón þeirra sem standa á bak við þættina This is Us. Prufuþátturinn var afhjúpaður snemma árið 2017 og fékk ekki samþykki til áframhaldandi framleiðslu. n Fangar selja Sjón varps serí an Fang ar er fyrsta ís lenska sjónvarpsserí an sem verður end ur gerð í Hollywood, en rétt ur inn var ný lega seld ur þangað. Fangelsisdramaþættir hafa verið sérlega vinsælir undanfarin ár og hefur hvert framleiðslufyrirtækið á fætur öðru slegist um að tryggja sér eitthvað nýtt í þeim efnum. Staða endurgerðar er enn í fullum gangi og verður áfram, nema í ljós komi að bóla prísundardramageirans springi á næstu misserum. Úr rökkri í dagsljósið Íslenska hrollvekjan Rökkur verður endurgerð af framleiðslufyrir­ tækinu Orion Pictures fyrir bandarískan mark­ að, en Erlingur Óttar Thoroddsen, leikstjóri og handritshöfundur upprunalegu myndarinnar, skrifar nýju útgáfuna. Kvikmyndaverið Orion Pictures var nokkuð stórt á níunda og tíunda áratug síðastu aldar og framleiddi gæða­ myndir á borð við The Silence of the Lambs, Platoon, The Terminator, Amadeus og fleiri. Endurgerð myndarinnar verður dreift af fyrir­ tækinu United Artists og er framleiðsla búin að vera á fullu skriði, þótt enn eigi eftir að til­ kynna frumsýningardag. Hvað varð um erlendan Erlend? Árið 2008 seldi Baltasar Kormákur réttinn á endurgerð kvikmyndarinnar Mýrin. Þetta var tveimur árum eftir útgáfu myndarinnar hér á landi og var það bandaríska framleiðslufyrirtækið Overture Films sem eignaði sér þennan rétt. Erlendis ber kvikmynduð saga Arnalds Indriðasonar nafnið Jar City og hefur ítrekað verið reynt að koma þessu verkefni af stað en verkfall handritshöfunda í Hollywood árið 2008 hafði mikil áhrif á þróun þessarar myndar. Síðar fór Overture Films á hausinn og tók David Linde við kefl­ inu, en hann var eitt sinn í forsvari fyrir Universal og kvikmynda­ fyrirtækið Focus en hefur nú stofnað nýtt framleiðslufyrirtæki. Árið 2012 var blásið nýju lífi í verkefnið og kom til greina að ráða Brian Kirk sem leikstjóra, en hann er þekktur fyrir aðkomu sína að Game of Thrones og spennumyndinni 21 Bridges. Staða banda­ rísku Mýrarinnar er enn óljós en upprunalega myndin hefur hlot­ ið jákvætt umtal og eignast sterkan aðdáendahóp á liðnum árum. Ekki hefur komið til tals hvaða erlendu leikarar koma til greina í hlutverk lögreglumannsins Erlends, sem Ingvar Sigurðsson túlkaði eftirminnilega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.