Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.2020, Side 48
31. janúar 2020 5. tölublað 110. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Í DAG, Á MORGUN LAUGARDAG OG SUNNUDAG, 31. JANÚAR TIL 2. FEBRÚAR HANS J. WEGNER, ARNE JACOBSEN, BORGE MOGENSSEN, PHILIPPE STARCK, ERIK MAGNUSSEN, OFL. Allt að sjötíu prósenta afsláttur af sýningarvörum Skeifan 6 / 5687733 / www.epal.is Enn einn trúverðugur íslenskur krimmi? Ellý teiknar Söru S pákonan, flotþerapist- inn og fjöllistakonan Ellý Ármannsdóttir hef- ur síðustu misseri vak- ið athygli fyrir teikningar sínar og málverk af nöktum kvenlík- amanum. Sumar myndir hafa verið ansi djarfar, sem á þó ekki við um nýjasta verkefni hennar. Hún fékk það verkefni að teikna mynd fyrir umbúð- ir á nýju poppi, svokölluðu próteinpoppi, sem kemur úr smiðju crossfit-stjörnunn- ar Söru Sigmundsdóttur. Ellý ákvað að teikna mynd af Söru sjálfri en þó ekki nak- inni eins og Ellý sérhæfir sig í. L eik- og söngkonan Bryn- dís Ásmundsdóttir og hennar heittelskaði, Karl Magnús Gústafsson, settu upp hringa nú undir lok janúar. Stóra og veglega dökka hringa sem Bryndís birti mynd af á Instagram. Við myndina stóð einfaldlega: „Við“. Ham- ingjan ljómar af parinu en þau opinberuðu samband sitt um jólin 2018. Síðan þá hefur Bryndís, sem af mörg- um er talin vera holdgerving- ur Tinu Turner, birt ófáar myndir af bónda sínum og þrem- ur börnum, sem hún á úr fyrra sambandi, og því ljóst að framtíðin er björt. Settu upp hringa N ý íslensk þáttaröð, Sisterhood, lítur dags- ins ljós á næsta ári, en serían er framleidd af Sagafilm í samstarfi við sjónvarpsrisann Sky Studios og verður sýnd á Viaplay og í Sjón- varpi Símans. Um er að ræða þáttaröð í sex hlutum, en þetta er fyrsta verkefnið sem kemur úr samstarfs- og dreifingarsamningi Sagafilm við breska fyrirtækið Sky Studios sem skrifað var undir síðasta haust. Jóhann Ævar Grímsson og Björg Magnús dóttir skrifa handritið en leikstjórn er í höndum Silju Hauks- dóttur. Þáttaröðin fjallar um Veru, rannsóknarlög- reglukonu sem fær í hendurnar dularfullt mál þegar beinagrind ungrar stúlku sem hvarf sporlaust fyr- ir tuttugu árum finnst í smábæ á Íslandi. Samstarfs- félagar Veru telja málið einfalt en annað kemur á daginn þegar hópur af konum kemst í uppnám við fund beinagrindarinnar, hópur sem hefur þagað yfir ljótu leyndarmáli um morðið á þessari ungu stúlku. „Með því að gera aðalumfangsefnið fullorðnar konur sem frömdu hryllilegan glæp í fortíðinni verð- ur Sisterhood undirtegund glæpaseríuflokksins, sem margir hafa spreytt sig á,“ segir Jóhann Ævar í viðtali við Variety. Pálmi Guðmundsson, hjá Símanum, segir í sömu grein að hann innsigli sjaldan samn- inga þegar seríur eru enn á frumstigi en að hann hafi gríðarmikla trú á sögunni og karakterunum á bak við Sisterhood. n Sjónvarpsrisi veðjar á Símann og Sagafilm Silja Hauksdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.