Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1968, Page 3

Íþróttablaðið - 01.08.1968, Page 3
Skíðamót íslands 1968 30. Skíðamót Islands fór fram í Hlíðarfjalli við Akureyri um páskana í vor, þ.e. dagana 10.-15. apríl. Skiðamót Islands var fyrst haldið um páskana 1937 og hefur jafnan farið fram á þeim árstíma síðan, nema hvað mótið féll niður árin 1941 og 1959 vegna farsótta, sem þá herjuðu. Skíðalandsmótið var nú haldið á Akureyri, í fyrsta skipti eftir að samþykkt var uppbygg- ing landsvetraríþróttamiðstöðvar þar, en eins og kunnugt er, hafa á undanförnum árum verið unnin mikil stórvirki í uppbyggingu fullkom- innar skíðaaðstöðu í Hlíðarfjalli, m.a. með byggingu vandaðrar skíðalyftu, sem tekin var í notkirn síðast liðinn vetur. Var mótið því haldið við betri aðstæður en nokkru sinni áður, hvað snerti mannvirkja- og tækjabúnað. Til þátttöku í mótinu var skráður 91 kepp- andi, og voru þeir frá þessum félögum og hér- aðssamböndum: Skíðaráð Akureyrar .... 22 keppendur Skíðaráð Reykjavíkur .... 20 — Skíðaráð Isafjarðar . . . Skíðafélag Siglufj., Skíðaborg Skíðafélag Fljótamanna . . Héraðssamband S.-Þingeyinga Iþróttabandalag Ólafsfjarðar Ungmennasamb. Eyjafjarðar 17 keppendur 15 — 7 — 6 — 3 — 1 keppandi Mótið fór hið bezta fram í umsjá Akureyr- inga, enda var ekkert til sparað, að það mætti fara sem bezt úr hendi. Unnu alls 89 sjálfboða- liðar að mótshaldinu, við lagningu og viðhald brauta, hliðvörzlu, tímatöku og dómarastörf, við sölu aðgöngumiða, stjórn samkomuhalds og margt fleira, og er vægt reiknað, að um 600 dagsverk hafi farið í undirbúning og fram- kvæmd mótsins. Mótsstjóm skipuðu Hermann Stefánsson, Jens Sumarliðason og Haraldur M. Sigurðsson, en yfirdómari var Guðmundur Ámason. Leik- stjóri við göngu var Tryggvi Þorsteinsson, við stökk Hermann Sigtryggsson og við alpagrein- ar Óðinn Árnason. 187

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.