Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 14

Íþróttablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 14
fSLAND 1968 Norðurlandamót í körfuknattleik Árið 1962, þegar sænska körfuknattleiks- sambandið varð 10 ára, buðu Svíar hinum Norðurlandaþjóðunum til keppni í Stokkhólmi um bikar, sem þeir nefndu „Polar Cup“. Þá var samin reglugerð fyrir Polar Cup-keppnina sem meistaramót Norðurlanda í körfuknattleik. Síðan hefur mótið verið haldið á tveggja ára fresti í Helsinki og Kaupmannahöfn. Þegar ákveðið var á ráðstefnu norrænu körfuknattleikssambandanna í Kaupmannahöfn um páskana 1966, að „Polar Cup“ skyldi hald- ið í Reykjavík um páskana 1968, fannst körfu- knattleiksmönnum KKÍ hafa færzt allmikið í fang, en komizt jafnframt í feitt. Undirbúningur að mótinu var allur hinn bezti, og á undirbúningsnefndin, sem skipuð var þeim Magnúsi Björnssyni, Helga Sigurðs- syni og Einari Matthíassyni, lof og þakkir skil- ið fyrir vel unnin störf, svo og allur sá fjöldi áhugamanna, sem vann við mótið. Dómarar mótsins voru Leo Ahlbom (Finnland), Torben Steen-Nielsen (Danmörk), Lennart Rörgren (Svíþjóð), Stein Evju (Noregur), Ingi Gunn- arsson (Island) og Marinó Sveinsson (Island). Dómararnir voru allir góðir, en áberandi var, hve norski dómarinn vann starf sitt vel, og var hann ekki síður sveittur en leikmexm. Mótið fór fram í Laugardalshöllinni. Var það «ett þar nákvæmlega kl. 2 laugardaginn 13. apríl. Menntamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, setti mótið, og Lúðrasveitin Svanur lék þjóð- söngva landanna, en áður höfðu liðin fimm gengið inn á gólf hallarinnar með dómara og glímumenn, sem fánabera hvers liðs, í broddi fylkingar. Var setningarathöfnin hátíðleg í alla staði. Fyrsti leikurinn var milli Dana og Norð- manna. Danir sýndu skemmtilegan leik og unnu með yfirburðum, 100 stigum gegn 29. Allmikill byrjendabragur var á leik Norðmanna, enda er íþróttin á talsverðu byrjunarstigi þar í landi. Þetta var í annað sinn, að Norðmenn tóku þátt í Polar Cup. Talsverð forföll voru í norska lið- inu, m. a. sat bezti maður liðsins, Pál Vik, snú- inn á ökla á varamannabekkjunum. Mikill spenningur ríkti meðal Islandinga um næsta leik, sem var milli Svía og íslendinga, en til þess að vinna 2. sætið í keppninni varð ís- lenzka liðið að vinna Svía. Greinilegt var, að Fyrirliði íslenzka liðsins, Kolbeinn Pálsson, heilsar fyr- irliða þess sænska, áður en leikur hefst. 198

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.