Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 19

Íþróttablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 19
hikað við að setja sterkustu leikmenn félagsins í leikbann fyrir agabrot eða óreglu, jafnvel þótt það kunni að kosta tapleik. Það telja önn- ur félög sér ekki fært, þau, sem við mannfæð búa, en þyrfti að vera sjálfsagt í hverju félagi. Því aðeins er hægt að brýna reglusemi fyrir yngri félagsmönnum, að þeir eldri gefi gott for- dæmi. Leikaðferð Fram var óbreytt, sterkur varn- arleikur og mest lagt upp úr öryggi í sóknarað- gerðum. Að einu leyti fannst mér þó liðið mun betra en í fyrra: leikhraðinn var oftast mun meiri en áður var. Haukar urðu í öðru sæti í 1. deild eftir líkan feril og árið á undan. Þá töpuðu þeir fyrstu 3 leikjum sínum, en eftir það aðeins einum leik fyrir Fram. Nú töpuðu þeir fyrstu 3 leikjunum, en heldur ekki meiru, og íslandsmeistarana burstuðu þeir með 30:18. Þeir unnu að vísu Víking og KR með aðeins eins marks mun í seinni umferðinni, en það undirstrikar kannski bezt það, sem mér fannst einkenna liðið, en það var einbeitni og sigurvilji, sem aldrei brást. Liðsmenn Hauka eru sterkir og þolnir, og liðið slær aldrei af hraðanum í leik sínum. Knattmeðferð þeirra sumra ber reyndar með sér, að þeir séu ekki beinlínis aldir upp með knöttinn í höndunum, en þeir hafa næma til- finningu fyrir samleik og gott auga fyrir veil- um í vörn andstæðinganna. Liðið er alljafnt að getu, Logi Kristjánsson ágætur markvörður, en þó ekki áberandi bezti maður liðsins eins og veturinn áður. Þórður Sigurðsson og Stefán Jónsson voru sennilega sterkastir í sókn, en það má einnig nefna Viðar Símonarson og Sigurð Jóakimsson, og erfitt er að gera upp á milli liðsmanna, því að styrkur Haukanna liggur sízt í snilli einstaklinganna. FH varð í þriðja sæti að þessu sinni, og er ekki að efa, að liðsmönnum félagsins hefur þótt þeir bíta í súrt. FH gerði jafntefli við Víking og Fram, botnliðið og meistarana, í fyrri um- Islandsmeistarar Knattspyrnufé- lagsins Fram. 1 fremstu röð: Guð- jón Jónsson, Ingólfur Óskarsson, Björgvin Björgvinsson og Pétur Böðvarsson. Aðrir frá vinstri: Arnar Guðlaugsson, Ragnar Gunn- arsson, Sigurður Einarsson, Gylfi Jóhannesson, Þorsteinn Björnsson, Gunnlaugur Hjálmarsson, Hinrik Einarsson, Jón Pétursson, Hilmar Ólafsson, þjálfari, Gylfi Hjálmars- son og Guðmundur Gunnarsson. Á myndina vantar Sigurberg Sig- steinsson og Vilhjálm Knudsen. 203

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.