Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 16

Íþróttablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 16
og Norðmanna, og töpuðu Norðmenn eins og áð- ur með miklum mun, 56 stigum gegn 131. Finn- ar sýndu mjög mikla leikni eins og áður. Síðasta dag mótsins, mánudaginn 15. apríl, hófst keppni klukkan 9,30 á leik Finna og Is- lendinga. Þessi leikur var bezti leikur Islands í mótinu, og missti margur af góðum og eftir- minnilegum leik. Nú sýndi íslenzka liðið vel, hvað bezt í því býr. 85:70 urðu lokatölurnar, tap, sem þó var stórsigur fyrir Islendinga, mið- að við fyrri getu í leikjum við Finna. Islenzka liðið byrjaði vel og hafði eitt stig yfir um miðjan fyrri hálfleik, en þá náðu Finn- ar mjög góðum leikkafla. Höfðu Finnar forystu í leikhléi 43:27, og leit því út fyrir stórsigur þeirra. En íslenzku liðsmennirnir, með Kolbein í broddi fylkingar, mættu fílefldir til leiks í síð- ari hálfleik og sigruðu í þeim hálfleik með einu stigi, 43:42. Kolbeinn gætti Pilkevaara og fórst það vel úr hendi, enda skoraði Pilkevaara ,,að- eins“ 15 stig í þessum leik. Bezti maður íslenzka liðsins var þó tvímælalaust Þorsteinn Hall- grímsson. Hann og Einar Bollason skoruðu meginhluta stiganna, Þorsteinn 14 og Einar 12. Auk þess voru þeir mest afgerandi menn liðs- ins í seinni hálfleik. Einnig átti Birgir Jakobs- son góðan leik, en hann er sterkur bæði í sókn og vörn. Og ekki má gleyma Kristni Stefáns- syni, sem var mjög góður, en skorti hörku og úthald til þess að hafa við hinum risavöxnu andstæðingum sínum í liðum Finna og Svía. Finnar voru með aðallið sitt á leikvelli mestan hluta leiksins. Kari Lahti átti beztan leik, skor- aði 25 stig og hafði 83% hittni í tilraunum sín- um, Pilkevaara átti mjög góðan leik eins og endranær, og Kari Rönnholm lék einnig mjög vel, skoraði 14 stig. Seinni leikurinn þennan morgun var milli Svía og Dana. Svíar höfðu alla yfirburði í þess- um leik og höfðu þó varalið sitt á leikvelli mest- allan tímann. Samt var Hanson stigahæstur með 13 stig, þótt hann tæki ekki þátt í leiknum nema í 10 mín. Fiigedi var einnig með 13 stig og Gunná með 12 stig. Danir virtust eitthvað mið- ur sín, og var þetta lélegasti leikur þeirra. Birger Fiala og Arne Petersen skoruðu 8 stig hvor og voru stigahæstir. Lokatölurnar urðu 88:46 (38:23) Svíum í vil. Klukkan 14,30 léku íslendingar síðasta leik sinn í mótinu, við Norðmenn. I þessum leik settu bæði liðin „persónuleg met“ í skorun. Norðmenn hafa aldrei skorað svo mörg stig í einum leik og Islendingar ekki heldur. Beztu leikmenn Islands voru Einar Bollason, Birgir Jakobsson og Þorsteinn Hallgrímsson. Einnig áttu Þórir Magnússon og Jón Sigurðsson ágætan leik. Einar var stigahæstur með 24 stig. Hjá Norðmönnum var Leif Bráten stiga- hæstur með 15 stig. Lokatölur urðu 123:59 (59:24), og ísland hlaut 3. sæti á Polar Cup 1968 eins og alltaf áður. Þá var komið að hápunkti mótsins, úrslita- leiknum milli Finna og Svía. Fyrir mótið höfðu Svíar gert sér miklar vonir um 1. sætið og sögðust aldrei hafa haft jafn mikla möguleika og nú. Finnar byrjuðu með sitt sterkasta lið: Lahti, Rönnholm, Karell, Pilkevaara, Immonen, og Svíar einnig: Grönlund, Lindelöf, Dahllöf, Hanson og Albertsson. Finnar unnu uppkastið, en skoruðu ekki fyrr en í 3. upphlaupi. Sví- ar jafna, og leikurinn helzt jafn nokkra stund. Þá átti finnska liðið frábæran kafla og náði tíu stiga forskoti. Á þessu tímabili skoruðu Finn- ar svo að segja í hverju skoti sínu og sýndu ótrúlegt öryggi í langskotum. En Svíar nálg- uðust aftur og komust yfir, en fyrir leikhlé náðu svo Finnar 3 stigum yfir, 31:28. Seinni hálfleikur var afar spennandi. Liðin skiptust á um forystu framan af hálfleiknum. En þegar 8 mínútur voru af síðari hálfleik tóku Finnar sér leikhlé og skiptu um leikmenn. Stuttu síðar varð Rönnholm að yfirgefa völlinn vegna 5 villna, og stóðu leikar þá 39:39. I stað Rönn- holms kom öldungurinn Kuusela, stigahæsti leikmaður Polar Cup 1962 í Stokkhólmi og fyr- irliði finnska liðsins. Þegar 9 mínútur voru eftir, komust Svíar yfir í 44:43 og virtust vera að ná yfirhöndinni. En Finnar, með Kuusela og Pilkevaara sem beztu menn, sýndu enn mjög góðan leikkafla síðustu mínúturnar og sigruðu með 68 stigum gegn 63. Aldrei hefur verið svo mjótt á mununum, Svíar höfðu lög að mæla, þegar þeir töldu sigurmöguleika sína mikla — en það vantaði þó herzlumuninn. Hjá Finnum áttu þeir Pilkevaara og Kuusela ásamt Lahti beztan leik, en hjá Svíum risarnir Hanson og Albertsson auk Grönlund, sem hef- ur ótrúlegan stökkkraft af svo smáum manni (1.83). 200

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.