Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 5

Íþróttablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 5
Þegar ganga yngri flokksins hófst um kl. 16, var sólbráð og 6 gráðu hiti við markið. Allhvass sunnan- og suðvestanvindur var á og fór vaxandi, þegar leið á gönguna. Var þessi veðurhæð keppendmn til mikils óhagræð- is, og má segja, að menn hafi varla ráðið sér í efsta hluta brautarinnar í hvössustu hryðjun- um. Fyrsti sigurvegari mótsins varð Sigurður Gunnarsson frá Isafirði. Var hann ræstur ann- ar af þeim, sem göngunni luku, næstur á eftir Ásmundi Eiríkssyni úr Fljótum, og var sigur Sigurðar ekki minni fyrir það, að hann var brautryðjandi mestan hluta leiðarinnar. Úrslit í 15 km göngu 20 ára og eldri 1. Trausti Sveinsson, F 2. Gunnar Guðmundsson, S 3. Kristján R. Guðmundsson, 1 4. Stefán Jónasson, A 5. Gunnar Pétursson, t 6. Birgir Guðlaugsson, S 7. Sigurjón Erlendsson, S 8. Sigurður Sigurðsson, 1 9. Elías Sveinsson, í 10. Júlíus Arnarsson. A 11. Siguröur Steingrímsson, F 12. Sigurður Jónsson, 1 13. Halldór Margeirsson, 1 14. Davið Höskuldsson, 1 Sextán voru ræstir, tveir hættu. Ganga eldri flokkanna hófst um kl. 17. Þá var 3 gráðu hiti við mark, en skuggi færðist yfir göngusvæðið. Varð þá mikið rennsli í slóðinni, Trausti Sveinsson úr Fljótum — Islandsmeistari í 15 km og 30 km skíðagöngu — en skel utan slóðar. I lok göngunnar var hita- stig 0° C við mark. Trausti Sveinsson, Fljótamaður, sem hafði rásnúmer 13, sigraði meistara fyrra árs, Gunn- ar Guðmundsson frá Siglufirði, með nærri einnar mínútu yfirburðum og sýndi góðar fram- farir frá því í fyrra, en þá varð hann fjórði í þessari grein. Rásnúmerið reyndist Trausta því engin óhappatala, en hann vann nú fyrsta íslandsmeistaratitil sinn. 1-22:52 klst. 1-23:45 klst. 1-26:39 klst. 1-29:01 klst. 1-29:23 klst. 1-29:53 klst. 1-32:53 klst. 1-35:34 klst. 1-36:23 klst. 1-41:32 klst. 1-41:51 klst. 1-52:06 klst. 1- 59:25 klst. 2- 02:18 klst. Frá setningu Skíðamóts Islands 1968. ■— Þær myndir, sem fylgja þessari grein, tók Matthías Gests- son, ljósmyndari á Akureyri. 189

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.