Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 9

Íþróttablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 9
Laugardagur 13. apríl: Boðganga J^xlO km. Brautarlýsing. Gangan hófst sunnan og neðan við Stórhæð, skammt frá Skíðahótelinu. Markið var í 575 m yfir sjó. Gengið var til norðurs neðan við Stórhæðina, og lækkaði brautin þá lítið eitt (í 550 m). Farið var upp gilið norðan við Stór- hæðina upp fyrir girðingu, sem liggur þvert um fjallið. Þangað voru 2500 m frá markinu. Nú lá brautin lítið eitt í suðvestur upp Stór- hæðina að norðan, en beygði síðan til norðurs og lá í nokkrum krókum norður Hrappstaða- skálina, að mestu vestan við girðingu. Þegar komið var út að girðingarhorninu, beygði slóð- in til norð-vesturs og lá norður af ásnum norð- an við Hrappstaðaskálina, þar beygði slóðin aftur til suðurs og niður í Skálina. Þessi krók- ur norður á ásinn var um 500 m. Þegar halla tók suður og niður í Hrappstaðaskálina, var komið í 650 m yfir sjó, og var þá leiðin hálfnuð. Suður Skálina lá slóðin í töluverðum krókum, þar til kemur að girðingunni, sem liggur nið- ur Mannshrygg norðan í Stórhæðinni (frá vestri til austurs). Gengið var upp með girð- ingunni að norðan, þar til komið var í 660 m hæð, en þá lá slóðin suður með brekkurótun- um og síðan niður og austur sunnan við girð- inguna, sem síðast var nefnd. Þá lá slóðin í krókum vestan við Stórhæðina og síðan suður af hjallanum og í krókum suður fjallið, vestan við skíðahótelið, þar til komið var suður fyrir raflínuna, sem liggur að Strompnum. Þar beygði slóðin aftur til norðurs og 1 krókum niður brekk- urnar að endamarkinu. Brautin var 10 km og hæðarmismunur 110 m. Gangan hófst kl. 13,30, og var þá sólbráð og andvari af suðri. Hiti var 4 gráður. Göng- unni lauk kl. 16,23. Eftir því sem á gönguna leið, batnaði færið. Þá lygndi og fór heldur kólnandi. Við lok göngunnar var hiti 3 gráður. Úrslit: 1. Akureyri: Júlíus Arnarsson 45:13 mín. Sigurður Jónsson 40:52 mín. Halldór Matthíasson 38:33 mín. Stefán Jónasson 38:57 mín. 2-43:35 klst. Reynir Brynjólfsson, Akureyri — Islandsmeistari í stórsvigi — 2. Siglufjörður: Sigurjón Erlendsson 45:09 min. Birgir Guðlaugsson 41:15 mín. Þórhallur Sveinsson 39:58 mín. Gunnar Guðmundsson 39:06 mín. Fljótamenn: 2-45:28 klst. Ásmundur Eiríksson 45:12 mín. Kári Jónsson 43:00 mín. Frímann Ásmundsson 39:49 mín. Trausti Sveinsson 37:47 mín. Isafjörður A-sveit: 2-45:48 klst. Sigurður Sigurðsson 47:16 min. Sigurður Gunnarsson 41:01 mín. Gunnar Pétursson 44:30 mín. Kristján R. Guðmundsson 38:16 mín. Isafjörður B-sveit: 2-51:03 klst. Elías Sveinsson 45:46 mín. Guðjón Höskuldsson 44:57 mín. Sigurður Jónsson 42:10 mín. Davíð Höskuldsson 41:49 mín. 2-54:42 klst. 193

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.