Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 7

Íþróttablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 7
Birgir Guðlaugsson frá Siglufirði varð meist- ari í norrænni tvikeppni í þriðja sinn (áður 1964 og 1967). Hann er með beztu mönnum hér bæði í stökki og göngu, en honum tókust stökkin í tvíkeppninni ekki eins vel og í stökk- keppninni, sem hann náði öðru sæti í. I 15 km göngunni varð hann sjötti bæði í fyrra og núna, en hefur þrívegis orðið göngumeistari fyrir nokkrum árum. Sigurjón Erlendsson, sem varð unglinga- meistari í norrænni tvíkeppni í fyrra, varð ekki langt á eftir Birgi í þetta sinn og á væntan- lega eftir að láta enn betur til sín taka á næstu árum. Birgir Guðlaugsson frá Siglufirði — Islandsmeistari í norrænni tvíkeppni — Siglfirðingarnir tveir, sem luku keppni í norrænni tvíkeppni. Birgir Guðlaugsson, sigurvegarinn, til vinstri, en Sigurjón Erlendsson til hægri. Árdís Þórðardóttir frá Siglufirði — Islandsmeistari í stórsvigi og alpatvíkeppni — Úrslit í stórsvigi kvenna: 1. Árdís Þórðardóttir, S 2. Karólína Guðmundsdóttir, A 3. Sigríður Júlíusdóttir, S 4. Marta B. Guðmundsdóttir, R 5. Guðrún Siglaugsdóttir, Á 6. Hrafnhildur Helgadóttir, R Úr leik Birna Aspar, A. 1:33,4 min. 1:35,4 mín. 1:39,2 mín. 1:41,9 mín. 1:45,4 mín. 1:49,3 min. Brautarlengd: 1350 m. Fallhæð 390 m. Hlið: 43. 7 hófu leik. Stórsvigsbrautin hófst efst í Reithólum, lá niður hólana og endaði í miðju Fossgili. 191

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.