Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 4

Íþróttablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 10. apríl: Setning mótsins fór fram klukkan þrjú mið- vikudaginn 10. apríl. Formaður mótsstjómar, Hermann Stefánsson, flutti ávarp, en formað- ur Skíðasambands íslands, Stefán Kristjánsson, setti mótið með stuttri ræðu. Þá var við setningu mótsins afhent stytta til minningar um Einar heitinn Kristjánsson, sem var fyrrum formaður Skíðasambands Is- lands, en hann hefði orðið sjötugur á þessu ári, hefði honum enzt líf. Styttuna gáfu vinir hans og samstarfsmenn, og skal um hana keppt í 15 km göngu á Skíðamóti Islands árlega. Vinnst styttan til eignar þrisvar í röð eða fimm sinnum alls. Að setningu lokinni hófst mótið með keppni í 10 km göngu 17-19 ára unglinga og því næst 15 km göngu karla. Ganga 17 — 19 ára og 20 ára og eldri. Lýsing göngubrautar. Gangan hófst í Hrappstaðaskál norðan og neðan við Mannshrygg í 650 m hæð. Gengið var í suður frá markinu og síðan beygt til austurs og svo til norðurs á ofanverðri Stórhæð. Fyrstu 200 — 300 m voru á jafnsléttu, en þá hallaði aðeins undan niður á Stórhæðina. Norður eftir henni var að mestu gengið á jafnsléttu, en hægt undanhald var norður af hæðinni niður á 610 m yfir sjó. Rétt norðan við brekkurótina var 1 km frá rásmarki. Brautin lá nú norður fjall- ið austan við girðingu, sem þar er, en nokkuð frá henni víðast hvar. Þegar komið var norður undir girðingarhornið, beygði brautin til norð- vesturs upp fyrir girðinguna og hækkaði þá upp í 650 m. Þar voru 2 km frá rásmarki. Nú beygði brautin til suðurs og lækkaði aftur. Var nú gengið suður Hrappstaðaskálina á nokkuð flötu landi, en þó var þessi kafli aðeins á fótinn. Síðan beygði slóðin í suðvestur og var þá geng- ið beint upp ca. 300 m brekku. Þetta var erf- iðasti kafli leiðarinnar. Þegar upp var komið, voru 3 km frá rásmarki og brautin í 725 m hæð yfir sjó. Nú var stefnt í suðaustur og nokk- urt undanhald fyrst, en síðan beygði brautin aftur til vesturs og svo til norðvesturs, þar til 4 km voru frá rásmarki. Þessi hluti brautarinn- ar var nokkuð öldóttur og léttur yfirferðar. Við 4 km markið var hæsti hluti brautarinnar, 750 m yfir sjó. Þaðan lá slóðin all bugðótt til suð- urs og suðausturs niður lægð eina, sem liggur að mestu í austur, og að lokum beygði slóðin í suður og í markið. Öll leiðin var 5 km. Hæðarmismunur 140 m. Úrslit í 10 km göngu 17—19 ára: 1. Sigurður Gunnarsson, 1 2. —3. Halldór Matthíasson, A 2.—3. Guðjón Höskuldsson, 1 4. Kári Jónsson, P 5. Ásmundur Eiríksson, F Sex voru ræstir, einn hætti. 67:08 min. 67:46 mín. 67:46 mín. 68:31 mín. 68:38 mín. Vinir og samstarfsmenn Einars heitins Kristjánssonar, fyrrum formanns Skíðasambands Islands, gáfu styttu til minningar um hann. Hér sést Hermann Stefáns- son, formaður IBA og formaður mótsstjórnar, veita styttunni við- töku, en Stefán Kristjánsson, for- maður SKl, sést til vinstri á myndinni. 188

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.