Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 20

Íþróttablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 20
ferð mótsins, en varð auk þess að þola þriggja marka tap fyrir Val í þeirri umferð. Þar með var liðið eiginlega búið að missa af strætis- vagninum, og kann það að hafa valdið nokkru kæiuleysi liðsins í seinni umferðinni, en þá tapaði PH enn 2 leikjum, með 5 mörkum fyrir Haukum og 11 mörkum fyrir Fram í síðasta leik mótsins, sem þó var enginn úrslitaleikur í þess orðs fyllstu merkingu, því að Fram þoldi tap, en hefði engu að síður orðið meistari. Liðið er þó að flestu leyti gott, en sá stóri veikleiki er í leik þess, að of mikið er byggt á snilli eins manns, Geirs Hallsteinssonar, sem tvímælalaust er leiknasti handknattleiksmaður íslands í dag. Knattmeðferð hans er oft svo stórkostleg, að orð fá engan veg lýst, og hraði hans hlýtur að reynast hverri vörn áhyggju- efni. Þegar hann forfallaðist einn leik, stóð liðið eftir eins og höfuðlaus her, vonlaus og dapur, og á þó á að skipa ekki lakari mönnum en Erni, bróður Geirs, og Birgi Björnssyni, landsliðs- þjálfara, sem alltaf er traustur leikmaður, þótt kannski megi telja hann kominn af léttasta skeiði handknattleiksmanna. Valsliðið byrjaði mjög vel í mótinu, tapaði með aðeins tveggja marka mun fyrir Fram á milli jóla og nýárs, en vann alla aðra leiki fyrri umferðar og var þannig í öðru sæti að mótinu hálfnuðu. Þar með var meðbyr liðsins lokið, því að í seinni umferðinni tapaði Valur hverjum einasta leik, að vísu naumt 4 þeirra, fyrir Fram og Víking með einu marki, fyrir KR með tveim og fyrir Haukum með þremur mörkum. Liðið var þannig vel baráttuhæft, meira að segja mjög gott á köflum, en það vantaði í það eldmóðinn, sem skapar sigur. Ég verð að viður- kenna, að ég bjóst við meiru af þessu liði eftir mótinu 1967 að dæma, en það er eins og pilt- arnir kunni vel við sig í 4. sæti ár eftir ár, öruggu sæti í deildinni, og lengra nái metnaður þeirra ekki fyrir hönd félags síns, þótt vart verði í liðinu einstaklingsmetnaðar, sem á köfl- um spillir góðum leik liðsins. Einn liðsmaður fannst mér bera af, en það er Bergur Guðna- son, sem er mjög vaxandi leikmaður og sýndi auk þess sérstakt öryggi í vítaköstum í þessu móti. Þá á Valur fljótlega afbragðs handknatt- leiksmann, þar sem Jón Karlsson er, reynist þessi ungi maður eins og efni standa til. KR kom upp úr 2. deild á ný eftir eins árs dvöl þar, barðist hraustlega fyrir sæti sínu í deildinni og hélt því með 3 unnum leikjum, 2 sigrum á Víking og sigri á Val i seinni umferð- inni. Liðið var ekki sérstaklega sigurstranglegt, einkum var markvarzlan léleg, og því fylgir alltaf leiðinlegri varnarleikur og erfiðari, þegar ekki má treysta markmanninum og stöðva verð- ur sérhvert skot með einhverjum ráðum, ólög- legum, ef ekki vill betur. Hilmar Björnsson var tvímælalaust bezti maður liðsins og Gísli Blönd- al ein fastasta skytta mótsins, en of einhæfur og þungur til þess að teljast í fremstu röð. Víkingur féll niður í 2. deild að þessu sinni, en mikið má breytast, ef lið félagsins leikur þar nema árið. Liðið stendur þó mest og fellur með 2 mönnum, þeim Jóni Hjaltalín Magnús- syni og Einari Magnússyni, sem báðir léku með landsliðinu í vetur. Þannig varð liðið gjörsam- lega bitlaust, ef þessara leikmanna var sérstak- lega gætt, og hvað Jón snertir, var það óþarf- lega fyrirhafnarlítið, þar sem hann skaut eink- um með uppstökki á sama stað á vellinum. Jón verður að gæta þess að einhæfa ekki skotin, ella er hann höfuðverkur hvers markmanns og hverrar varnar, því skot hans eru með ólíkind- um föst og nákvæm oftast nær. I miðju móti bættist Víkingi þó liðsmaður, sem var því mikil styrkur. Var það Jósteinn Kristjánsson. Víkingur fékk aðeins 3 stig í mótinu, en það segir ekki alla sögu, því að aðeins 13 mörk sett til viðbótar á réttum augnablikum hefðu fært liðinu 11 stig og 2. sætið í mótinu, og á sama hátt hefðu 3 mörk gegn KR í seinni leiknum forðað Víking frá fallinu. Víkingsliðið gerði semsé jafntefli við FH í fyrri umferð og tapaði fyrir Val með 1 marki. í seinni umferðinni tap- aði Víkingur svo 2 leikjum með 1 marki hvor- um, þ. e. leikjunum við FH og Hauka, og 2 leikj- um með 2 mörkum hvorum, þ. e. leikjunum við KR og Fram. Óneitanlega sorgleg staðreynd fyrir Víkinga, en jafnframt gleðileg staðreynd fyrir alla handknattleiksunnendur, að munur- inn á efstu liðum í 1. deild og því neðsta skuli ekki vera meiri en raun ber vitni. 2. deild karla Til keppni í 2. deild karla voru skráð 6 lið, en lið IBV var dregið út úr keppninni og ekki reiknað með. Hafði liðið þó farið til Akureyrar og leikið þar 2 leiki við IBA.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.