Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 22

Íþróttablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 22
3. flokkur karla I 3. aldursflokki karla kepptu 10 lið í 2 riðl- um, og verður ekki annað sagt en að flest hafi þau verið mjög góð, þegar litið er til þess, hve þarna eru ungir piltar á ferð. Handknattleikur á Islandi er ekki á flæðiskeri staddur, þegar þeir, sem eiga að taka við eftir nokkur ár, eru þegar orðnir svo góðir sem raun bar vitni í þessu móti. A. m. k. sá ég í þessum aldursflokki þann handknattleik, sem mér fannst taka öllu öðru fram í þessu móti — og var þar þó um lið að ræða, sem ekki komst í úrslit, heldur varð í öðru sæti í sínum riðli. Á ég þar við 3. fl. FH, sem ég sá vinna Hauka með 13:4 í bráðsnjöll- um leik. Var þó Haukaliðið langt frá því lélegt, tapaði t. d. með aðeins einu marki fyrir Víkingi, sem sigraði í riðlinum og vann síðan Fram með 8:7 í úrslitaleik. Víkingsliðið, sem sigraði, er bráðefnilegt — og sama má einnig segja um lið Fram, Ármanns og KR, en KR-liðið varð í öðru sæti í sínum riðli, tapaði engum leik, en gerði 2 jafntefli. A-RIÐILL: u 1. Pram 3 2. KR 2 3. Ármann 2 J T Mörk Stig 1 0 44:25 7 2 0 42:35 4 0 2 38:33 4 4. IR 1 1 2 35:40 3 5. ÍBK 0 0 4 30:56 0 B-RIÐILL: U J T Mörk stig 1. Víkingur 4 0 0 36:30 8 2. PH 3 0 1 43:27 6 3. Þróttur 2 0 2 32:34 4 4. Haukar 1 0 3 30:40 2 5. Valur 0 0 4 26:36 0 Úrslit: Vikingur-Fram 8:7 Meistaraflokkur kvenna. Valsstúlkurnar urðu nú íslandsmeistarar í 5. skipti í röð, unnu alla sína leiki með yfirburð- um, nema leikinn við Ármann, sem þær unnu með ,,aðeins“ 2 mörkum. Var nú leikið í einni deild, því aðeins 8 lið voru skráð til leiks, en eitt þeirra, lið IBV, hætti fljótlega þátttöku og var ekki reiknað með. Þessi 7 lið voru 5 fyrstu-deildarlið frá fyrra ári og 2 efstu lið 2. deildarinnar, IBK og UBK. Eitt 1. deildarlið fyrra árs vantar því í hópinn, lið FH, sem Reykjavíkurfélögin Fram og Ár- mann skiptu sín á milli, en ekki varð það sú vítamínsprauta, að dygði til að hnekkja einveldi Valsstúlknanna, þótt FH hefði skipað annað sæti 1. deildar árið áður. tslandsmeistarar Knattspyrnufé- lagsins Víkings í 3. aldursflokki. t fremri röð frá vinstri: Ágúst Þórðarson, Reynir Olgeirsson, Guðgeir Leifsson, Kristján Óskarsson og Kristinn Sigurðs- son. 1 aftari röð frá vinstri: Viðar Jónsson, Guðmundur Stefánsson, Skarphéðinn Óskarsson, Guðjón Magnússon, Einar Einarsson og Pétur Bjarnason, þjálfari. Á myndina vantar Gunnar Bjarna- son. 206

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.