Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1968, Síða 15

Íþróttablaðið - 01.08.1968, Síða 15
landarnir voru mjög taugaóstyrkir, og misnot- uðu þeir gullin tækifæri hvað eftir annað. Svíar náðu strax góðu forskoti, og var staðan í hálf- leik 39:22 Svíum í vil. Hittni íslenzka liðsins var afar slæm, eða 25%, úti á vellinum. Hins vegar lék liðið ágætlega og skapaði sér góð tækifæri. Hefði munurinn í lokin ekki þurft að verða eins mikill og raun varð á, ef leikmenn okkar hefðu ekki verið svona taugaóstyrkir. Leiknum lauk sem sé með sigri Svía 80:52. Birgir Jakobsson var stigahæstur íslendinganna með 12 stig, en Hansson (2,02 m á hæð) hjá Svíum með 15 stig. Voru menn að vonum von- sviknir með þennan leik og voru hinir svart- sýnustu á áframhald keppninnar. Kl. 8 um kvöldið voru leiknir tveir leikir. Finnar unnu Dani í skemmtilegasta leik móts- ins með 117—70. Finnska liðið lék mjög hratt og skemmtilega. Pilkevaara átti mjög góðan leik, og vorum við á áhorfendapöllunum furðu lostin yfir leikni hans, enda er hann talinn einn bezti bakvörður Evrópu. Einnig sýndi Kuusela, aldursforseti mótsins (34 ára), skemmtilegan leik. Danir léku mjög létt og leikandi, og fannst mér Alexander Schaumann mjög athyglisverð- ur fyrir langskot sín. Seinni leikurinn var milli Svía og Norðmanna, og var þar það sama uppi á teningnum og í leik Dana og Norðmanna fyrr um daginn, alger ein- stefna af Svía hálfu. Athygli vöktu fyrirliðar liðanna, þeir Ulf Lindelöf og Leif Bráten, fyrir mjög grannan og veiklulegan vöxt. Svíar unnu leikinn með 148:44. Á páskadag, 14. apríl, var haldin ráðstefna körfuknattleikssambanda Norðurlanda. Aðal- málið, sem ráðstefnan f jallaði um, var Norður- landameistaramót unglinga, og er svo til víst, að slíkt mót verði haldið í Svíþjóð árið 1969 og síðan þau ár, sem Polar Cup fer ekki fram. Á ráðstefnunni var ákveðið, að næsta Polar Cup mót verði haldið í Noregi 1970. Á páskadagskvöld voru leiknir tveir leikir. Fyrri leikurinn var milli Islendinga og Dana. Islendingar voru nokkuð kvíðnir fyrir þennan leik, vegna þess hve slæman leik þeir áttu við Svía, en danska liðið virtist gott eftir leiknum við Finna að dæma. Það var auðsýnt, að Danir höfðu aldrei verið betri en nú. Islenzka liðið byrjaði vel, komst í 15:5, en Danir ná að jafna 17:17. Þá taka Islendingar góðan sprett og ná 31:23 fyrir leikhlé. 1 seinni hálfleik héldu Danir framan af nokkuð vel í við okkar menn, en þá kom að þætti Kolbeins Páls- sonar í leiknum. Hann sýndi frábæran leik og skoraði hverja körfuna á fætur annarri. Einnig áttu á þessmn tíma ágætan leik þeir Birgir Birgis, Þorsteinn Hallgrímsson og Agnar Friðriksson. Leiknum lauk með góðum sigri íslendinga, 71 stigi gegn 51. Mesti sigur yfir Dönum til þessa, og bezti leikur, sem íslenzkt landslið hafði sýnt. Fyrirliðinn, Kolbeinn, var beztur íslendinganna, skoraði 18 stig. Birgir Birgis var einnig mjög drjúgur. Sama máli gegnir um Þorstein Hallgrímsson, en þeir tveir hirtu flest fráköstin. I leiknum voru Birger Fiala, Ernst Jensen og Arne Petersen beztir hjá Dönum. Síðari leikurinn þetta kvöld var milli Finna Finnska liðið, sem sigraði í Polar Cup 1968. Myndin er tekin við setningu mótsins. Fremstur fer Kuusela, fyrirliði liðsins. 199

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.