Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1968, Page 17

Íþróttablaðið - 01.08.1968, Page 17
Eftir mótið voru verðlaun afhent í hófi, sem KKÍ hélt keppendum, starfsmönnum og gestum. Þai' voru Finnum, Svíum og Islendingum afhent gull-, silfur- og bronsverðlaun. Auk þessara verðlauna gáfu Islendingar skildi fyrir bezta hittni í vítaköstum, bezta hittni í körfuskot- um og flest fráköst tekin. Finninn Kari Lahti hafði hitt bezt allra í leik, en Lars Karell, einn- ig Finni, bezt í vítaskotum. Flest fráköst tók Svíinn Hans Albertsson. Stigahæsti leikmaður mótsins var Jorma Pilkevaara með 69 stig. íslenzka liðið, sem lék í þessu móti, var skip- að eftirtöldum mönnum: Birgir Örn Birgis, Á, Einar Bollason, Þór, Agnar Friðriksson, IR, Guttormur Ólafsson, KR, Birgir Jakobsson, ÍR, Gunnar Gunnarsson, KR, Kolbeinn Pálsson, KR, Kristinn Stefánsson, KR, Þorsteinn Hallgríms- son, ÍR, Þórir Magnússon, KFR, Sigurður Ing- ólfsson, Á, og Jón Sigurðsson, Á. Fyrirliðar liðsins voru þeir Birgir Birgis í leiknum gegn Svíum í tilefni þess, að hann hefur leikið alla landsleiki Islands til þessa, en Kolbeinn Páls- son í hinum leikjunum þremur. Einn nýliði var í liðinu, Jón Sigurðsson. Þjálfari liðsins var Guðmundur Þorsteinsson. Talsverðar umræður voru um val liðsins meðal körfuknattleiks- manna, og voru menn ekki á eitt sáttir um það. En kjarni liðsins var góður, þó að deila mætti um einstaka menn. Liðið átti góða leiki, eins og áður segir, nema leikinn við Svía, og held ég, að leikmönnum hafi þótt til of mikils ætlazt af þeim, því að í þeim leik voru íslenzku pilt- arnir allt of taugaóstyrkir. Að mínu áliti voru litlir möguleikar á að sigra Svía. Sést það bezt á því, að aldrei hafa Svíar verið eins nálægt því að sigra Finna. Samt sem áður er þetta sennilega bezta körfuknattleikslið, sem Island hefur eignazt. Heyrzt hefur, að KKl hyggist senda lið á Evrópumeistaramót á næsta ári vegna góðrar frammistöðu á þessu Polar Cup- móti. Liðið sannaði það líka í þessarri keppni, að það er þess fyllilega verðugt, og vona ég, að Körfuknattleikssambandið sjái sér fært að taka þátt í þeirri keppni. Á Polar Cup 1968 voru sett allmörg „met.“ Þessi voru helzt: Fimrn 100 stiga leikir: Danmörk-Noregur 100:29 Finnland-Noregur 131:56 Frá leik Islendinga og Svía. Svíþjóð-Noregur 148:44 Island-Noregur 123:59 Finnland-Danmörk 117:70 Mesta skorun í einum leik: Svíþjóð 148 stig gegn Noregi. Mesti munur í einum leik: 104 stig í leik Svíþjóðar gegn Noregi. Mesta skorun í einurn hálfleik: Finnland 71 stig gegn Noregi, Svíþjóð 86 stig gegn Noregi. Stœrsti sigur íslands gegn Dönum: 20 stig. Mesta skorun gegn Finnlandi: Danmörk 70 stig, Island 70 stig. Minnsti munur gegn Finnlandi: ísland 15 stig, Svíþjóð 5 stig. Mesta skorun Islands í einum landsleik: 123 stig gegn Noregi. 201

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.