Íþróttablaðið - 01.02.1975, Page 13

Íþróttablaðið - 01.02.1975, Page 13
Gamlir af reksmenn í öndverðum nóvembermánuði 1923 fæddisf í húsi einu við ofanverðan Skólavörðustíg, stór og stótinn strákur, sem reyndist 22 merkur á vog Ijósmóðurinnar. Þetta var einkasonur hjónana Matthildar Nikulásdóttur og Kristjáns Huseby, koparsmiðs frá Þrándheimi. Matthildur var þá ung kona, ættuð úr Staðarsveit á Snæfellsnesi og unnu þau hjón hörðum höndum við að framfleyta börnum sínum, Gunnari og uppeldissystur hans Frídu. Gunnar Huseby er nafn, sem flogið hefur víða um jarðkúluna. Það nafn jók á sínum tíma á hróður hins unga lýð- veldis, þegar Gunnar varð fyrsti Evrópu- meistari okkar í íþróttum, það var í Osló 1946. vSíðar lék hann sama afrek í Belgíu 1950, sigraði í kúluvarpi, en þá varð Torfi Bryngeirsson einnig Evrópu- meistari í langstökki, og fleiri af stjöm- um okkar í námunda við efstu sætin. Það var á þeim tíma, þegar Golíatar máttu vara sig á Davíð litla. „Bakklapparar" Á sínum tíma var Gunnar Huseby vin- sæll og dáður íþróttamaður. Hann komst varla skref um göturnar, hvort heldur var hér heima eða erlendis, án þess að hann hitti ekki einhvern ,,bakklappara“. Hann var maður dagsins, maður líðandi stundar. Allir vildu þekkja kappann, sem enginn Evrópumaður hafði roð við í hinni karlmannlegu íþróttagrein. En Gunnar hrasaði á hinu hála svelli lífsins. Áfengið reyndist honum ótryggur förunautur, og fyrr en varði var hann vinafár, og lífsbaráttan hefur snúizt hon- um í óhag. Mér datt í hug, þegar ég bankaði upp á einn Iaugardaginn í ný- byrjuðu ári, að Vitastíg 14, að ekki er sá auður, sem íþróttastjömur safna, ævin- lega þessa heims. Dymar að eins her- bergis íbúð Gunnars í gömlu hjólhesta- leigunni hans Valda rakara, er engan veginn það sem nútíma íslendingur gerir sér að góðu. Eg hafði ekki séð Gunnar Huseby um all langa hríð. Reyndar þekkti ég hann ekki nema rétt eins og aðrir, af afspurn. Það kom mér á óvart hversu greinargóður Gunnar reyndist. Frábær viðtalsmaður, talar skýrt og greinilega, og býr yfir ágætri kímnigáfu. Hann er e. t.v. eilítið bitur út í lífið á köflum, en tekur erfiðleikunum af þeirri karl- mennsku sem honum er eðlileg. „Mitt takmark er að verða aftur vesturbæingur, búa í sómasamlegri íbúð og njóta lífsins á heilbrigðan og eðlilegan hátt“, sagði Gunnar, og bætti við: „Og svo hef ég alltaf viljað vinna við íþróttamannvirkin í borginni, ég vil ekki slitna úr samskipt- um við íþróttirnar.“ Gunnar bjó með foreldrum sínum víða í Vesturbænum. Þau fluttu fljótlega af Skólavörðustígnum, og lengst af bjuggu þau í litlu timburhúsi, sem nú hefur lent inni í húsagarði bak við Hótel City. 13

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.