Íþróttablaðið - 01.02.1975, Page 23
TTUR
ILL, -
LITRÍKUR!
FRÁ FUNDI
FRAMKVÆMDA-
STJÓRANNA
— Glenn Morris er fjölhæfasti íþrótta-
maður allra tíma, sagði bandaríski
olympíuþjálfarinn eftir sigur Morris í
tugþraut á Olympíuleikuum í Berlín
1936. Glenn Morris hlaut 300 stigum
meira en næsti maður og setti ótrúlega
gott heimsmet, hlaut 7900 stig eftir þá-
gildandi stigatöflu.
Ýmsir drógu þessi ummæli Robertsons
í efa og höfðu þá í huga frábært afrek
Jim Thorpe í tugþraut frá Olympíuleik-
unum í Stokkhólmi 1912, en hann var
dæmdur atvinnumaður í íþróttum og
verðlaunin tekin af honum, eins og
mörgum er kunnugt. Yfirburðir Thorpe
voru enn meiri, en þess ber að geta, að
keppnin var harðari og æfingar almenn-
ari 1936. Hverjár sem skoðanir manna
eru, þá er hægt að vera sammála um,
að íþróttaferill Glenn Morris var ein-
stæður og afrek hans frábær. Hann
keppti í fyrsta sinn í tugþraut sjálft
ólympíuárið 1936 og sama ár varð hann
olympíumeistari á nýju glæsilegu heims-
meti!
Glenn Morris fæddist árið 1912 á
bóndabæ rétt utan við Simla í Colorado.
Á unglingsárunum iðkaði hann töluvert
frjálsar íþróttir, en amerískur fótbolti
heillaði hann þó mest og hann tók þátt
í keppni á háskólaárunum.
Eftir sigur landa hans Jim Bausch í
tugþraut á Olympíuleikunum í Los
Angeles 1932, kviknaði áhuginn fyrir
frjálsum íþróttum að nýju. Hann keppti
í 400 m grindahlupi, varð unglingameist-
ari og hlaut þriðja sæti á bandaríska
meistaramótinu. Árið 1935 hóf Glenn
Morris að undirbúa sig af alvöru fyrir
tugþraut, hann tók þátt í fyrstu tugþraut-
inni í apríl 1936 í Kansas og sigraði á
nýju bandarísku meti, 7576 stigum. Á
úrtökumótinu í Milwaukee sló hann
heimsmetið, hlaut 7880 stig og þann
árangur bætti hann í Berlín og hlaut 7900
stig, eins og fyrr segir.
Þrátt fyrir sigurinn og yfirburðina í
Berlín var fyrirfram búist við harðri
keppni í tugþrautinni. Á æfingum fyrir
keppnina fann Morris til meiðsla í læri,
sem háði honum mjög í köldu veðri,
en það var ekki hlýtt í Berlín um þess-
Framh. á bls. 45
Dagana 7. og 8. nóv. s.l. béldu fram-
kvæmdastjórar norrænu Iþróttasainband
anna fund í Reykjavík til undirbúnings
ráðstefnu Iþróttasambandanna á Norð-
urlöndum, sem haldinn verður hér á
landi í júnímánuði 1975. Mörg mál verða
þar til umræðu og mun fþróttablaðið að
sjálfsögðu greina ýtarlega frá þeim fundi
siðar. Framkvæmdastjórarnir héldu
sinn fund á skrifstofu f.S.f. og eru þeir
á myndinni talið frá vinstri: Emanuel
Rose Danmörku, Joel Juppi Finnlandi,
sem mætti í stað Mauri Oksanen fram-
kvstj. finnska sambandsins, Hermann
Guðmundsson, Thor Hernes Noregi og Bo
Bengtson Svíþjóð.
Bo Bengtson varð sextugur á s.l. sumri
og af því tilefni var hann sændur Heið-
ursorðu Í.S.Í., er honum var afhent á
fundinum.
Við sama tækifæri afhenti hann Gisla
Halldórssyni forseta .S.f. Heiðursorðu
sænska íþróttasambandsins, en Gísli var
sæmdur henni s.l. sumar.
23