Íþróttablaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 5
i blaóinu
Heimsókn á Selfoss
Íþróttalíf á Selfossi hefur verið mjög
fjölskrúðugt og blómlegt um langt árabil,
og nú hafa Selfyssingar hafið nýja sókn.
fþróttaaðstaða í kauþstaðnum er nú orðin
eins og best verður á kosið og hefur hið
nýja íþróttahús gjörbreytt allri aðstöðu til
innanhússíþrótta. Selfyssingar hyggjast
starfrækja íþróttamiðstöð í sumar, og er
ekki að efa að margir verða til þess að
notfæra sér þá ágætu aðstöðu sem er í
kaupstaðnum. fþróttablaðið brá sér nýlega
í heimsókn til Selfoss og kynnti sér þar
íþróttaaðstöðu og íþróttalíf, ræddi við for-
ystumenn og fleiri og birtist frásögn um þá
heimsókn í blaðinu að þessu sinni.
Ekki bara leikur
Það er sagt að íþróttamenn eigi að hafa
það í huga þegar þeir ganga til leiks að
ekki megi kappið bera fegurðina ofurliði.
Því miður er þaó svo að þegar þrautþjálfuð
lið atvinnumanna eigast við í íþróttum þá
vill þessi gullna regla stundum gleymast
og hatrið og harkan ræður ríkjum. Um
þetta er fjallað í grein í fþróttablaðinu, og
margar Ijótar sögur sagðar. Þótt Evrópu-
búar kvarti oft yfir því að of mikil harka sé í
íþróttaleikjum eru þeir þó hreinir englar á
við Suður-Ameríkumenn sem eru hreint
ekki vandir að meðulum í leikjum sínum.
Útilíf
Gunnar Bender fjallar um útilíf í blaðinu,
— segir frá skemmtilegri gönguleið í ná-
grenni höfuðborgarinnar og ferð að hæsta
foss landsins, Glym í Botnsdal, auk þess
sem hann skrifar um laxveiðar og þá sér-
staklega eina veiðiferð sína í Norðurá í
fyrrasumar.
Hannes Eyvindsson
Nú fer keppnistímabil golfmanna senn
að hefjast og því vel við hæfi að spjalla við
íslandsmeistarann í golfi, Hannes Ey-
vindsson. Hannes hefur lagt mikla rækt við
íþrótt sína, allt frá því að hann var ungl-
ingur, og árangurinn hefur orðið eftir því.
íslandsmótið í knattspyrnu
fslandsmótið í knattspyrnu er það
íþróttamót á fslandi sem flestir taka þátt í
og mest athygli beinist að. fþróttablaðið
spjallar við tíu knattspyrnumenn — einn úr
hverju 1. deildar liði, um komandi fslands-
mót og horfur liða þeirra í mótinu, svo og
álit þeirra á andstæðingunum.
Forsíðumyndin
í tilefni þess að knattspyrnumenn hafa
nú dustað rykið af skónum birtum við
mynd af ungum og glöðum knattspyrnu-
strákum sem voru að ganga tii leiks í vor-
móti fyrir skömmu. í sumar munu hundr-
uðir slíkra strákaleikja fara fram um allt
land, þar sem knattspyrnumenn framtíð-
arinnar reyna með sér. Myndina tók Jens
Alexandersson.
5