Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 8

Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 8
Sæmundur Stefánsson, formaður Ungmennafélags Selfoss við sundlaugina á Selfossi. Aðstaða til iðkunar íþrótta óvíða betri en á Selfossi Allt frá því að Tryggvi Gunnarsson, sá frægi at- hafnamaður kom því til leiðar eftir mikla baráttu að brú yfir Ölfusá við Selfoss var tekin í notkun árið 1891 hefur Selfoss verið staður í mikilli uppbyggingu. Við þessa merku brúarsmíð kom mikill fjörkippur í allt at- hafnalíf á Selfossi og ekki hægðist á framþróunininni er Ölfusárbrúhi nýja var tekin í gagnið árið 1945. Síðan hefur plássið stækkað og nú má segja að Selfoss sé íþróttablaðið í heimsókn á Selfossi helsti kaupstaður á Suður- landi. Þar búa nú um 3300 manns. í þessari grein verður reynt að lýsa helstu íþróttamannvirkjum á staðnum og eins íþróttalífi en það er óvíða blómlegra í kaupstöðum landsins. Af mjög mörgu er að taka og eins og gefur að skilja er ekki hægt að gera öllu tæmandi skil en aðeins stiklað á því stærsta og merkasta. íþróttahúsið á Selfossi tekið í notkun 1978 Bygging íþróttahússins hófst í kringum 1974 og fannst mörgum er kynnt höfðu sér málavöxtu að húsið væri alltof stórt og dýrt. En mikill hugur var og er í þeim köppum á Selfossi og þegar Landsmótið var sett á Selfossi 1978 hafði húsið verið reist og þrátt fyrir að það væri ekki alveg fullklárað var það tekið í notkun á umræddu landsmóti. 8

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.