Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1981, Side 10

Íþróttablaðið - 01.05.1981, Side 10
útilaugina og þegar gott er veður má sjá þar margan manninn. Hnáturnar voru að læra sund, og biðu þolinmóðar eftir þvíað kennarinn kæmi og leiðbeindi þeim. Kannski eru þetta sunddrottningar framtíðar- innar. Sólaraukinn við sundlaugina. Margir hafa notfært sér þessa þjónustu og fá sér brúnan lit á kroppinn. sundlaugarbygginguna. Þetta er gífurleg aðsókn, þegar það er haft í huga að íbúar á Selfossi eru um 3300. En það er hægt að gera fleira en synda þegar maður kaupir sér aðgang að laugunum. Á neðri hæð sundlaugarbyggingarinnar er leikfirr:«alur þar sem hinn al- menni borgan getur gert hinar ýmsu leikfimiæfingar og einnig er þar aðstaða til lyftinga og margvíslegrar heilsubótar. Þar eru og svokölluð þrekhjól, ein fjögur. Sólaraukinn nýtur gífurlegra vinsælda Að sögn Sæmundar Stefáns- sonar forstöðumanns lauganna gerir fólk mikið að því að notfæra þessa séraðstöðu sér til hressingar og um fram allt til heilsubótar. „Svo erum við með eitt undra- tæki hér sem við köllum sólar- aukann, en það er eins konar lampi í formi legubekks. Liggi fólk í þessum lampa verður það sólbrúnt án bruna og auk þess losar þetta um vöðvastreitu og alla spennu. Þetta’ tæki nýtur al- veg gífurlegra vinsælda. Fólk verður að panta tíma í þetta en 10X30 mínútur kosta aðeins 190 krónur,“ sagði Sæmundur og var greinilega stoltur yfir þessu tæki. Þetta er eina sundlaug landsins sem hefur yfir slíku tæki að ráða. Enn frekari aðstöðu er til að dreifa við sundlaugarnar. Þar eru svokallaðir heitu pottar með mismunandi heitu vatni. Vað- laug er þar einnig utandyra og er hún ætluð þeim yngri. Þá er sól- baðsaðstaða mjög góð í kringum íþróttavellimir á Selfossi Tveir löglegir knattspyrnuvell- ir eru á Selfossi. Einn malarvöllur og einn grasvöllur. Umhverfis hann er hlaupabraut og í fram- tíðinni er ætlunin að leggja á hana tartanefni en slíkt efni er komið á allar atrennubrautir vallarins. Báðir knattspyrnuvellimir eru sérlega góðir en nokkuð vantar þó á að búningsaðstaða sé full- nægjandi og er sömu sögu að segja um aðstöðuna við sund- laugarnar. Umhverfi vallanna er sérlega skemmtilegt, grasivaxnir hólar skilja þá að og þar Iiggja áhorf- endur í náðum hlíðum er gott er veður. Nýr golfvöllur við Alviðru Mikill áhugi er fyrir golfi á Selfossi og nágrannabyggðum. Golfmenn hafa nýlega flutt sig um set. Þeir hafa ráðist í lagningu nýs golfvallar við Alviðru, rétt vestan við brúna yfir Sogið. Áður iðkuðu menn golfið skammt fyrir austan Selfoss. Völlurinn við Al- 10

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.