Íþróttablaðið - 01.05.1981, Blaðsíða 15
miðstöðvar muni tækifæri þeirra
unglinga og íþróttahópa sem
áhuga hafa á að dveljast í æf-
ingabúðum aukast verulega. Við
teljum að við getum boðið upp á
íþróttaaðstöðu sem ekki finnst
annars staðar á íslandi.
Hér á Selfossi er öll aðstaða
eins og best verður á kosið og það
sem gerir íþróttasvæðið hér sér-
staklega vel fallið til reksturs
slíkrar miðstöðvar er að okkar
mati það, hversu mannvirkin eru
á litlu svæði. Þeir íþróttahópar
sem munu koma til með að dvelja
hér munu fá gistingu í Gagn-
fræðaskólanum og þar verður
einnig starfrækt mötuneyti. Þá
fær hver hópur aðgang að öllum
íþróttasölum, íþróttavöllum,
sundlaugum og öðrum útivistar-
svæðum að eigin vild. Þá verðum
við einnig með ferðir fyrir ungl-
ingana í Þrastarskóg en þar er
sérlega skemmtilegt svæði til úti-
veru og einn skemmtilegasti
knattspymuvöllur landsins.
Nú aðdragandinn eða ástæðan
fyrir því að við förum út í þennan
rekstur er aðallega sá að reyna að
nýta öll þau íþróttamannvirki
sem hér eru á Selfossi, nýta að-
stöðuna allt árið. Með rekstri
slíkrar íþróttamiðstöðvar sem hér
er að fara af stað teljum við okkur
vera að tryggja slíka nýtingu,“
sagði Jón.
Kostar aðeins
90 krónur á dag
fyrir manninn
Ekki verður sagt að þeir Sel-
fyssingar husi sér þetta sem eitt-
hvert gróðafyrirtæki því verði er
mjög stillt í hóf. Verðið er 90
krónur (9000 gamlar) fyrir
manninn á dag. Innifalið í því er
fæði og húsnæði og auk þess
ótakmörkuð afnot af öllum
íþróttamannvirkjum á staðnum.
Þá getur viðkomandi einnig farið
í skemmtiferðir í Þrastarlund eins
og að framan greinir. Ætlunin er
að hafa hesta á boðstólum og
einnig geta unglingarnir skoðað
Sundaðstaðan er orðin eins og best verður á kosið.
ýmis söfn og fyrirtæki á Selfossi.
Mörg skemmtileg söfn eru á Sel-
fossi og má þar nefna Minja-
safnið og Hið íslenska dýrasafn
sem flutt var fyrir nokkru til Sel-
foss.
Reksturinn þríþættur
Hvemig verður rekstrinum
aðallega háttað Jón?
„Það má segja að hægt sé að
skipta rekstrinum í sumar í þrjú
atriði. Þau eru í fyrsta lagi að taka
á móti íþróttahópum sem hafa
aðgang að öllum íþróttamann-
virkjum á Selfossi. í öðru lagi
verðum við með svokallaðan
íþróttaskóla fyrir krakka hér hér
á Selfossi og í þriðja lagi mun
HSK reka sínar sumarbúðir. Þar
gefst krökkum úr nágranna-
byggðarlögum kostur á að koma
saman. Kenndar verða íþróttir
farið í hina ýmsu leiki og á
kvöldin verða kvöldvökur.“
Að gera mikið
fyrir lítið
Eru íþróttahópar þegar famir
að panta hjá ykkur?
„Já það hefur verið þó nokkuð
um það. Við erum búnir að senda
öllum íþróttafélögum, ung-
mennafélögum og héraðssam-
böndum bréf þar sem vakin er
athygli þeirra á þessari starfsemi
okkar og pantanir eru þegar
famar að berast. Við höfum
mikla trú á að þetta geti blessast.
Hér er bókstaflega allt sem til
þarf, aðstað er hvergi betri og
verðinu er stillt í hóf.
Hvað mun það kosta ykkur að
„starta“ íþróttamiðstöðinni?
„Þetta er mikið fyrirtæki eins
og gefur að skilja en við reiknum
15