Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1981, Side 16

Íþróttablaðið - 01.05.1981, Side 16
Á Selfossi hefur verið byggð upp fullkomin íþróttaaðstaða — bæði úti og inni, mannvirki þessi eru öll staðsett nálægt hvert öðru og mynda eina heilti — ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ Á SELFOSSI. Fyrir hverja er íþróttamiðstöðin? Alla íþróttahópa, sem áhuga hafa á að nýta hina fullkomnu íþróttaaðstöðu á Selfossi — og fá íþróttahóparnir afnot af þeim mannvirkjum, sem þeir óska eftir, jafnt úti sem inni. Hvað er hægt að dvelja iengi? Hægt er að velja um dvöl í 5 daga — eina viku — helgardvöl — og einnig tvær vikur, ef óskað er eftir. Hvað með fæði og gistingu? íþróttahópar gista í húsnæði G.S.S., þar er fullkomin mötuneytisaðstaða á vegum Hótel Selfoss. Annað: Skipulagðar verða skoðanaferðir um Selfoss og nágrenni eftir því sem íþrótta- hópar óska, og eru ýmsir möguleikar fyrir hendi t.d. byggða- og listasöfn, stór fyrirtæki, búskapur í sveit, náttúruskoðun og m.m. fleira. fþróttahópar fá til afnota fullkomið húsnæði fyrir kvöldvökur, og stofur og sali fyrir bóklega fræðslu. Gert er ráð fyrir að hver hópur fái tækifæri til þess að heimsækja Þrastarlund og fái afnot af grasvellinum þar, sem staðsettur er inni í miðjum skógi í mjög skemmtilegu umhverfi. íþróttamiðstöðin á Selfossi býður alla íþróttahópa velkomna. — Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu íþróttaráðs — Tryggva- skála 800 Selfossi sími 99-1408, eða skrifstofu U.M.F.Í. Mjölnisholti/þ 14 Reykjavík sími 91 -12546. íy ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN Á SELFOSSI. 16

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.