Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1981, Side 19

Íþróttablaðið - 01.05.1981, Side 19
Guðmundur Jónsson, formaður HSK: „Undirbúningurinn er hafinn fyrir landsmótið í sumar” Iþróttaáhugi er mikill á Selfossi og ungir sem eldri æfa vel, ekki síst með tilliti til næsta landsmóts UMFÍ. „Jú við erum famir að undirbúa okkur fyrir lands- mótið á Akureyri sem fram fer í sumar og við ætlum okkur stóra hluti þar sem endranær,“ sagði hinn þekkti íþróttafrömuður Guðmundur Jónsson (Mummi Jóns) á Selfossi en hann er formaður Héraðs- sambandsins Skarphéðins (HSK). „Hinar ýmsu nefndir og deildir eru þegar famar að undirbúa sig fyrir mótið en það er mikið fyrir- tæki að taka þátt í jafn stóru og fjölmennu móti og landsmót er hverju sinni,“ sagði Guðmundur. Héraðssambandið Skarphéð- inn hefur aðsetur á Selfossi en HSK spannar yfir Ámes- og Rangárvallasýslu. Það gefur auga leið að mikill kostnaður hlýtur að vera samfara þátttöku í svo stóru móti sem landsmótið er og því inntum við Guðmund eftir fjárhag sam- bandsins. „Jafnvel vonlaust að dæmið gangi upp“ „Fjárhagslega séð gengur starfsemin mjög illa þrátt fyrir velvilja ýmissa aðila. Okkur vantar alltaf peninga. Fjáröflun- arleiðir okkar eru heldur fátæk- legar og við lifum mikið á betli eins og mörg önnur héraðssam- bönd. Þetta eilífa betl og allt það svínarí sem því fylgir er að gera út af við alla þá sem í því standa.“ Hverjar eru helstu fjáröflunar- leiðir ykkar? „Við leggjum mikla áherslu á dansleikjahald og alls kyns sam- komur og svo erum við alltaf annað slagið með happdrætti í gangi og eitt slíkt fer af stað í maí. Við vonum að fólk taki því vel því það er stór þáttur í okkar fjáröflunarstarfssemi. Velta sam- bandsins á síðasta ári var rúmar 16 milljónir gamalla króna en í styrki frá Héraði, sem kallað er, fengum við tæpar 5 milljónir þannig að talsvert vantar upp á að endar nái saman. Þá má eig- inlega segja að það sé jafnvel vonlaust að dæmið gangi upp,“ sagði Guðmundur Jónsson. Guðmundur sem tók við for- mennsku hjá HSK fyrir um það bil tveimur mánuðum, bætti því við í lokin og ítrekaði, að íþrótta- fólkið í Skarphéðni væri staðráð- ið í að standa sig vel á landsmót- inu sem fram fer eins og áður sagði á Akureyri í sumar. Hann sagði að HSK hefði á síðasta Landsmóti sigrað í frjálsíþrótta- keppninni og unnið yrði að því að halda þeim titli áfram í sumar. Og að sjálfsögðu var Guðmund- ur bjartsýnn á að það myndi tak- ast. Um 4000 meðlimir eru í HSK. —SK. 19

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.