Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 25
Nestor Togneri, argentínskur knattspyrnumaður, færður í fangelsi, eftir
ruddaleik á knattspyrnuvelli. Þetta skeði eftir undanúrslitaleikinn í
s-amerísku meistarakeppninni árið 1968.
Estudiantes de la Plata. Liðið sem hefur yfir allskonar leikbrögðum að
ráða sem ekki eru öll jafn heiðarleg, en virðast vera árangursrík, því
marga góða sigra hefur þetta lið unnið.
þessari keppni þrisvar sinnum frá
því að hún hófst árið 1960, en
oftsinnis hafa félagslið frá
Brasilíu verið langtum betri en lið
frá hinum Ameríkuríkjunum.
Tvisvar vann liðið hans Pele,
Santos keppnina, árin 1962 og
1963 og 1976 vann Belo Hori-
zoate sigur.
Harkan vex stig frá stigi
Copa Liberadores er leikin á
þann hátt að tvö bestu liðin frá
Argentínu, Brasilíu, Chile, Uru-
guay, Paraguay, Boliviu,
Kolombíu, Perú Venezuela og
Ecuador eiga þátttöku rétt í
keppninni. Þeim er fyrst skipt í
fimm riðla, og leikið heima og
heiman. Sigurvegararnir úr riðl-
unum komast síðan í milliriðla og
sigurvegar úr þeim keppa um
sigur í mótinu.
Sumt af því sem skeð hefur í
keppni þessari er næsta spaugi-
legt. Eins og t.d. þegar Inde-
pendient frá Argentínu og
Penarol frá Uruguay mættust í
úrslitaleik árið 1965. Þá átti
markvörður argentínska liðsins
mjög góðan leik, og fór það svo í
taugamar á miðverði Penarol, að
hann lét sig hafa það að eyða
mörgum mínútum í að sparka og
rífa upp stóra grastorfu úr vellin-
um til þess að kasta framan í
markvörðinn.
Þetta var þó ekkert á móti því
sem átti sér stað þegar argen-
tínsku liðin Independiente og
Estudiantes mættust í keppninni
sama ár.
Estudiantes hafði 2-0 forystu
og réði lögum og lofum á vellin-
um. Framkvæmdastjóri Inde-
pendient tók þá ákvörðun að
senda varamann inn á völlinn, —
Urruzmendi hét sá — frægur
þjarkur, og gaf honum skipun um
að taka besta leikmann andstæð-
inganna, Aguirre Suarez „úr sam-
bandi.“
Urruzmendi rauk inn á völl-
inn, framhjá dómaranum sem
var að bóka leikmannaskiptin,
hljóp beint að Suarez og barði
hann niður með einu vel útilátnu
höggi í andlitið þannig að hann
missti meðvitund. Að svo búnu
hvarf Urruzmendi rakleiðis af
leikvelli og var kominn í bún-
ingsherbergið, áður en dómarinn
gat sýnt honum rauða spjaldið.
18 reknir af velli
í öðrum leik í þessari keppni
milli Boca Juniors og Sporting
Cristal frá Peru sem fram fór í
Buenos Aires 17. mars 1971 dró
einnig verulega til tíðinda. Boca
þurfti að vinna þennan leik til
þess að komast í úrslit, en Cristal
var hins vegar búið að missa af
úrslitakeppninni. En liðið gat
samt hjálpað löndum sínum í
Universitario að komast í úrslit
með því að ná stigi af Boca
Juniors.
Flestir spáðu Boca sigri og
25