Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1981, Qupperneq 27

Íþróttablaðið - 01.05.1981, Qupperneq 27
Coutinho leikmaður meö Santos hefursparkað Bolchi, leikmann Milans niður í úrslitaleik í heimsbikarkeppni félagsliða og flýr síðan sem fætur toga undan reiðum Itölum. skap. Það voru mikil læti í Buenos Aires fyrir leik okkar við Estudiantes, en það var samt sem áður lognið á undan storminum, eins og Matt Busby sagði, en hann var búinn að ítreka það við okkur að vera rólegir sama á hverju gengi — að sýna þeim hina kinnina ef við yrðum slegnir utan undir. Þegar við komum út úr göng- unum sem lágu frá búningsher- berginu að vellinum var kastað plastpoka með blóðugu kjöti að okkur. Hann hitti Bobby Charlton í höfuðið og rifnaði þannig að blóðið lak niður um hann. Um leið og dómarinn flautaði byrjuðu svo lætin. í hvert einasta skipti sem leikmenn argentínska liðsins héldu að dómarinn sæi ekki til þá spörk- uðu þeir í okkur eða hræktu á okkur. Og sá eini sem var rekinn útaf í leiknum var Nobby Stiles — fyrir að mótmæla ákvörðun línuvarðar. David Sadler var verst útleikinn. Hann sneri heim á leið með brotinn kjálka og margar ónýtar tennur. í heima- leik okkar voru George Best og einn af Argentínumönnunum reknir af velli, en sá hafði haft það hlutverk „að afgreiða Best.“ Bardaginn við River Plate Árið 1967 mættust Celtic og Racing Buenos Aires í úrslitaleik í heimsbikarkeppninni og viður- eign þeirra mun lengi í minnum höfð, og getið sem dæmis um hvernig knattspyrnuleikir eiga ekki að vera. Celtic vann fyrri leikinn sem fram fór í Skotlandi 1- 0 og Racing vann seinni leikinn 2- 1. Þriðji leikurinn varð því að fara fram og var honum valinn staður í Montevideo. Báðir fyrri leikirnir höfðu þótt mjög grófir og í Buenos Aires varð Celtic t.d. að skipta um markvörð áður en leikurinn hófst þar sem aðal- markvörður liðsins, Ronnie Simpson fékk stein í höfuðið þegar hann var að hlaupa út á völlin. En í Montevideo keyrði fyrst um þverbak og hefur sá leikur oft verið kallaður „Bar- daginn við River Plate“. Skot- arnir voru nefnilega ákveðnir í að láta hart mæta hörðu, og sýna að þeir gætu líka slegið frá sér ef því væri að skipta. Einn af leikmönnum Racing sagði síðar í viðtali við tímaritið Soccer Monthly: Þessi leikur var ekkert óvenjulegur fyrir okkur. Við vorum búnir að leika þrjá leiki við Universitario í undan- úrslitunum og þrjá á móti Nacional Montevideo í úrslitum Ameríkukeppninnar. Allir þeir leikir voru bardagi og því vorum 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.