Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 41

Íþróttablaðið - 01.05.1981, Page 41
sem ég hef tekið þátt í á erlendri grund myndi ég segja að ég væri fyrir ofan meðallag. Á síðasta Evrópumóti, sem fram fór í Esj- berg í Danmörku lenti ég í „holli“ með margföldum austurrískum meistara. Ég lék að því að mér fannst sæmilegt golf og náði að vinna hann á 15. holu. íslenskir kylfingar þurfa að fá fleiri tæki- færi til að spreyta sig á erlendri grundu. Við þurfum á aukinni reynslu að halda og hana fáum við ekki hér heima. Aðstaðan hér er þokkaleg, langbest í Grafar- holti en einnig er góður völlur í Keflavík. Golfið er í stórsókn á íslandi og henni þarf að fylgja eftir.“ verð samt að játa að stundum kemur fyrir að ég segi við hana: bölvuð druslan þín, en ég meina ekkert með því.“ Hver er þín sterkasta hlið í golfinu? Ég held að það séu upphafs- skotin „drævin“ og púttin. Mér finnst kylfan sem ég nota yfirleitt í þau ákaflega skemmtilegt verk- færi sem býður upp á marga skemmtilega möguleika. Ég hugsa að ég sé einna verstur í sandgryfjunum enda hef ég æft það mikið. En það er einhvern veginn svo einkennilegt með mig og það stingur ef til vill í stúf við „Annað hvort hætti ég eða geri eitthvað róttækt“ Hvað með framtíðina Hannes? „Framtíðin hjá mér sem golf- leikara er algerlega á huldu. Mér „Ég segi stundum: bölvuð druslan þín en meina það ekki“ Ert þú hjátrúarfullur Hannes? „Nei það held ég ekki. Alla- vega ekki mjög mikið. Ég man þó eftir því að ég notaði alltaf sömu gerð af golfkúlum á síðasta ís- landsmóti. Það var Kunlop og ég notaði alltaf kúlu númer 4. Þetta var ef til vill vottur af hjátrú en ég get vel hugsað mér að nota aðrar golfkúlur í framtíðinni.“ Talar þú nokkum tíma við golfkúluna? „Já það kemur oft fyrir að ég ræði við hana en ég reyni að blóta henni aldrei. Hún getur ekkert að því gert hvert henni er skotið. Ég Harrnes ,,púttar“ á síðasta íslandsmóti. Aðalkeppinautur hans Björgvin Þorsteinsson fylgist spenntur með hvernig til tekst. Þarna ereinhver vandi á höndum. Alla vega skín einbeitni úr svip Hann- esar, þegar hann ,,reiknar“ úthvernig haga skuli högginu. það sem ég áður sagði að ef ég æfi vissa hluti of mikið fyrir mót fara þeir versnandi og ég get alveg eins átt von á því í viðkomandi móti að allt fari þangað sem það á ekki að fara. Þessu er til dæmis þannig farið með upphafsskotin. Við skulum segja að ég sé að fara í mót á mánudegi. Ef ég æfi upp- hafsskotin á sunnudeginum þá get ég næstum bókað að þau fara úr skorðum í mótinu sjálfu, flest hver.“ Hver eru heilræði þín til ungra kylfinga sem ætla sér að ná langt? „Það er ekki um annað að ræða en æfingar og aftur æfingar. Golfið er þolinmæðisíþrótt sem krefst þess af mönnum að þeir leggi sig alla fram og æfi mjög vel. Varðandi mig sjálfan vil ég segja það að ég þakka árangur minn í golfinu nær látlausum æfingum mínum á yngri árum, þegar ég var að byrja. 41

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.